Marta Eyjólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Marta Eyjólfsdóttir frá Steinum u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 20. apríl 1898 og lést 20. september 1994 á Skjólvangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Halldórsson bóndi, trésmiður, f. 4. desember 1864, d. 28. desember 1938, og kona hans Torfhildur Guðnadóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1871, d. 26. ágúst 1959.

Börn Torfhildar og Eyjólfs í Eyjum:
1. Marta Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1898. Maður hennar Guðjón Sveinsson.
2. Þóra Kristjana Eyjólfsdóttir ráðskona í Vöruhúsinu, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 31. janúar 1903, d. 18. febrúar 1990. Sambýlismaður hennar, skildu, var Einar Sigurðsson.
3. Anna Eyjólfsdóttir Busk húsfreyja, f. 20. apríl 1905, d. 5. mars 1994. Maður hennar Henning Busk.

Marta fluttist til Eyja 1929, giftist Guðjóni síðar á árinu.

Sólhlíð 26 árið 2013.

Þau bjuggu á Skólavegi 25 1930, á Skólavegi 1 1934. Þau byggðu húsið við Sólhlíð 26 með Sigfúsi bróður Guðjónsog bjuggu þar 1935-1948, en fluttu þá úr bænum.
Þau keyptu hús við Hofteig 22 og bjuggu þar meðan báðum entist líf. Guðjón fórst af bíslysi 1968.
Marta bjó síðar hjá syni sínum í Garðabæ, en að lokum á Skjólvangi í Hafnarfirði. Hún lést 1994.

Maður Mörtu, (21. desember 1929), var Guðjón Sveinsson sjómaður, útgerðarmaður, iðnverkamaður, f. 30. ágúst 1898, d. 15. maí 1968.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Hilmar Eyjólfur Guðjónsson bókari, f. 15. nóvember 1938 í Skarðshlíð, d. 15. maí 2019. Kynforeldrar hans voru Jón Hjörleifsson, f. 12. júlí 1898, d. 23. júlí 1973, og Guðrún systir Guðjóns Sveinssonar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.