Perla P. Kolka

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Perla P. Kolka.

Jakobína Perla Pálsdóttir Kolka frá Sólvöllum við Kirkjuveg 27 húsfreyja, talsímakona, skrifstofustjóri fæddist 31. maí 1924 á Þorvaldseyri við Vestmannabraut 35 og lést 3. desember 2020 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Páll Valdimar Kolka læknir, f. 25. janúar 1895 á Torfalæk, A.-Hún., d. 9. júlí 1971, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka frá Hvammsvík í Kjós., húsfreyja, f. 8. október 1888, d. 12. júní 1974.

Börn Guðbjargar og Páls:
1. Guðmundur P. Kolka kaupmaður á Blönduósi, síðar útgerðarmaður í Reykjavík, f. 21. október 1917, d. 23. mars 1957. Kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, látin.
2. Jakobína Perla Kolka skrifstofustjóri, húsfreyja í Reykjavík, f. 31. maí 1924, d. 3. desember 2020. Fyrrum maður hennar Haraldur Kristjánsson. Maður hennar Stefán Sörenson, látinn.
3. Ingibjörg P. Kolka húsfreyja í Hafnarfirði, f. 1. febrúar 1926. Maður hennar Zophonías Ásgeirsson, látinn.
4. Halldóra P. Kolka gjaldkeri í Reykjavík, f. 3. september 1929. Fyrrum maður hennar Hans Júlíusson. Maður hennar Ari Guðbrandur Guðbrandsson Ísberg, látinn.

Perla var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Blönduóss 1934.
Hún sótti námskeið í myndlist og höggmyndagerð á yngri árum, aflaði sér framhaldsmenntunar í Öldungadeild MH.
Perla vann hjá Landsímanum í Eyjum um skeið. Síðar vann hún hjá Landsímanum í Reykjavík og þá hjá Háskóla Íslands, en þar vann hún til starfsloka sinna.
Þau Haraldur giftu sig 1944, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 34 1945, síðan í Reykjavík, en skildu 1967.
Þau Stefán giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hann átti tvö börn fyrir.
Stefán lést 2010 og Perla 2020.

I. Maður Perlu, (31. maí 1944, skildu 1967), var Haraldur Kristjánsson rakarameistari, f. 22. febrúar 1924, d. 12. september 2002.
Börn þeirra:
1. Björg Kolka Haraldsdóttir, býr í Houston í Texas, f. 14. september 1944. Maður hennar Robert Melkun.
2. Margrét Kolka Haraldsdóttir, f. 13. nóvember 1948. Fyrrum maður hennar Leifur Agnarsson. Sambúðarmaður Þórhallur Þorvaldsson.
3. Ása Kolka Haraldsdóttir, f. 2. febrúar 1951. Fyrrum maður hennar Jean Yves Courageux. Maður hennar Sverrir Tynes.
4. Elín Perla Kolka Haraldsdóttir, f. 23. desember 1957. Fyrrum maður hennar Ólafur Engilbertsson. Barnsfaðir hennar Freyr Njarðarson. Sambúðarmaður hennar Valur Arnarson.
5. Páll Haraldsson, f. 28. október 1959, d. 8. maí 2011. Kona hans Heiður Óttarsdóttir.

II. Maður Perlu, (1974), var Stefán Sörensson lögfræðingur, háskólaritari, Íslandsmethafi í þrístökki, f. 24. október 1926 á Kvíslarhóli á Tjörnesi, S.-Þing., d. 7. janúar 2010. Foreldrar hans voru Sören Árnason bóndi, f. 22. ágúst 1895 í Reykjahreppi í S.-Þing., d. 27. janúar 1973, og kona hans Sigþrúður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1893 á Reyðarfirði, d. 19. janúar 1936.
Þau voru barnlaus saman.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 14. október 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.