Málhildur Jónsdóttir (Kornhól)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Málhildur Jónsdóttir vinnukona í Kornhól, f. 1778 í Klauf í Landeyjum.
Hún var 19 ára vinnukona í Klasbarðahjáleigu í V-Landeyjum 1801.
Málhildur var komin til Eyja 1816 og var þá bústýra í Svaðkoti hjá Einari Jónssyni ókvæntum bónda þar.
Hún var vinnukona í Kornhól við fæðingu Jóns 1820, á Vilborgarstöðum 1824 og fluttist þá að Gjábakka, 46 ára vinnukona. Hún finnst ekki í Eyjum síðan. Málhildur var 55 ára vinnukona í Akurey í V-Landeyjum 1835, á Skinnum í Djúpárhreppi 1840, á Eystri-Hól þar 1845, niðursetningur í Stóra-Rimakoti (Borg) þar 1850, í Ölversholti í Holtahreppi 1855, í Þjóðólfshaga þar 1860.
Málhildur var ógift.

I. Barnsfaðir Málhildar var Einar Snorrason, þá vinnumaður á Búastöðum, f. 19. september 1794, d. 18. maí 1866.
Barn þeirra var
5. Jón Einarsson, f. 22. desember 1820, d. 31. desember 1820 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.