Magnús Gíslason (Gvendarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Gíslason bóndi í Gvendarhúsi fæddist í Ystaskála í Holtssókn u. Eyjafjöllum 15. ágúst 1795 og drukknaði 5. mars 1834.
Foreldrar hans voru Gísli Ólafsson bóndi í Ormskoti, síðar tómthúsmaður í Gíslahjalli, f. 1754, d. 15. júní 1829 í Gvendarhúsi, og kona hans Þorbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1760, d. 20. október 1830 í Gvendarhúsi.

Magnús var með fjölskyldu sinni í Ormskoti 1801 og með foreldrum sínum og Kristínu systur sinni í tómthúsmennsku þeirra á Gjábakka 1814.
Hann var vinnumaður í Nýjabæ 1815.
Þau Þuríður voru húsmennskufólk í Þorlaugargerði 1820, hann 26 ára og hún 28 ára, en 1821 voru þau komin að Gvendarhúsi og þar var Eyjólfur bróðir hennar hjá þeim, 14 ára, og síðan til tvítugs.
Þuríður var bústýra í Gvendarhúsi hjá Jóni Símonarsyni húsbónda 24 ára. Við skráningu 1835 var Jón sonur hans kominn til þeirra, tveggja ára.
Þau Jón og Þuríður giftust og bjuggu þar síðan.

Magnús drukknaði undan Nausthamri 5. mars 1834 í Þurfalingsslysinu.

Kona Magnúsar, (22. nóvember 1818), var Þuríður Erasmusdóttir húsfreyja, f. 1791, d. 25. febrúar 1866.
Barn þeirra var
1. Andvana fædd stúlka 15. júní 1829.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.