Magnús Sigurnýjas Magnússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Sigurnýjas Magnússon frá Þórshöfn á Langanesi, bifreiðastjóri, framkvæmdastjóri fæddist 26. maí 1956.
Foreldrar hans voru Magnús Jónsson frá Læknesstöðum á Langanesi, sjómaður, útgerðarmaður, f. 23. desember 1894, d. 1. nóvember 1989, og Signý Guðbjörnsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1917, d. 21. janúar 1997.

Magnús flutti til Eyja 1977, er bifreiðastjóri. Þau Sigurlína stofnuðu fyrirtækið M. M. flutningar 1985, og fyrirtækið M. M. flutningar og kranar 2002.
Þau Sigurlína hafa búið saman, giftu sig 2002, eignuðust fjögur börn. Þau hafa búið við Áshamar 89 og við Búhamar 52.

I. Kona Magnúsar, (26. september 2020), er Sigurlína Sigurjónsdóttir frá Laugalandi, húsfreyja, skólaritari, framkvæmdastjóri, f. 15. maí 1959.
Börn þeirra:
1. Signý Magnúsdóttir endurskoðandi, einn af eigendum Deloiette, f. 22. febrúar 1978. Sambúðarmaður hennar Hermann Guðmundsson.
2. Birgir Magnússon sjómaður, f. 5. júlí 1984. Sambúðarkona hans Guðný Ósk Guðmundsdóttir.
3. Guðjón Vídalín Magnússon sjómaður, járnsmiður, f. 28. febrúar 1986, d. 10. september 2018. Barnsmóðir hans Alexandra Evudóttir.
4. Magnús Sigurnýjas Magnússon stúdent, stuðningsfulltrúi, f. 27. desember 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.