Ragnhildur Ásta Guðmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Ásta Guðmundsdóttir frá Lambhaga, húsfreyja, ljósmóðir fæddist 30. ágúst 1911 og lést 17. mars 1995 í Víðihlíð í Grindavík.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson frá Seli í A.-Landeyjum, sjómaður í Lambhaga, f. 10. júlí 1874, drukknaði 10. janúar 1912, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá Kúfhóli í A.-Landeyjum, húsfreyja í Lambhaga, f. 26. júlí 1874, d. 15. ágúst 1962.
Fósturforeldrar frá 1912 voru föðursystir hennar Ástríður og Ólafur Jónsson bændur í Götu í Hvolhreppi, Rang.

Börn Sigríðar og Guðmundar voru:
1. Andvana stúlka, f. 28. janúar 1908.
2. Sigríður Lilja Guðmundsdóttir, f. 30. ágúst 1911, fór til Vesturheims með móður sinni 1924. Maður hennar George Hunt smiður í Winnipeg.
3. Ragnhildur Ásta Guðmundsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 30. ágúst 1911, d. 17. mars 1995.

Ragnhildur Ásta var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hennar fórst í Höfninni 1912. Hún fór í fóstur til hjónanna í Götu í Hvolhreppi og ólst þar upp.
Hún nam í Kvennaskólanum í Reykjavík, lauk ljósmæðraprófi í Ljósmæðraskóla Íslands 1941.
Ragnhildur var nokkra vetur í vist, var ljósmóðir í Hvolhreppsumdæmi frá 1941 og A-Landeyjaumdæmi frá 1957, Fljótshlíðarumdæmi 1. október 1957-1. október 1958.
Þau Jón giftu sig 1944, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Götu í Hvolhreppi.
Jón lést 1991 og Ragnhildur Ásta 1995.

I. Maður Ragnhildar Ástu, (27. maí 1944), var Jón Guðnason bóndi, f. 23. febrúar 1918, d. 10. september 1991. Foreldrar hans voru Guðni Magnússon frá Hrauk í V.-Landeyjum, bóndi, f. þar 12. nóvember 1889, d. 28. september 1978 í Reykjavík, og kona hans Rósa Andrésdóttir húsfreyja, f. 19. mars 1890, d. 17. janúar 1983.
Börn þeirra:
1. Ástríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1944. Maður hennar Guðmundur Snorri Guðmundsson vélstjóri í Grindavík.
2. Bjarghildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1946. Maður hennar Helgi Einarsson skipstjóri í Grindavík.
3. Ásgeir Vöggur Jónsson, f. 12. júní 1950, d. 26. apríl 1961.
4. Guðni Vignir Jónsson vigtarmaður í Reykjavík, f. 30. maí 1951. Fyrrum kona hans Birna Torfadóttir frá Hörgshóli í V.-Hún. Kona hans Þórunn Birna Björgvinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Ljósmæður á Íslandi 1-2. Ritstjóri Björg Einarsdóttir. Ljósmæðrafélag Íslands 1984.
  • Morgunblaðið 6. apríl 1995. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.