Kristbjörn Ægisson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristbjörn Ægisson.

Kristbjörn Ægisson, verkamaður, bifreiðastjóri fæddist 15. júní 1967 og lést 13. nóvember 2016.
Foreldrar hans voru Ægir Sigurðsson frá Brekku, sjómaður, matsveinn, f. 10. ágúst 1945, d. 20. september 2015, og kona hans Jenný Ásgeirsdóttir frá Rvk, húsfreyja, f. 1. nóvember 1943.

Kristbjörn var með foreldrum sínum, á Herjólfsgötu 5.
Hann var verkamaður, síðar bifreiðastjóri hjá Olís í Rvk.
Kristbjörn eignaðist barn með Helenu 1999.
Unnusta Kristbjarnar er Svanbjörg K. Magnúsdóttir.

I. Barnsmóðir Kristbjarnar er Helena Benjamínsdóttir, f. 2. júní 1975.
Barn þeirra:
1. Sólrún Líf Kristbjörnsdóttir, f. 31. mars 1999.

II. Unnusta Kristbjarnar er Svanbjörg Kristjana Magnúsdóttir, f. 29. nóvember 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.