Margrét Guðmundsdóttir (Háagarði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja í Háagarði fæddist 1772 og lést 10. ágúst 1843.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Bárðarson bóndi í Rimakoti í A-Landeyjum og síðar í Eyjum, f. 1745 d. 1. júlí 1813 og kona hans Þórdís Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 1744, d. 1. janúar 1840.

Margrét var systir
1. Guðfinnu Guðmundsdóttur húsfreyju og ljósmóður í Stakkagerði, konu, (skildu), Bergs Brynjólfssonar.
2. Tómasar Guðmundssonar prests í Villingaholti í Flóa.

Margrét var húsfreyja á Vilborgarstöðum 1801. Hún finnst ekki skráð með Þorvaldi og tveim lifandi börnum 1816. Hún varð ekkja 1819 og var vinnukona í Stakkagerði 1821 og 1835.
Margrét lést 1843.

Maður Margrétar, (20. júlí 1794), var Þorvaldur Gíslason bóndi í Háagarði, f. 1756, d. 19. mars 1819.
Börn þeirra hér:
1. Ingveldur Þorvaldsdóttir, f. 19. október 1794, d. 26. október 1794 úr ginklofa.
2. Guðmundur Þorvaldsson, f. 20. febrúar 1798, d. 23. febrúar 1798 úr ginklofa.
3. Þórdís Þorvaldsdóttir, f. 30. ágúst 1799, d. 9. september 1799 úr ginklofa.
4. Elín Þorvaldsson, f. 30. janúar 1802, d. 31. janúar 1802 úr ginklofa.
5. Gísli Þorvaldsson, f. 24. júlí 1803, d. 2. ágúst 1803 úr ginklofa.
6. Vigfús Þorvaldsson, f. 28. desember 1805, dó úr ginklofa, jarðs. 12. janúar 1806.
7. Guðrún Þorvaldsdóttir, f. 14. nóvember 1809, d. 18. október 1837.
8. Jórunn Þorvaldsdóttir, f. í maí 1813, d. fyrir mt. 1816, (skýrslur vantar).
9. Þórdís Þorvaldsdóttir, f. 15. september 1814, d. 11. desember 1872.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.