Ragnheiður Kristín Tómasdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnheiður Kristín Tómasdóttir húsfreyja fæddist 10. febrúar 1947 í Minni-Borg í Grímsnesi og lést 15. september 1998 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Tómas Halldór Jónsson bifreiðastjóri, vélaviðgerðarmaður, verkamaður, f. 16. október 1921, d. 22. janúar 1994, og Sigríður Kristín Oscarsdóttir Christiansen húsfreyja, f. 7. júní 1929, d. 14. ágúst 2006.

Ragnheiður var með foreldrum sínum á Minni-Borg 1951, flutti með þeim til Akraness 1951 þar sem þau bjuggu í 10 ár.
Þau Erlingur Þór giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Eyja, bjuggu í Garðhúsum við Kirkjuveg 14 1979 og enn 1986, bjuggu síðast í Breiðavík 31 í Reykjavík.
Ragnheiður lést 1998 og Erling Þór 2018.

I. Maður Ragnheiðar, (20. janúar 1972), var Erling Þór Þorsteinsson frá Götu, múrari, f. þar 2. nóvember 1940, d. 4. nóvember 2018 í Reykjavík.
Börn þeirra:
2. Elísabet Dröfn Erlingsdóttir húsfreyja, f. 13. september 1974 í Eyjum, hefur búið á Laugarvatni og á Miðhúsum í Bláskógábyggð. Fyrrum maður hennar Jón Hafsteinn Ragnarsson.
3. Konný Sif Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18. febrúar 1980 í Eyjum. Sambýlismaður Davíð Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.