Margrét Jóhanna Halldórsdóttir (Haga)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Margrét Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja í Haga fæddist 6. júlí 1892 í Stokkseyrarsókn og lést 7. október 1973.
Foreldrar hennar voru Vilborg Vigfúsdóttir vinnukona, f. 21. janúar 1855, d. 10. júlí 1936, og barnsfaðir hennar Halldór Pálsson frá Kumbaravogi á Stokkseyri, f. 22. júlí 1849, d. 25. apríl 1926.

Margrét Jóhanna var 9 ára, kölluð léttastúlka í Stóru-Mörk u. V-Eyjafjöllum 1901, en þar var móðir hennar þá vinnukona.
Hún fluttist til Eyja 1915, var vinnukona í Haga 1917, húsfreyja þar 1918-1922.
Barna er ekki getið.

Maður Margrétar Jóhönnu, (22. desember 1917, skildu), var Guðfinnur Þórðarson sjómaður í Haga, f. 31. júlí 1888, d. 28. ágúst 1965.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.