Páll Bergsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Páll Bergsson frá Hofi í Öræfum, sjómaður, stýrimaður, verslunarmaður, vörubifreiðastjóri fæddist þar 30. september 1932.
Foreldrar hans Guðmundur Bergur Þorsteinsson, f. 22. júlí 1903, d. 15. febrúar 1995, og kona hans Pála Jónína Pálsdóttir húsfreyja, f. 17. janúar 1906, d. 20. janúar 1991.

Páll sótti stýrimannanámskeið og lauk minna fiskimannaprófi 1965 í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1965.
Hann var allar vetrarvertíðir frá 1950 til 1964, háseti, eða stýrimaður. Hann flutti til Eyja 1964 og var ýmist stýrimaður eða háseti á síldar- og loðnuveiðum til 1973. Þá flutti hann til Selfoss og stundaði afgreiðslustörf, síðan vörubílaakstur frá vori 1973.
Þau Þorgerður giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn, en misstu fyrsta barn sitt nýfætt. Þau bjuggu við Birkihlíð 3 í Eyjum, en síðan við Lambhaga 13 á Selfossi.

I. Kona Bergs, (16. maí 1965), var Þorgerður Dagbjartsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 28. október 1931, d. 28. júlí 2022.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 1963, d. 1963.
2. Dagrún Pálsdóttir, f. 31. desember 1964. Maður hennar Kristján Karl Heiðberg.
3. Bergur Pálsson, f. 31. desember 1964. Kona hans Sigrún Þorkelsdóttir.
4. Baldur Pálsson, f. 22. ágúst 1968. Barnsmóðir hans Jóhanna Sigríður Esjarsdóttir. Kona hans Svava Steingrímsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 8. ágúst 2022. Minning Þorgerðar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.