Margrét María Þórðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Margrét María Þórðardóttir.

Margrét María Þórðardóttir tannlæknir fæddist 21. janúar 1951 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þórður Frímann Ólafsson lögfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 5. maí 1928, d. 12. ágúst 2023, og kona hans Halldóra Valgerður Hjaltadóttir húsfreyja, kennari, f. 29. maí 1927, d. 1. febrúar 2013.

Börn Halldóru og Þórðar:
1. Margrét María Þórðardóttir tannlæknir, f. 21. janúar 1951. Maður hennar Guðmundur Gunnarsson.
2. Anna Halldóra Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1. júlí 1953 í Reykjavík. Maður hennar Þórhallur Jóhannesson.
3. Gunnhildur Þórðardóttir kennari, f. 13. október 1958 í Eyjum. Maður hennar Þór Tómasson.
4. Ólafur Þórðarson arkitekt, f. 19. mars 1963. Fyrrum kona hans Lisa Gail Þórðarson. Kona hans Donna Ann Fumosa.

Margrét var með foreldrum sínum, á Hásteinsvegi 49. Hún varð stúdent í M.H. 1972, lauk tannlæknaprófi í Tannlæknaskólanum í Árósum, Danmörku í janúar 1984, varð cand. odont. Hún fékk tannlæknaleyfi 6. maí 1985.
Margrét var skólatannlæknir í Rvk frá janúar 1984 til september 1988, jafnframt aðstoðartannlæknir hjá Berki Thoroddsen og Sigurði Viggóssyni frá ágúst 1984, og í fullu starfi þar frá september 1988 til desember 1999. Hún var sjálfstætt starfandi tannlæknir í Reykjavík frá desember 1999.
Margrét sat í nefnd TFÍ , sem fjallaði um tannheilsu aldraðra (öldrunartannlækningar) 1988-1990, sat í ársþings- og endurmenntunarnefnd TFÍ 1994-1997, var ritari í stjórn TFÍ 1997-1999. Margrét sat í úrskurðarnefnd Neytendasamtakanna og TFÍ 2002-2003. Þau Guðmundur giftu sig 1980, eignuðust eitt barn.

I. Maður Margrétar, (31. desember 1980), er Guðmundur Gunnarsson arkitekt, f. 16. júlí 1951. Foreldrar hans voru Gunnar Guðmundsson læknir, prófessor, f. 25. desember 1927, d. 6. maí 1999, og kona hans Sigurrós Unnur Sigurbergsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 9. júlí 1928, d. 6. september 2021.
Barn þeirra:
1. Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, f. 15. maí 1976. Maður hennar Michael Blikdal Erichsen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.