Ragnar Jónsson (Sólbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnar Jónsson flugvirki fæddist 7. nóvember 1947 á Sólbergi við Brekastíg 3.
Foreldrar hans voru Jón Gunnarsson frá Horninu við Vestmannabraut 1, Brúarhúsi vélstjóri, skipasmiður, f. 2. desember 1927, d. 4. desember 2005, og kona hans Guðbjörg Guðlaugsdóttir frá Sólbergi, húsfreyja, f. 21. apríl 1930, d. 22. ágúst 2013.

Börn Guðbjargar og Jóns:
1. Ragnar Jónsson flugvirki, f. 7. nóvember 1947 á Sólbergi við Brekastíg 3. Kona hans Guðrún Hlín Adolfsdóttir.
2. Ægir Jónsson stýrimaður hjá Eimskipafélaginu, f. 7. febrúar 1951. Kona hans Guðný Svava Gestsdóttir.

Ragnar var með foreldrum sínum í æsku, á Sólbergi og við Fífilgötu 5.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1963, lauk flugvirkjanámi 1967.
Ragnar vann hjá Loftleiðum í New York 1968-1974, síðan hér á landi hjá Loftleiðum, sem urðu Flugleiðir.
Þau Guðrún Hlín giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í New York vegna starfa hans 1968-1974, en búa nú við Birkigrund í Kópavogi.

I. Kona Ragnars er Guðrún Hlín Adolfsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1952.
Börn þeirra:
1. Jón Ragnar Ragnarsson rafvirki, lagermaður hjá Myllunni, f. 27. júlí 1971. Fyrrum sambúðarkona Thioauh Pham.
2. Örvar Ragnarsson, f. 21. júní 1976 vinnuvélastjóri á Selfossi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.