Kristján Guðmundsson (Kirkjudal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristján Sigurður Guðmundsson sjómaður fæddist 18. nóvember 1877 á Eysteinseyri í Tálknafirði og lést 8. mars 1938.
Foreldrar hans voru Guðmundur Sörensson bóndi á Eysteinseyri, í Norður-Botni og Þinghól í Stóru-Laugardalssókn í Barð., f. 18. júlí 1848, d. 16. október 1928, og kona hans Kristín Bjarnadóttir húsfreyja, f. 27. október 1856, d. 19. ágúst 1924.

Kristján var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Bjarney giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Sæbóli í Stóru-Laugardalssókn 1910, á Öskubrekku í Ketildalahreppi Barð. 1920. Þau skildu.
Þau Efemía hófu búskap, hún ráðskona. Þau áttu ekki börn saman, en Kristján fóstraði Unu dóttur Efemíu. Þau bjuggu í Kirkjudal við Skólaveg 45 1930, í Króki við Hafnargötu 3 1934.
Kristján lést 1938 og Efemía 1967.

I. Kona Kristjáns, (7. október 1899, skildu]], var Bjarney Bjarnadóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1867, d. 19. júlí 1947. Foreldrar hennar voru Bjarni Guðbjargarson, f. 18. febrúar 1842, d. 12. febrúar 1910, og Guðrún Bjarnadóttir, f. 26. apríl 1838, d. 28. nóvember 1921.
Börn þeirra hér nefnd:
1. Hermann Kristjánsson útgerðarmaður á Patreksfirði og í Reykjavík, f. 18. júní 1900, d. 8. mars 1977.
2. Guðrún Bjarnína Kristjánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. desember 1901, d. 7. maí 1991.
3. Guðmunda Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. desember 1903, d. 28. desember 1991.
4. Júlíus Kristjánsson sjómaður, fisksali, síðast í Reykjavík, f. 16. júlí 1905, d. 3. júlí 1982.
5. María Kristjánsdóttir húsfreyja á Patreksfirði, f. 6. október 1908, d. 2. apríl 1939.

II. Ráðskona Kristjáns var Efemía Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 18. október 1898 í Neðri-Lág í Eyrarsveit, d. 18. september 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.