Laufey Ólafsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Laufey Ólafsdóttir)
Fara í flakk Fara í leit

Laufey Ólafsdóttir tónmenntakennari fæddist 29. júlí 1968 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Guðfinna Lilja Guðlaugsdóttir, húsfreyja, tónmenntakennari, f. 14. október 1948 í Rvk, og Ólafur Jónsson, skrifstofumaður, tónlistarmaður, f. 23. júní 1948, d. 27. júlí 2023.

Börn Guðfinnu og Ólafs:
1. Laufey Ólafsdóttir tónmenntakennari, f. 29. júlí 1968. Maður hennar Indriði Óskarsson.
2. Guðlaugur Ólafsson skipstjóri, f. 25. júlí 1974. Kona hans Ester Fríða Ágústsdóttir.

Laufey nam tónlist og tónlistarkennslu.
Þau Indriði giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau búa í Garðabæ.

I. Maður Laufeyjar er Indriði Óskarsson matvælafræðingur, f. 6. ágúst 1967. Foreldrar hans Óskar Friðbjarnarson, bóndi, útgerðarmaður, kennari, fiskverkandi, f. 5. nóvember 1927, d. 4. desemer 2014, og kona hans Fjóla Svanfríður Hannesdóttir, húsfreyja, f. 9. júní 1928, d. 27. október 2019.
Barn þeirra:
1. Auður Indriðadóttir, f. 27. febrúar 2000 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.