Kristján Guðjónsson (prentari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristján Guðjónsson.

Kristján Guðjónsson prentari fæddist 3. maí 1892 í Sölvaholti í Hraungerðishreppi, Árn. og lést 26. desember 1945.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson bóndi, steinsmiður, f. 3. desember 1848, d. 22. júní 1914, og kona hans Þórunn Jónsdóttir bústýra, f. 3. október 1853, d. 25. mars 1933.

Kristján var með foreldrum sínum í æsku, við Grettisgötu 19B 1910.
Hann lærði prentiðn í Gutenberg frá 1906 og vann þar við setningu til haustsins 1915, sigldi þá til Khafnar og vann þar hjá S. L. Möller um tveggja ára skeið. Hann kom þá aftur og vann um tíma þar til hann réði sig til Prentsmiðju Vestmannaeyja, sem Gísli J. Johnsen keypti til Eyja, og vann þar 1917-1920.
Hann vann síðan hjá Gutenberg til æviloka 1945.
Þau Kristín giftu sig 1923, eignuðust eitt barn.
Kristín lést 1989.

I. Kona Kristjáns, (3. október 1923), var Kristín Guðmundsdóttir frá Nýlendu u. Eyjafjöllum, f. 9. desember 1894, d. 10. janúar 1989. Foreldrar hennar voru Guðmundur Vigfússon bóndi, f. 9. desember 1853, d. 6. apríl 1927, og kona hans Anna Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1859, d. 25. febrúar 1945.
Barn þeirra:
1. Ágúst Jóhannes Kristjánsson verslunarmaður í Khöfn, f. 10. apríl 1915, d. 19. febrúar 1982.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1959.
  • Bókagerðarmenn frá upphafi prentlistar á Íslandi. Svanur Jóhannesson, Ari Gíslason, Sverrir Marinósson. Bókbindarafélag Íslands, Hið íslenska prentarafélag, Grafíska sveinafélagið, 1976.
  • Íslendingabók.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.