Ragnhildur Ólafsdóttir (Hrauntúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Ólafsdóttir frá Hrauntúni 26, húsfreyja, kennari, skólastjóri í Garðabæ fæddist 7. ágúst 1973.
Foreldrar hennar Ólafur Már Sigmundsson, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, trillukarl, f. 11. mars 1942, d. 11. apríl 2023, og kona hans Þórhildur Jónasdóttir, húsfreyja, f. 9. febrúar 1945.

Börn Þórhildar og Ólafs:
1. Stefán Ólafsson, f. 31. janúar 1964. Kona hans Helena Árnadóttir.
2. Hörður Ársæll Ólafsson, f. 27. janúar 1969. Sambúðarkona hans Þuríður Henrýsdóttir. Barnsmóðir hans Lára Jóhannesdóttir.
3. Ragnhildur Ólafsdóttir, f. 7. ágúst 1973. Fyrrum maður hennar Ragnar Waage Pálmason. Maður hennar Jóhannes Jóhannesson.

Þau Ragnar giftu sig 2004, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Jóhannes giftu sig 2007, eiga eitt barn. Þau búa í Garðabæ.

I. Maður Ragnhildar, (24. júní 2004, skildu), er Ragnar Waage Pálmason, sjómaður, f. 31. júlí 1969. Foreldrar hans Jóhannes Pálmi Ragnarsson, f. 24. nóvember 1948, d. 11. september 2018, og Ragnhildur Óskarsdóttir, f. 7. apríl 1948.
Börn þeirra:
1. Ólöf Marý Waage Ragnarsdóttir, f. 20. jan. 1994.
2. Dagur Waage Ragnarsson, f. 22. okt. 2000.

II. Maður Ragnhildar, (1. desember 2007), er Jóhannes Jóhannesson, framkvæmdastjóri, f. 20. apríl 1966. Foreldrar hans Jóhannes Jónsson, f. 6. janúar 1923, d. 11. janúar 1966, og Kristín Friðfinna Jóhannsdóttir, f. 27. janúar 1944.
Barn þeirra:
3. Stefán Jökull Jóhannesson, f. 30. maí 2008.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.