Lilja Sigurðardóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Lilja Sigurðardóttir.

Lilja Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 14. júlí 1942 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigurður Runólfsson fulltrúi, f. 3. september 1911, d. 18. október 1995, og kona hans Laufey Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 11. september 1915, d. 3. apríl 1998.

Lilja varð gagnfræðingur í Hagaskóla í Rvk 1959, sótti námskeið við biblíu- og kristniboðsskólann Fjellhaug í Ósló 1 vetur, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í september 1971.
Hún var hjúkrunarfræðingur á handlækningadeild Borgarspítalans maí 1973-15. september 1973, á lyflækningadeild Sjúkrahúss Vestmannaeyja janúar 1976- 1. júní 1976, í afleysingum þar 1975-1985, í Dvalarheimilinu í Seljahlíð frá 1. júlí 1986-1994, í öldrunarþjónustu Háteigskirkju 1994-1999. Hún vann í æskulýðsstarfi KFUK í Vindáshlíð, í Reykjavík og Eyjum.
Þau Gísli giftu sig 1968, eignuðust sex börn.

I. Maður Lilju, (2. mars 1968), er Gísli Halldór Friðgeirsson eðlisfræðingur, kennari, skólameistari, f. 13. nóvember 1943 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Guðrún Soffía Gísladóttir, sálfræðingur, f. 5. febrúar 1969. Fyrrum maður hennar Jón Ágúst Reynisson.
2. Laufey Gísladóttir, kennari, flugfreyja, f. 21. október 1970. Maður hennar Sigfús Ingvason.
3. Sigurgeir Gíslason, rafmagnsverkfræðingur f. 24. apríl 1974. Kona hans Ísabella Theódórsdóttir.
4. Þóra Gísladóttir, tónlistarmaður, kennari, kórstjóri, býr í Noregi, f. 1. september 1976. Maður hennar Björn Sigurðsson.
5. Sigurður Bjarni Gíslason, umhverfis- og byggingaverkfræðingur, f. 12. september 1978. Kona hans Laufey Aðalsteinsdóttir.
6. Hanna Gísladóttir, iðjuþjálfi í Svíþjóð, f. 18. júlí 1982. Maður hennar Sigurður Ragnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Lilja og Gísli.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.