Ragnar Óskarsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ragnar Óskarsson.

Ragnar Heiðar Óskarsson fæddist 17. janúar 1948 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Óskar Guðmundur Guðjónsson og Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir. Kona Ragnars er Jóhanna Njálsdóttir kennari.

Ragnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969, BA- prófi í sagnfræði, íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands 1975. Ragnar hefur verið kennari við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum frá árinu 1984.

Frekari umfjöllun

Ragnar Heiðar Óskarsson kennari, forstöðumaður, forseti bæjarstjórnar fæddist 17. janúar 1948.
Foreldrar hans voru Óskar Guðmundur Guðjónsson frá Reyðarfirði, sjómaður, verkamaður, húsasmíðameistari, f. 5. október 1920, d. 28. janúar 2009, og kona hans Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir frá Höfðabrekku við Faxastíg 15, húsfreyja, f. 4. október 1928.

Ragnar lauk landsprófi í Rvk 1965, varð stúdent í MR 1969, lauk B.A.-prófi í sagnfræði, íslensku og heimspeki í HÍ 1975.
Hann var stundakennari í Langholtsskólanum í Rvk 1970-1972, í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1974-1975, yfirkennari þar 1975-1980, settur skólastjóri 1976-1977, skólastjóri 1980-1984, kennari í Framhaldsskólanum í Eyjum frá 1984. Hann var stundakennari í Iðnskólanum í Eyjum 1974-1975, í Stýrimannaskólanum og Vélskólanum í Eyjum 1976-1977. Hann var forstöðumaður Námsflokka Eyjanna 1974-1976, forstöðumaður Byggðasafnsins í Eyjum 1977-1985.
Ragnar var bæjarfulltrúi í Eyjum 1978-1982 og frá 1986, forseti bæjarstjórnar frá 1986.
Rit:
Togaravökulögin, B.A.-prófritgerð.
Þau Jóhanna giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Hrauntún.

I. Kona Ragnars, (3. júlí 1971), er Jóhanna Njálsdóttir Andersen húsfreyja, kennari, f. 27. apríl 1953.
Börn þeirra:
1. Óskar Ragnarsson læknir, með doktorspróf í innkirtlafræði, býr í Gautaborg, f. 18. janúar 1972. Fyrrum kona hans Rebekka Atladóttir. Kona hans Rut Óskarsdóttir.
2. Guðbjörg Vallý Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 27. maí 1978. Barnsfaðir hennar Ómar Örn Magnússon Guðmundssonar. Barnsfaðir hennar Þorvaldur Guðmundsson.
3. Njáll Ragnarsson stjórnmálafræðingur, sérfræðingur á Fiskistofu, f. 27. febrúar 1984. Kona hans Matthildur Halldórsdóttir og Lindu Sigurlásdóttur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.