Laufey Kristjánsdóttir (Fögrubrekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Laufey Kristjánsdóttir húsfreyja, verkakona fæddist 11. nóvember 1939 á Fögrubrekku.
Foreldrar hennar voru Kristján Björnsson frá Kirkjulandi, verkstjóri, útgerðarmaður, lagerstjóri, f. 4. nóvember 1916, d. 27. ágúst 1979, og kona hans Petrónella Sigríður Ársælsdóttir frá Fögrubrekku, húsfreyja, f. 26. maí 1921, d. 30. október 2006.

Börn Petrónellu og Kristjáns:
1. Laufey Kristjánsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 11. nóvember 1939 á Fögrubrekku. Fyrrum maður hennar Sigurður Þórarinsson. Maður hennar Birgir Hannesson.
2. Birna Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 6. febrúar 1942 á Fögrubrekku, d. 22. mars 2022. Maður hennar Jón Hannesson.
3. Kristján Sigurður Kristjánsson sjómaður, skipstjóri, innheimtumaður í Hvalfjarðargöngum, f. 16. október 1947 á Helgafellsbraut 1. Kona hans Sigríður Árnadóttir.
4. Ásta Gunna Kristjánsdóttir húsfreyja, bókari í Reykjavík, f. 30. júlí 1958 á Sj. Maður hennar Steinar Steinarsson.

Laufey var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Sólhlíð 24, á Túngötu 18 og við Sóleyjargötu, en skildu.
Laufey bjó í 3 ár hjá móðurforeldrum sínum á Fögrubrekku, flutti til Akraness, býr við Jaðarsbraut.
Þau Birgir giftu sig 1973, eignuðust tvö börn. Birgir lést 2005.

I. Maður Laufeyjar, skildu, var Sigurður Þórarinsson verkstjóri, tónlistarmaður, f. 14. september 1934, d. 22. janúar 2019.
Börn þeirra:
1. Margrét Sigurðardóttir matreiðslukona við leikskóla á Akranesi, f. 27. febrúar 1957 að Helgafellsbraut 1. Maður hennar Guðmundur Rúnar Davíðsson.
2. Ella Kristín Sigurðardóttir (Birgisdóttir) starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur, f. 20. október 1958. Barnsfaðir hennar Hafþór Harðarson.
3. Jóhann Þór Sigurðsson tækjamaður við höfnina hjá Grundartanga í Hvalfirði, f. 4. október 1959. Kona hans Guðrún Eiríksdóttir.

II. Maður hennar, (28. ágúst 1973), var Birgir Hannesson ættaður frá Deildartungu í Reykholtsdal, bóndi, rak svínabú og verktöku, f. 29. september 1941 í Norðtungu á Akranesi, d. 4. febrúar 2005. Foreldrar hans voru Hannes Frímann Jónsson, f. 24. júlí 1902, d. 12. júní 1966, og Ástríður Torfadóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1905, d. 6. júlí 1996.
Börn þeirra:
4. Hannes Viktor Birgisson málari, f. 28. mars 1971. Kona hans Ólafía Harðardóttir.
5. Marta María Birgisdóttir viðskipta- og tölvufræðingur í Svíþjóð, f. 7. mars 1973. Maður hennar Erik Nygren.
Fósturbörn Birgis voru börn Laufeyjar úr fyrra hjónabandi, Margrét, Ella Kristín og Jóhann Þór Sigurðarbörn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.