Kristín Óskarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Óskarsdóttir frá Reykjavík, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 23. febrúar 1955.
Foreldrar hennar Óskar Maríus Hallgrímsson, rafvirki, deildarstjóri hjá Rafmagnseftirliti ríkisins, f. 18. mars 1922, d. 4. október 2009, og kona hans Margrét Ragna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1929, d. 25. maí 2014.

Kristín var í Lindargötuskóla í Rvk, 5. og 6. bekk 1972-1974, lauk námi í HSÍ 1. september 1978.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Landakotsspítala, gjörgæsludeild september 1978 til júní 1983, á Hrafnistu í Rvk júní 1983 til mars 1986, Sjúkrahúsinu í Eyjum apríl 1986 til október 1988, á Hrafnistu í Rvk frá október 1988. (Þannig 1990).
Þau Agnar giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Kristínar er Agnar Ívar Agnarsson vélstjóri, f. 15. október 1954. Foreldrar hans Agnar Magnússon verslunarmaður í Rvk, f. 8. febrúar 1907, d. 4. mars 1970, og kona hans Anna Guðný Laxdal húsfreyja, f. 28. nóvember 1922, d. 11. desember 1999.
Börn þeirra:
1. Jóhann Helgi Agnarsson, f. 28. ágúst 1982. Kona hans Helga Björg Árnadóttir.
2. Óskar Matthías Agnarsson, f. 2. nóvember 1987.
3. Magnús Karl Agnarsson, f. 5. ágúst 1989. (Þannig 1990).


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.