Magnús Pálsson (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Magnús Pálsson bóndi, útvegsbóndi og forsöngvari á Vilborgarstöðum fæddist 13. júlí 1816 á Uxahrygg á Rangárvöllum og lést 13. nóvember 1869 á ferð í Landeyjum.
Foreldrar hans voru Páll Pálsson frá Uxahrygg, bóndi víða, síðast á Fróðholtshóli á Rangárvöllum, f. 1790, skírður 7. október það ár, d. 30. október 1839 í Fróðholtshól, og kona hans Steinunn Guðmundsdóttir húsfreyja frá Galtarholti á Rangárvöllum, f. 27. júlí 1791 á Sperðli í Landeyjum, d. 20. mars 1864 í Fróðholtshól.

Magnús var með foreldrum sínum 1816, var vinnumaður á Uxahrygg 1835.
Þau Oddný voru gift vinnuhjú á Kálfsstöðum í Landeyjum 1840.
Hjónin eignuðust Þórð 1841, og Magnús fæddist 1843, en dó á öðrum mánuði.
Magnús var kvæntur vinnumaður hjá sr. Ásmundi Jónssyni í Odda 1845.
Þá voru þau grashúsfólk í Galtarholti 1850 með soninn Þórð 9 ára hjá sér.
1851 fluttust þau að Vilborgarstöðum úr Oddasókn með barnið Jóhönnu tveggja ára, en Þórður kom ekki með þeim.
Þau voru bændur á Vilborgarstöðum 1852. 1853 hafði Sigurður fæðst. Oddný fæddist svo 1853. Þá voru þau sjávarbændur á Vilborgarstöðum 1855 með Jóhönnu, Sigurð og Oddnýju hjá sér.
1863 var Jóhanna farin, en komin heim 1867, svo til 1869, en þá varð Oddný búandi ekkja á Vilborgarstöðum.
Magnús lést 1869.
Hann var í Herfylkingunni.

Kona Magnúsar var Oddný Þórðardóttir húsfreyja, f. 1814, d. 1888 í Vesturheimi.
Börn þeirra hér:
1. Þórður Magnússon, f. um 1841, d. 30. septemner 1851 úr barnaveikindum.
2. Magnús Magnússon, f. 9. júlí 1843 í Galtarholti, d. 29. ágúst 1843.
3. Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1850. Hún fluttist til Vesturheims.
4. Sigurður Magnússon bóndi í Vanangri, f. 22. mars 1851 í Galtarholti, d. 2. júní 1879.
Börn fædd í Eyjum:
5. Þórður Magnússon, f. 25. mars 1853, d. 1. maí 1853 úr ginklofa.
6. Oddný Magnúsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 21. ágúst 1854. Hún fluttist til Vesturheims.
7. Anna Magnúsdóttir, f. 4. júní 1856, d. 21. ágúst 1856 „af einhverskonar tæringu“.
8. Magnús Magnússon, f. 11. janúar 1859, d. 17. janúar 1859 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.