Magnús Þórðarson (Sjólyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Þórðarson formaður í Sjólyst fæddist 20. september 1874 og lést 2. nóvember 1919.
Foreldrar hans voru Þórður Jónsson bóndi í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, f. 1. júní 1846, d. 15. apríl 1887, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir ljósmóðir, húsfreyja, f. 10. júlí 1851, d. 15. júní 1936.

Magnús var með foreldrum sínum í Hamragörðum í æsku, en faðir hans lést 1887. Hann var með móður sinni og stjúpa þar 1890.
Magnús fluttist til Eyja frá Lágafelli í A-Landeyjum 1897, tómthúsmaður. Hann kvæntist Guðríði, sem þá var ekkja í Sjólyst. Hann bjó með henni, Tómasi syni hennar og Guðrúnu móður sinni í Sjólyst 1901, bjó þar með Guðríði og sonum hennar þar 1906 og 1907, en var farinn þaðan 1908.
Hann fluttist frá Eyjum til Vesturheims 1909.
Magnús kvæntist Vigdísi Jónsdóttur vestra 1911. Hún var frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, en hafði verið vinnukona í Ásgarði hjá Gíslínu móðursystur sinni og alið ófeðrað andvana barn þar 1908 og flutt vestur 1910.
Magnús stundaði daglaunastörf vestra.
Þau Vigdís eignuðust 4 börn í Kanada áður en Magnús lést 1919.

I. Fyrri kona Magnúsar var Guðríði Bjarnadóttur húsfreyja í Sjólyst, þá ekkja eftir Guðjón Jónsson; hún f. 22. ágúst 1855, d. 15. febrúar 1931.

II. Síðari kona Magnúsar, (2. nóvember 1911), var Vigdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. janúar 1885, á lífi 1965. Börn þeirra Vigdísar:
1. Karólina.
2. Guðrún Ingibjörg.
3. Leifur Þorvaldur.
4. Pálína Salóme.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.