Oddur Bjarnason (Kastala)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Oddur Bjarnason bóndi í Norðurgarði og á Gjábakka, síðar tómthúsmaður í Kastala, fæddist 1746 og lést líklega fyrir mt. 1816.

Oddur var bóndi í Norðurgarði 1786 og 1789. Hann var ekkill og bóndi á Gjábakka 1798 og í Kastala 1798 og 1801.

Oddur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Ragnhildur Magnúsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 1752, d. 5. nóvember 1789 úr „sinakreppu“, líklega stífkrampa, (ginklofa).
Börn þeirra hér:
1. Magnús Oddsson, f. 1783, d. 30. janúar 1785, tveggja ára.
2. Margrét Oddsdóttir, f. 30. júlí 1786, d. 5. ágúst 1786 úr ginklofa.
3. Hjalti Oddsson, f. 14. september 1787, d. 20. september 1787 úr ginklofa.
4. Jón Oddsson, f. 29. nóvember 1788, d. 7. desember 1788 úr ginklofa.

II. Síðari kona Odds, (trúlofun í desember 1798), var Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1760, líklega látin fyrir mt. 1816.<br Börn þeirra:
5. Helgi Oddsson, f. 9. ágúst 1798, d. 19. ágúst úr ginklofa.
6. Sesselja Oddsdóttir, f. 27. maí 1803, d. 4. júní 1803 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.