Pálína Margrét Karlsdóttir Norðdahl

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Pálína Margrét Karlsdóttir Norðdahl.

Pálína Margrét Karlsdóttir Norðdahl húsfreyja fæddist 18. maí 1915 á Hofi við Landagötu 25 og lést 20. apríl 1998 á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Karl Júlíus Einarsson sýslumaður, alþingismaður, málaflutningsmaður, f. 18. janúat 1872 í Miðhúsum í Eiðaþinghá, d. 24. september 1970, og kona hans Elín Jónasdóttir Stephensen frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 26. september 1879, d. 31. janúar 1942´.

Börn Elínar og Karls:
1. Jónas Þorsteinn Karlsson, f. 10. maí 1902, d. 6. júlí 1902.
2. Jónas Karl Karlsson kennari, verkamaður í Reykjavík, f. 2. apríl 1907 í Reykjavík, d. 10. september 1984.
3. Einar Karlsson, f. 2. apríl 1907, d. 17. nóvember 1907.
4. Margrét Pálína Karlsdóttir, f. 17. apríl 1910 í Eyjum, d. 26. júlí 1911.
5. Stefán Einar Karlsson rafvirki, f. 10. maí 1913 í Eyjum, d. 13. maí 1991.
6. Pálína Margrét Karlsdóttir Norðdahl, f. 18. maí 1915, d. 20. apríl 1998.
7. Anna Guðrún Karlsdóttir hárgreiðslukona í Reykjavík, f. 13. mars 1917, d. 1. nóvember 1944.
Barn Karls með Guðrúnu Pétursdóttur frá Tjörn í Hún, f. 19. september 1895:
8. Gunnar Svanhólm Júlíusson bifreiðastjóri, verkamaður í Reykjavík, f. 23. júlí 1918 í Reykjavík, d. 16. apríl 1978.
Barn Karls með Margréti Ásmundsdóttur, f. 18. ágúst 1893, d. 14. október 1963:
9. Gunnar Viggó Jóelsson járnsmíðameistari, f. 12. júní 1918 í Reykjavík, d. 19. desember 1990.

Þau Kjartan giftu sig 1936, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Stangarholti og í Bólstaðarhlíð í Reykjavík.
Pálína lést 1998 og Kjartan 2000.

I. Maður Pálínu Margrétar, (26. september 1936), var Kjartan Norðdahl Guðmundsson símamaður, f. 4. júlí 1905, d. 5. ágúst 2000. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon Norðdahl bóndi, trésmiður, veitingamaður á Geithálsi við Reykjavík, f. 14. desember 1842, d. 17. febrúar 1929, og Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Geithálsi, f. 23. júní 1876, d. 14. júlí 1968.
Börn þeirra:
1. Elín Kjartansdóttir Norðdahl, f. 24. janúar 1939.
2. Kjartan Kjartansson Norðdahl, f. 20. maí 1940.
3. Anna Katrín Kjartansdóttir Norðdahl, f. 29. apríl 1952.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.