Margrét Helgadóttir (Miðhúsum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Margrét Helgadóttir vinnukona fæddist 24. september 1861 á Miðhúsum og lést 9. september 1945 í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson á Miðhúsum, fyrrum bóndi í Draumbæ, f. 8. september 1806, d. 3. september 1885, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Miðhúsum, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897.

Margrét var hjá foreldrum sínum á Miðhúsum 1870 og þar var einnig hálfbróðir hennar Guðmundur Einarsson. Hún var vinnukona á Gjábakka 1880, bústýra hjá Jóni Guðmundssyni ekkli á Gjábakka 1885 og 1886, eignaðist Helgu með honum 1885. Þær mæðgur fóru til Vesturheims 1888, Margrét frá Sjólyst og Helga frá Gjábakka.
Margrét nefndist vestra Mrs. John Slater Bunting.

Barnsfaðir hennar var Jón Guðmundsson, þá ekkill á Gjábakka, f. 31. júlí 1843, látinn 29. maí 1918 Vestanhafs.
Barn þeirra var
5. Helga Jónsdóttir, f. 7. september 1885. Hún fór til Vesturheims 1888.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.