Kristján Einarsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristján Einarsson.

Kristján Einarsson frá Þjóðólfshaga í Holtum, Rang., skipstjóri, netamaður fæddist 15. febrúar 1906 og lést 7. október 1974.
Foreldrar hans voru Einar Sveinsson bóndi, verkamaður, f. 15. apríl 1864 í Svaðbæli u. Eyjaflöllum, d. 23. júní 1917, og kona hans Steinunn Guðmundsdóttir frá Steinum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 12. september 1867, d. 7. febrúar 1919.

Móðurbróðir Kristjáns var
1. Helgi Guðmundsson í Dalbæ, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. júlí 1870, d. 11. mars 1924.

Kristján var með foreldrum sínum í Þjóðólfshaga, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1907, var með þeim á Njálsgötu 29B 1910.
Hann missti föður sinn ellefu ára og móður sína 13 ára.
Kristján var hjá Guðrúnu systur sinni og manni hennar Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sjómanni á Efri-Grund í Grindavík 1920.
Hann hóf sjómennsku í Eyjum 1925 og fluttist þangað 1928.
Kristján tók hið minna fiskimannapróf 1928 var m.a. með Kristbjörgu VE 112, Sleipni VE 280, Snorra goða VE 138.
Þegar hann hætti sjómennsku vann hann í Veiðarfæragerð Vestmannaeyja.
Þau Margrét giftu sig 1928, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess.
Þau bjuggu á Vestmannabraut 72 í fyrstu, síðan á Heiðarbóli við Brekastíg 8, í Ási við Kirkjuveg 49 og að síðustu og lengst í Sóleyjartungu við Brekastíg 21.
Kristján lést 1974 og Margrét 1997.

I. Kona Kristjáns, (22. desember 1928), var Margrét Jónsdóttir frá Steig í Mýrdal, húsfreyja, f. 18. febrúar 1908, d. 9. mars 1997.
Börn þeirra:
1. Haukur Kristjánsson sjómaður, vélstjóri, bifreiðastjóri hjá Esso, f. 2. apríl 1930 á Vestmannabraut 72, d. 16. október 2015. Kona hans Ester Friðjónsdóttir.
2. Jóna Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 7. október 1931 á Heiðarbóli, d. 11. apríl 2019. Maður hennar Kári Birgir Sigurðsson.
3. Garðar Hafsteinn Kristjánsson, f. 18. október 1934 í Ási, d. 22. ágúst 1935.
4. Guðbjörg Kristjánsdóttir röntgenmyndari, f. 23. janúar 1936 í Ási, d. 15. janúar 2013. Maður hennar Jóhann Ingvar Guðmundsson.
5. Edda Kristjánsdóttir verslunarmaður, f. 13. febrúar 1939 í Sóleyjartungu. Barnsfaðir Reynir Oddsson. Fyrrum sambýlismaður Herbert Árnason.
6. Ester Kristjánsdóttir húsfreyja, starfsmaður Sjúkrahússins, f. 3. maí 1944 í Sóleyjartungu. Maður hennar Sigurður Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.