María Júlía Helgadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

María Júlía Helgadóttir húsfreyja, starfsmaður á Kópavogshæli, fæddist 25. júní 1935 á Skipagötu 14 á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Helgi Þorleifsson frá Ísafirði, sjómaður, f. 1. júlí 1909 á Kleifum í Ögurhreppi, N.-Ís., d. 27. ágúst 1990, og kona hans María Þorbjörg Maríasdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1914 í Bolungarvík, d. 4. október 1989.

Þau Reynir giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Illugagötu 71 frá 1965 til goss. Eftir gos bjuggu þau til að byrja með í Barnaskólanum, en keyptu síðan Sóleyjargötu 1 og bjuggu þar til ársins 1978, er þau fluttu í Kópavog. Reynir og María skildu 1992.
María varð starfsmaður á Kópavogshæli.

I. Maður Maríu Júlíu, (skildu), er Reynir Guðsteinsson skólastjóri, f. 10. maí 1933.
Börn þeirra:
1. María Björk Reynisdóttir, f. 28. apríl 1956.
2. Helgi Ingvar Reynisson, f. 30. desember 1958.
3. Guðmundur Víðir Reynisson, f. 24. apríl 1967.
4. Margrét Ósk Reynisdóttir, f. 9. júní 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.