Matthías Jónsson (Fossi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Matthías Jónsson frá Fossi á Síðu, V.-Skaft. fæddist þar 20. febrúar 1868 og lést 23. júlí 1900 á Borgarfirði eystra.
Foreldrar hans voru Jón Gissurarson vinnumaður, húsmaður, bóndi, f. 31. maí 1842 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi í V.-Skaft., d. 8. júní 1876, og kona hans Guðlaug Guðmundsdóttir húskona, húsfreyja, f. 1. ágúst 1844 í Hörgsdal á Síðu, V.-Skaft., d. 16. apríl 1888 í Hryggjum í Mýrdal.

Matthías var með foreldrum sínum í Hæðargarði í Landbroti, V.-Skaft. 1868-1869, á Grímsstöðum í Meðallandi þar 1869-1885, var vinnumaður í Krosshjáleigu í Landeyjum 1890.
Hann fór til Eyja 1891, var þar til 1894, en fór þá til Seyðisfjarðar, og þaðan til Borgarfjarðar eystra, var þar sjómaður í Bakkagerði, er hann lést.
Hann eignaðist tvíbura með Guðnýju 1892, en annað dó á því ári, hitt barnið fæddist andvana.
Matthías lést 1900 á Borgarfirði eystra.

I. Barnsmóðir Matthíasar var Guðný Nikulásdóttir í Krosshjáleigu í A.-Landeyjum, síðar húsfreyja í Neðradal u. Eyjafjöllum og Krosshjáleigu í A.-Landeyjum, f. 12. september 1863, d. 28. júní 1903.
Börn þeirra:
1. Árni Matthíasson, f. 14. janúar 1892, d. 2. febrúar sama ár.
2. Andvana sonur, f. 14. janúar 1892.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.