Margrét Jónsdóttir (Hunkubökkum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Jónsdóttir frá Hunkubökkum á Síðu í V.-Skaft., vinnukona fæddist þar 3. júní 1888 og lést 18. október 1960 í Rvk.
Foreldrar hennar voru Jón Pálsson bóndi, f. 10. október 1836 á Hunkubökkum, d. 18. mars 1901, og síðari kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1856 á Núpstað, d. 10. desember 1943.

Margrét var hjá foreldrum sínum á Hunkubökkum til 1902, var tökubarn þar 1902-1903, var vinnukona á Kirkjubæjarklaustri 1903-1904. Þá fór hún til Akureyrar, var vinnukona í Norður-Vík í Mýrdal 1904-1908.
Hún fór til Eyja 1908, var þar til 1910, er hún fór til Rvk og var þar vinnukona, var verslunarkona þar 1930, var þerna á „Heklu“ um 1947.
Hún lést 1960 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.