Oddný Runólfsdóttir (Drangastekk)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Oddný Runólfsdóttir frá Böðvarsdal í Vopnafirði, húsfreyja á Drangastekk þar og á Hvítingavegi 8 fæddist 2. mars 1876 í Böðvarsdal í Vopnafirði og lést 27. júní 1947.
Foreldrar hennar voru Runólfur Guðmundsson bóndi í Eyjaseli í Kirkjubæjarsókn á Héraði 1860, f. 1825, á lífi 1875, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1838, á lífi 1910.

Oddný var sveitarómagi með ekkjunni og vinnukonunni móður sinni í Bakkagerði í Kirkjubæjarsókn í N-Múl. 1880, með húskonunni móður sinni á Höfða í Vopnafirði 1890, vinnukona á Vopnafirði 4. heimili 1893, gift kona á Vopnafirði 7. heimili hjá yfirsetukonunni 1896 með barnið Guðbjörgu á fyrsta ári, en Ólafur var á Vopnafirði 2. heimili. Þau voru komin á Drangastekk 1898.
Þau Ólafur bjuggu á Drangastekk 1901 og enn 1920, fluttust til Eyja 1926.
Þau bjuggu á Hvítingavegi 8, Snæfelli 1930 með stóran barnahóp. Jónína húsfreyja, ljósmóðir, sem fluttist til Eyja frá Norðfirði 1923, var gift Filippusi Árnasyni, bjó með honum í Vatnsdal 1930. Leigjandi þar var Runólfur Ólafsson bróðir hennar, sem fluttist 14 ára til Eyja 1918, en starfaði síðar á Akranesi.
Þau Ólafur bjuggu á Hvítingavegi 8, uns þau fluttust að Hvanneyri í skjól barna sinna. Þar voru þau 1945, og Ólafur 1949 hjá Ólafi syni sínum.
Oddný lést 1947 og Ólafur 1957.

I. Maður Oddnýjar, (1896), var Ólafur Oddsson útvegsbóndi í Vopnafirði, síðar verkamaður í Eyjum, f. 16. ágúst 1871 á Ragnheiðarstöðum í Flóa, d. 1. mars 1957.
Börn Ólafs og Oddnýjar:
1. Guðbjörg Ólafsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, f. 6. september 1896, d. 3. febrúar 1952. Maður hennar var Sigurbjörn Arngrímsson bóndi, verkamaður, f. 1883, d. 1970.
2. Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. janúar 1898, d. 15. júní 1997. Maður hennar var Nicolai Þorsteinsson f. 30. júní 1897, d. 2. ágúst 1965.
3. Laufey Ólafsdóttir, f. 21. maí 1899, d. 22. maí 1899.
4. Ólafur Ólafsson skipstjóri á hafnarbátunum Brimli og Létti, f. 5. desember 1900 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 8. ágúst 1978.
5. Laufey Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. maí 1902, d. 9. febrúar 1985.
6. Jónína Ólafsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 14. júní 1903 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 25. júlí 1971.
7. Runólfur Ólafsson sjómaður, bólstrunarmeistari, húsvörður á Akranesi, f. 24. október 1904, d. 14. febrúar 1991.
8. Þórður Ólafsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 24. maí 1906 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 18. maí 1975.
9. Margrét Ólafsdóttir, síðast á Selfossi, f. 10. nóvember 1907, d. 24. ágúst 1985.
10. Ásgerður Theodóra Ólafsdóttir, f. 29. september 1910 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 23. desember 1988.
11. Karen Ólafsdóttir, f. 1912, d. 10. ágúst 1913, ,,eins árs“.
12. Ólöf Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1914 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 16. janúar 1986.
13. Valgeir Ólafsson sjómaður, verkamaður, f. 30. september 1916 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 9. janúar 1991.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.