Kristinn Clausen (Litlabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Engilbert Kristinn Clausen frá Litlabæ fjármálastjóri, heildsali fæddist 20. desember 1944 og lést 20. janúar 1997.
Foreldrar hans voru Eyvindur Alfreð Clausen málarameistari, söngvari, f. 7. maí 1918, d. 26. nóvember 1981, og kona hans Kristín Jóhanna Engilbertsdóttir frá Litlabæ, húsfreyja, höfundur dægurlagatexta, f. þar 5. nóvember 1923, d. 25. desember 1980.

Börn Kristínar Jóhönnu og Alfreðs:
1. Engilbert Kristinn Clausen.
2. Steinar Már Clausen, f. 7. ágúst 1947.
3. Róbert Atli Clausen, f. 22. maí 1950.
4. Jón Einar Clausen, f. 28. desember 1951.
Barn Kristínar Jóhönnu og Njáls Guðmundssonar:
5. Elín Bára Njálsdóttir, f. 3. júní 1956.
Börn Alfreðs með öðrum konum:
6. Ragnheiður Þórkatla Clausen, f. 13. júní 1960.
7. Kristín Edda Clausen, f. 23. maí 1939, d. 2. júní 2014.
8. Hallfríður Alfreðsdóttir, f. 11. apríl 1954.

Kristinn ólst upp í Reykjavík.
Hann lærði niðursuðufræði í niðursuðuskólanum Stavanger í Noregi og síðan markaðs- og rekstrarfræði við háskólann þar.
Kristinn varð fjármálastjóri hjá Handels Finance (síðar Handelsbanken) í Stavanger og vann þar í allmörg ár.
Hann flutti til landsins 1982, rak ásamt Ragnheiði, síðari konu sinni, heildverslun, innflutning og sölu á málningu, framleiðslu á fúavarnarefnum og fleira.
Þau Signe giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Ragnheiður giftu sig, eignuðust tvö börn, og hún átti tvö börn áður.
Kristinn lést 1997 og Ragnheiður 2016.

I. Kona Kristins var Signe Gjöse, norskrar ættar. Þau skildu 1976. Hún er látin.
Börn þeirra:
1. Guðrún Hrund Gjöse Clausen, f. 22. júní 1967 í Noregi. Maður hennar var Oli Waage. Sambúðarmaður hennar Dan Rune Nymoen. Þau búa í Noregi.
2. Ole Kristen Clausen. Hann býr í Stavanger.

II. Kona Kristins var Ragnheiður Blandon húsfreyja, f. 12. nóvember 1951, d. 20. janúar 2016. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Blandon heildsali, f. 27. apríl 1920, d. 29. nóvember 1997, og kona hans Hulda Hjálmarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 19. nóvember 1926, d. 21. júlí 2001.
Börn þeirra:
3. Kristín Clausen, f. 27. ágúst 1984. Sambúðarmaður Arnar B. Sigurðsson.
4. Ragnar Steinn Clausen, f. 27. desember 1988. Sambúðarkona hans Jóhanna Soffía Sigurðardóttir.
Börn Ragnheiðar úr fyrri samböndum:
5. Þorsteinn Kristinsson, f. 24. ágúst 1970. Kona hans Prapaporn Thanrasa.
6. Hörður Þór Sigurðsson, f. 12. september 1975. Sambúðarkona hans Anna Kristín Birkisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.