Sesselja Sigurðardóttir (Heiðarhvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sesselja og Sigfús.

Sesselja Sigurðardóttir húsfreyja í Heiðarhvammi fæddist 11. júlí 1876 að Beigalda í Mýrasýslu og lést 21. ágúst 1953.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi í Litlabæ í Álftaneshreppi, vinnumaður á Beigalda, Borg og í Laxholti í Borgarhreppi í Mýrasýslu, f. 20. júní 1841, drukknaði 27. febrúar 1879, og kona hans, (1870), Kristbjörg Einarsdóttir húsfreyja, vinnukona, ráðskona, f. 16. janúar 1850, d. 14. janúar 1935 í Reykjavík.

Faðir Sesselju drukknaði, er hún var á þriðja ár aldurs síns.
Hún var sveitarbarn í Galtarholti í Stafholtstungum 1880, léttastúlka þar 1890, húskona og var við nám á skraddaraverkstæði í Reykjavík 1901.
Þau Sigfús giftu sig 1910, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Bergstaðastræti 9B við giftingu. Þau fluttu til Eyja 1911, byggðu Heiðarhvamm við Helgafellsbraut 5 1912 og bjuggu þar síðan.
Sesselja lést 1953 og Sigfús 1964.






ctr
Sesselja, Sigfús og börn þeirra, Guðrún og Helgi.

I. Maður Sesselju, (17. desember 1910 í Reykjavík), var Sigfús Scheving skipstjóri, útgerðarmaður, frumkvöðull, sjómannaskólastjóri og -kennari, bæjarfulltrúi, forstjóri, f. 2. maí 1886 í Vilborgarstöðum, d. 3. maí 1964.
Börn þeirra:
1. Vigfús Helgi Scheving stúdent, nemi, f. 24. desember 1913 í Heiðarhvammi, d. 8. september 1934.
2. Guðrún Sigríður Scheving húsfreyja, f. 14. september 1915 í Heiðarhvammi, d. 11. nóvember 1998.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.