Sæmundur Einarsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Steindór Sæmundur Einarsson.

Steindór Sæmundur Einarsson kennari fæddist 3. september 1889 á Litla-Hálsi í Grafningi og lést 25. maí 1948.
Foreldrar hans voru Einar Steindórsson bóndi, f. 1. maí 1850, d. 9. nóvember 1909, og kona hans Sigríður Árnadóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 28. ágúst 1852, d. 20. júlí 1930.

Sæmundur lauk kennaraprófi 1913, stundaði söng- og tónlistarnám samhliða kennaranáminu. Hann kynnti sér barna- og unglingaskóla á Norðurlöndum 1924-1925, var kennari í unglingaskóla í Keflavík 1913-1914, í unglingaskóla í Hjarðarholti í Dölum 1915-1916, var skólastjóri barnaskóla í Hnífsdal 1916-1917, kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1920-1921, í Kjósarskólahéraði 1931-1932, í Breiðdalsvík 1933-1934, Óspakseyrar- og Kirkjubólsskólahéraði, Strand. 1934-1935. Hann kenndi námsflokkum á Vífilsstöðum um skeið.
Sæmundur var formaður félagsins Sjálfsvörn á Vífilsstöðum um skeið, í stjórn S. Í. B. S. í nokkur ár.
Rit:
Smásögur og kvæði, flest í handriti.
Nokkur sönglög.
Þau Sigrún giftu sig 1918, eignuðust tvö börn, en misstu annað þeirra á öðru ári sínu. Þau bjuggu í Barnaskólanum 1920. Þau veiktust af berklum og urðu að koma Einari syni sínum í fóstur til móðurforeldra sinna í Borgarfirði eystra. Þau skildu.
Sæmundur eignaðist barn með Láru 1936.
Þau Guðborg giftu sig 1947, eignuðust þrjú börn.
Sæmundur lést 1948 og Guðborg 1974.

I. Kona Sæmundar, (6. desember 1918), var Sigrún Pétursdóttir frá Stórasteinsvaði í N.-Múl., húsfreyja, f. 18. mars 1895 á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð, N.-Múl., d. 23. nóvember 1982.
Börn þeirra:
1. Einar Sæmundsson eigandi sápuverksmiðjunnar Mjallar, f. 29. október 1919, d. 3. júlí 2006.
2. Elísabet Sæmundsdóttir, f. 13. júlí 1921 í Eyjum, d. 18. janúar 1923.

II. Barnsmóðir Sæmundar var Lára Magnúsdóttir frá Eyjum í Kjós, f. 10. mars 1896, d. 6. október 1959.
Barn þeirra:
3. Magnús Sæmundsson, f. 29. mars 1934.

III. Kona Sæmundar, (6. ágúst 1947), var Guðborg Sturlaugsdóttir frá Snartartungu í Bitrufirði, Strand., húsfreyja, f. 11. október 1906, d. 11. september 1974. Foreldrar hennar voru Sturlaugur Einarsson bóndi, f. 20. október 1864, d. 8. júlí 1949, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. september 1873, d. 20. júlí 1971.
Börn þeirra:
4. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, f. 9. mars 1936.
5. Kolbeinn Sæmundsson kennari, f. 12. mars 1938, d. 10. apríl 2023.
6. Arnþrúður Sæmundsdóttir, f. 17. janúar 1944.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.