Matthías Guðmundsson (Ketilsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Friðbjartur Matthías Guðmundsson.

Friðbjartur Matthías Guðmundsson frá Ketilsstöðum í Mýrdal, lausamaður, vinnumaður, sjómaður fæddist þar 9. apríl 1895 og lést 25. janúar 1967 í Rvk.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson húsmaður, bóndi víða, en á Brekkum í Mýrdal 1924-1928, f. 7. september 1867 á Brekkum, d. 10. mars 1964, og kona hans Rannveig Guðmundsdóttir húsfreyja, húskona, f. 2. desember 1871 á Ketilsstöðum, d. 30. júlí 1956 á Brekkum.

Matthías var með foreldrum sínum á Ketilsstöðum í Mýrdal til 1901-1905, tökubarn á Vatnsskarðshólum þar 1905-1908, vinnudrengur á Norður-Hvoli þar 1909-1910, á Litlu-Hólum þar 1910-1915.
Hann kom til Eyja 1915 frá Litlu-Hólum, var þar lausamaður, sjómaður á Skjaldbreið við Urðaveg 36 1920, fór úr Eyjum 1923 að Norðurgarði í Mýrdal, var þar vinnumaður 1923-1928, var á Brekkum hjá bróður sínum 1938-1959, í Vík hjá föður sínum og systur 1959-1964 og var þar vinnumaður til æviloka.
Matthías lést 1967 í Reykjavík.
Hann var ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.