Sigmar Gíslason (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigmar Gíslason.

Sigmar Gíslason sjómaður, skipstjóri, verktaki fæddist 27. desember 1957.
Foreldrar hans voru Gísli Matthías Sigmarsson sjómaður, matsveinn, vélstjóri, skipstjóri, f. 9. október 1937, d. 6. júní 2020, og kona hans Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1937.

Sigmar lauk fiskimannaprófi í Eyjum 1977, farmannaprófi í Stýrimannaskólanum í Rvk 1978.
Hann hóf sjómennsku 14 ára, var stýrimaður á mb. Elliðaey VE 45, keypti ásamt föður sínum mb. Katrínu VE 47 og var skipstóri á þeim báti til um 1986, er þeir seldu hann Vinnslustöðinni. Hann varð stýrimaður á Gígju VE og síðan á Guðmundi VE, var síðan stýrimaður á Herjólfi í níu ár. Þá fór hann í land, var í stjórnunarstöðu hjá Grími bróður sínum við gerð matvæla til sölu á markaði. Hann gerðist þar meðeigandi 2012 og seldi sig út 2020.
Sigmar stofnaði fyrirtækið Stóri Örn, verið við verktöku í byggingaiðnaði.
Þau Ásta giftu sig 1980, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Illugagötu.

I. Kona Sigmars, (27. desember 1980), er Ásta Kristmannsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, kennari, f. 17. október 1958.
Börn þeirra:
1. Ágústa Dröfn Sigmarsdóttir geislafræðingur, f. 17. júlí 1980. Maður hennar Hlynur Bjarnason.
2. Gísli Matthías Sigmarsson vélstjóri, f. 28. febrúar 1992. Sambúðarkona hans Barbora Gorová.
3. Sæþór Birgir Sigmarsson vélstjóri, f. 10. ágúst 1994. Sambúðarkona hans Karen Ósk Kolbeinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ásta og Sigmar.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.