„Bátsferð með Ása í Bæ“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Setti tengil.)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:


[[Mynd:Jsþ 0753 smáeyjar.jpg|thumb|300px|Smáeyjar]]
[[Mynd:Jsþ 0753 smáeyjar.jpg|thumb|300px|Smáeyjar]]
Framan af árum vélbátaútgerðar meðan fleytur voru smærri og vanbúnari, þótti sjómönnum hinsvegar sem þeir væru úr öllum háska þegar þeir í aftakaveðrum náðu hingað í skjól fjallsins og lágu oft af sér veður þar til fært þótti að halda í höfn. Og áfram siglum við hjá litlum dröngum sem kenndir eru við [[Eiði | Eiðið]], en þar voru Írarnir að matargerð þegar Ingólfur kom vaðandi að þeim. Við lónum innan við [[Stóri-Örn | Stóra-Örn]]. Á vinstri hönd er [[Klifið]] þar til komið er að Vatnshellum. Hér beygjum við upp að berginu og þig kann að furða hvort nú skuli haldið beint inn í fjallið, en brátt er komið að lágu opi og gegnum það förum við og erum þá komin í mikla klettahöll. Hátt í hvirfli hennar er dulítill gluggi, en til austurs geysivíðar dyr sem liggja út á [[Æðisandur | Æðasand]], og ef við viljum getum við lent hér inni í mjúkum sandi hellisins og gengið gegnum dyrnar út á Æðasand. Ég giska á að þessi hamrahöll sé stærstur allra hella í Eyjum. Héðan höldum við sem leið liggur hjá [[Eysteinsvík]] um [[Gat]], en svo heitir hér, því eitt sinn var hér steinbogi milli klettanna, en hrundi í jarðskjálfta skömmu fyrir aldamótin (1800-1900). Hér er [[Ufsaberg]] með sínum [[Skötukjaftur | Skötukjafti]], síðan kemur [[Stafsnes|Stafsnesið]] og við okkur blasa smáeyjar: [[Grasleysa]], [[Hrauney]], [[Hani]] og [[Hæna]]. Við stefnum á Hænu, þar er [[Kafhellir]], en mörgum finnst hann sérkennilegast hellirinn í Eyjum. Þegar við komum í hann verðum við að staldra um stund til að venjast birtunni; loftið líkist einna helst gömlu bronsi og skiptir þó mjög litlum eftir því hvernig birtan fellur og báturinn hreyfist. Um sjávarmál er oft litskrúðugt belti, gult, rauðgult og grænt, sjávargróður sem vex hér í skugganum, einkum ef sumar er sjávarstillt.
Framan af árum vélbátaútgerðar meðan fleytur voru smærri og vanbúnari, þótti sjómönnum hinsvegar sem þeir væru úr öllum háska þegar þeir í aftakaveðrum náðu hingað í skjól fjallsins og lágu oft af sér veður þar til fært þótti að halda í höfn. Og áfram siglum við hjá litlum dröngum sem kenndir eru við [[Eiði | Eiðið]], en þar voru Írarnir að matargerð þegar Ingólfur kom vaðandi að þeim. Við lónum innan við [[Stóri-Örn | Stóra-Örn]]. Á vinstri hönd er [[Klif|Klifið]] þar til komið er að Vatnshellum. Hér beygjum við upp að berginu og þig kann að furða hvort nú skuli haldið beint inn í fjallið, en brátt er komið að lágu opi og gegnum það förum við og erum þá komin í mikla klettahöll. Hátt í hvirfli hennar er dulítill gluggi, en til austurs geysivíðar dyr sem liggja út á [[Æðisandur | Æðasand]], og ef við viljum getum við lent hér inni í mjúkum sandi hellisins og gengið gegnum dyrnar út á Æðasand. Ég giska á að þessi hamrahöll sé stærstur allra hella í Eyjum. Héðan höldum við sem leið liggur hjá [[Eysteinsvík]] um [[Gat]], en svo heitir hér, því eitt sinn var hér steinbogi milli klettanna, en hrundi í jarðskjálfta skömmu fyrir aldamótin (1800-1900). Hér er [[Ufsaberg]] með sínum [[Skötukjaftur | Skötukjafti]], síðan kemur [[Stafsnes|Stafsnesið]] og við okkur blasa smáeyjar: [[Grasleysa]], [[Hrauney]], [[Hani]] og [[Hæna]]. Við stefnum á Hænu, þar er [[Kafhellir]], en mörgum finnst hann sérkennilegast hellirinn í Eyjum. Þegar við komum í hann verðum við að staldra um stund til að venjast birtunni; loftið líkist einna helst gömlu bronsi og skiptir þó mjög litlum eftir því hvernig birtan fellur og báturinn hreyfist. Um sjávarmál er oft litskrúðugt belti, gult, rauðgult og grænt, sjávargróður sem vex hér í skugganum, einkum ef sumar er sjávarstillt.


Ef bjart er af vestursól lýsir inn um litla rifu í norðurhorninu, og sé ekki of flóðhátt kemur líka birta undan berginu vestanmegin, það nær ekki nema skammt niður fyrir sjávarmál, og róti maður með ári í sjónum þarna upp við bergið er líkast því að sé að verið að hræra í bráðnuðu silfri. En fyrir utan þá margvíslegu liti sem hér er að sjá finnst manni undarlegt að vera hér og hafa allt fjallið fyrir sér. Þegar aftur kemur út í birtuna stefnum við á [[Stórhöfði | Stórhöfða]], en takið eftir drangnum sem rís úr sjónum þarna skammt vestan við Hænu, hann heitir [[Jötunn]], örmjór og hallar lítið eitt til suðurs. Efst á honum er mannsmynd sem horfir upp og suður, og í hæfilegri fjarlægð er þessi mynd sem væri hún höggvin af meistarahöndum og minnir helst á styttur af einhverjum postulanna.  
Ef bjart er af vestursól lýsir inn um litla rifu í norðurhorninu, og sé ekki of flóðhátt kemur líka birta undan berginu vestanmegin, það nær ekki nema skammt niður fyrir sjávarmál, og róti maður með ári í sjónum þarna upp við bergið er líkast því að sé að verið að hræra í bráðnuðu silfri. En fyrir utan þá margvíslegu liti sem hér er að sjá finnst manni undarlegt að vera hér og hafa allt fjallið fyrir sér. Þegar aftur kemur út í birtuna stefnum við á [[Stórhöfði | Stórhöfða]], en takið eftir drangnum sem rís úr sjónum þarna skammt vestan við Hænu, hann heitir [[Jötunn]], örmjór og hallar lítið eitt til suðurs. Efst á honum er mannsmynd sem horfir upp og suður, og í hæfilegri fjarlægð er þessi mynd sem væri hún höggvin af meistarahöndum og minnir helst á styttur af einhverjum postulanna.  

Leiðsagnarval