Oddný Guðrún Sigurðardóttir

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Oddný Guðrún Sigurðardóttir.

Oddný Guðrún Sigurðardóttir frá Helli fæddist 28. ágúst 1927 í Helli og lést 26. febrúar 1997.
Foreldrar hennar voru Sigurður Gíslason múrarameistari í Helli, f. 8. júní 1885 í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum, d. 6. júní 1951, og kona hans Oktavía Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1893, d. 22. október 1980.

Börn Oktavíu Guðnýjar og Sigurðar voru:
1. Andvana stúlka, f. 16. ágúst 1921 í Hraungerði.
2. Elsa Dóróthea Sigurðardóttir á Húsavík, f. 4. nóvember 1922, d. 7. júní 1997.
3. Oddný Guðrún Sigurðardóttir í Hafnarfirði , f. 28. ágúst 1927, d. 26. febrúar 1997.
4. Guðmundur Vignir Sigurðsson í Eyjum, f. 20. desember 1933, d. 5. nóvember 1978.

Oddný Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, vann við fiskiðnað, en síðar á ævinni vann hún þjónustustörf, m.a. mörg ár á Hótel Loftleiðum. Þau Ágúst bjuggu í Helli og eignuðust þar þrjár dætur og Oddný Guðrún fæddi fjórða barn þeirra á Skjúkrahúsinu þar eftir lát Ágústs. Það barn dó rúmlega mánaðar gamalt.
Hún eignaðist barn í Eyjum með Valtý Guðmundssyni bifreiðastjóra í Reykjavík 1960.
Hún giftist Gunnari Gísla Halldórssyni 1967, bjó í Hafnarfirði og eignaðist með honum eitt barn.
Oddný Guðrún lést 1997 og Gunnar Gísli 1999.

I. Unnusti Oddnýjar Guðrúnar var Ágúst Eiríksson Hannesson húsgagnasmiður frá Hvoli við Urðaveg, f. 2. ágúst 1927, fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. janúar 1951.
Börn þeirra:
1. Guðrún Helga Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 18. september 1944 í Helli.
2. Magnúsína Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 19. mars 1946 í Helli.
3. Oktavía Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, snyrtifræðingur, f. 13. júní 1947 í Helli.
4. Stúlka, f. 13. maí 1951 á sjúkrahúsinu í Eyjum, d. 20. júní 1951.

II. Barnsfaðir Oddnýjar Guðrúnar var Valtýr Guðmundsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 24. júlí 1928, d. 29. nóvember 2015. Foreldrar hans voru Guðrún Gísladóttir húsfreyja og bóndi í Króki í Ásahreppi, Rang., f. 13. desember 1889, d. 6. september 1935, og maður hennar Guðmundur Ólafsson bóndi, f. 21. desember 1888, d. 2. maí 1989.
Barn þeirra:
5. Anna María Valtýsdóttir húsfreyja, afgreiðslukona, f. 2. september 1960 á Sjúkrahúsinu í Eyjum.

III. Maður Oddnýjar Guðrúnar, (13. maí 1967), var Gunnar Gísli Halldórsson stýrimaður frá Hafnarfirði, f. 13. ágúst 1924, d. 2. mars 1999. Foreldrar hans voru Amalía Gísladóttir húsfreyja, f. 25. desember 1896, d. 13. nóvember 1969, og Halldór Guðmundsson sjómaður, f. 24. október 1889, d. 11. júlí 1938.
Barn þeirra:
6. Hafsteina Gunnarsdóttir húsfreyja, afgreiðslukona, f. 19. ágúst 1967. Fyrri maður hennar var Helgi Bentsson, f. 2. janúar 1962. Síðari maður er Þorkell Love, f. 8. maí 1966.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 6. mars 1997. Minning.
  • Oktavía Ágústsdóttir.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.