Sigmundur Gíslason (Jónshúsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigmundur Gíslason frá Jónshúsi fæddist 29. október 1883 og lést 31. mars 1965 Vestanhafs.
Foreldrar hans voru Gísli Gíslason vinnumaður, þá í Jónshúsi, f. 1847, d. 1. desember 1910 Vestanhafs, og Steinunn Þorsteinsdóttir vinnukona frá Kastala, f. 22. september 1862, d. 7. febrúar 1927 í Vesturheimi.

Sigmundur fór til Vesturheims 1885 með föður sínum og bjó í Utah. Móðir hans kom vestur ári síðar.
Hann vann þar við námugröft til 24 ára aldurs, lærði trésmíði, sem hann vann síðan við og var viðurkenndur skápasmiður. Hann vann m.a. á skrifstofu biskups um skeið og við sunnudagaskóla.
Þau Sveinsína Aðalheiður giftu sig 1908 og eignuðust 6 börn, 5 drengi og eina stúlku.

Kona Sigmundar, (5. febrúar 1908), var Sveinsína Aðalbjörg Árnadóttir frá Löndum, f. 25. desember 1877, d. 16. júlí 1931.
Börn þeirra hér:
1. Byron Theodor Gislason kennaraskólakennari, biskup mormóna, mikill ,, Íslandsvinur“, f. 14. maí 1914 í Spanish Fork, d. 10. október 2001.
2. Arthur Gislason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-íslenzkar æviskrár. Benjamín Kristjánsson, Jónas Thordarson. Skjaldborg 1961-1992.