Presthús

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Presthús

Húsið Presthús stendur við Kirkjubæjarbraut 12.

Presthús voru áður fyrr tvær jarðir og taldar einn völlur en talin heldur kostarýr jörð. Túnin voru skammt frá Vesturhúsatúnum en bærinn sjálfur stóð vestast í Kirkjubæjarþorpinu fram undir aldamótin 1900.

Hjónin Kári Sigurðsson og Þórunn Pálsdóttir fluttu til Vestmannaeyja 1912-13. Kári byggði þeim íbúðarhúsið Hvíld 1913 og var það með fyrstu steinhúsum í Eyjum. Þau fluttu að Presthúsum árið 1920 og hófu þá búskap á presthúsajörðinni. Kári var einnig formaður með ýmsa báta í Eyjum bæði sem hann átti í sjálfur og leigði með öðrum. Kári andaðist 10. ágúst, 1925. Þórunn bjó áfram, ásamt börnunum sautján í Presthúsum. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1950 og bjó þar til hún andaðist þ, 15. mars, 1965. Útför hennar var gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum og hvílir hún við hlið eiginmanns síns í Landakirkjugarði.

Eftir 1940 var ekki skepnuhald að Presthúsum og 1950 keypti Guðmundur Guðjónsson frá Oddsstöðum húsið, endurbyggði það og bjó þar til dauðadags, 1969, ásamt konu sinni, Jórunni Guðjónsdóttur. Húsið fór undir vikur í eldgosinu 1973 og var dæmt ónýtt.

Í húsinu bjuggu þegar byrjaði að gjósa 23. janúar 1973 hjónin Birgir Indriðason og Fríða Hjálmarsdóttir og börn þeirra Steinar, Gylfi, Ragna og Indriði.

Myndasafn


Heimildir

  • Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyjar - byggð og eldgos. Reykjavík: Ísafoldaprentsmiðja, 1973.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.