„Heimaeyjargosið“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:


== Björgunaraðgerðir á fólki og munum ==
== Björgunaraðgerðir á fólki og munum ==
Bæjarbúar söfnuðust fljótt og vel niður á [[bryggja|bryggju]]. Mikið þakkarefni í sambandi við gosið er óveðrið daginn fyrir gosið. Þá höfðu allir bátar komið í land vegna óveðurs og veðrið hafði skánað til muna með kvöldinu. Lagði fyrsti báturinn af stað með fólk um hálfþrjú, aðeins hálftíma eftir upphaf gossins. Af því má sjá að þrátt fyrir að ekkert hafi verið undirbúið voru menn í viðbragðsstöðu. Bátarnir tóku frá 50 manns upp í 400. Sjóferðin var ekki skemmtileg fyrir neinn. Vont var í sjóinn og ofan á [[sjóveiki]] og vanlíðan, bættust áhyggjur um framtíð bæjarins, húsa og lífsviðurværis. Björgunaraðgerðir fóru þó almennt vel fram og undir morgun komu bátar til Þorlákshafnar þar sem að tekið var á móti örvingluðu fólkinu. Langflestir voru fluttir með skipum en nokkur hundruð manns voru fluttir með flugvélum. Allur tiltækur flugfloti, jafnt litlar og smáar vélar, fór strax um nóttina frá Reykjavík og sótti aðallega aldraða og sjúka. Að morgni fyrsta gosdags var búið að flytja alla íbúa eyjunnar upp á meginlandið, að undanskildum 200-300 manns sem urðu eftir til að sinna þeim verkum sem þurfti að vinna.  
Bæjarbúar söfnuðust fljótt og vel niður á [[bryggja|bryggju]]. Mikið þakkarefni í sambandi við gosið er óveðrið daginn fyrir gosið. Þá höfðu allir bátar komið í land vegna óveðurs og veðrið hafði skánað til muna með kvöldinu. Lagði fyrsti báturinn af stað með fólk um hálf þrjú, aðeins hálftíma eftir upphaf gossins. Af því má sjá að þrátt fyrir að ekkert hafi verið undirbúið voru menn í viðbragðsstöðu. Bátarnir tóku frá 50 manns upp í 400. Sjóferðin var ekki skemmtileg fyrir neinn. Vont var í sjóinn og ofan á [[sjóveiki]] og vanlíðan, bættust áhyggjur um framtíð bæjarins, húsa og lífsviðurværis. Björgunaraðgerðir fóru þó almennt vel fram og undir morgun komu bátar til Þorlákshafnar þar sem að tekið var á móti örvingluðu fólkinu. Langflestir voru fluttir með skipum en nokkur hundruð manns voru fluttir með flugvélum. Allur tiltækur flugfloti, jafnt litlar og smáar vélar, fór strax um nóttina frá Reykjavík og sótti aðallega aldraða og sjúka. Að morgni fyrsta gosdags var búið að flytja alla íbúa eyjunnar upp á meginlandið, að undanskildum 200-300 manns sem urðu eftir til að sinna þeim verkum sem þurfti að vinna.  


Strax og ljóst var að björgunaraðgerðir á fólki höfðu heppnast sem skildi var hafist handa við að bjarga því sem var hægt að bjarga af eignum fólks. Hafist var handa í austurbænum, þeim hluta sem að stóð næst eldsupptökum. Hjólin tóku að snúast eftir nokkra daga. Björgunarsveitir komu ofan af landi og fljótt varð til samfélag. Samfélag þar sem að flestir unnu kauplaust, fengu einungis mat og húsaskjól í laun og ekkert var öruggt varðandi starfsumhverfi. Sjálfboðaliðar úr trésmiðafélögum í Reykjavík negldu fyrir glugga sem sneru að eldgosinu. Nokkur hús féllu saman vegna gjalls á þökum og því fóru trésmiðirnir einnig í að styrkja húsþök, á meðan stúdentar ruddu gjallið af þökunum. Nóg var að gera og var mikið álag á lúnu hjálparfólki. Heilu búslóðirnar voru fluttar upp á land eða komið í örugga geymslu. [[Bílaeign]] Vestmannaeyinga var mikil og hátt í þúsund bílum komið á fast Ísland. Með ótrúlegu þrekvirki náðist að koma í veg fyrir milljarðatjón á eignum bæjarbúa.
Strax og ljóst var að björgunaraðgerðir á fólki höfðu heppnast sem skildi var hafist handa við að bjarga því sem var hægt að bjarga af eignum fólks. Hafist var handa í austurbænum, þeim hluta sem að stóð næst eldsupptökum. Hjólin tóku að snúast eftir nokkra daga. Björgunarsveitir komu ofan af landi og fljótt varð til samfélag. Samfélag þar sem að flestir unnu kauplaust, fengu einungis mat og húsaskjól í laun og ekkert var öruggt varðandi starfsumhverfi. Sjálfboðaliðar úr trésmiðafélögum í Reykjavík negldu fyrir glugga sem sneru að eldgosinu. Nokkur hús féllu saman vegna gjalls á þökum og því fóru trésmiðirnir einnig í að styrkja húsþök, á meðan stúdentar ruddu gjallið af þökunum. Nóg var að gera og var mikið álag á lúnu hjálparfólki. Heilu búslóðirnar voru fluttar upp á land eða komið í örugga geymslu. [[Bílaeign]] Vestmannaeyinga var mikil og hátt í þúsund bílum komið á fast Ísland. Með ótrúlegu þrekvirki náðist að koma í veg fyrir milljarðatjón á eignum bæjarbúa.
Lína 18: Lína 18:
Öfugt við bjartsýni Eyjamanna í byrjun árs 1973 voru jarðfræðingar ekki bjartsýnir varðandi hið nýja eldgos.  Fyrstu dagana var gosið dæmigert sprungugos. Sprungurnar voru 1600 metra langar og röðuðu 30-40 gígar sér þar. Hraunkvikan leitaði út í sjó og kom það sér vel fyrir byggðina og innsiglinguna. En það var aðeins fyrstu dagana.  Ekki leist mönnum á blikuna í byrjun febrúar þegar neðansjávarsprunga opnaðist við hafnarmynnið. Frá 4.-20. febrúar var höfninni lokað og umferð bönnuð. [[Höfnin]] lokaðist þó ekki en hraunstraumurinn reyndi aftur á taugar manna með straumi í hafnarmynnið frá 9. mars. Þá hafði hraunkælingin sitt að segja.  
Öfugt við bjartsýni Eyjamanna í byrjun árs 1973 voru jarðfræðingar ekki bjartsýnir varðandi hið nýja eldgos.  Fyrstu dagana var gosið dæmigert sprungugos. Sprungurnar voru 1600 metra langar og röðuðu 30-40 gígar sér þar. Hraunkvikan leitaði út í sjó og kom það sér vel fyrir byggðina og innsiglinguna. En það var aðeins fyrstu dagana.  Ekki leist mönnum á blikuna í byrjun febrúar þegar neðansjávarsprunga opnaðist við hafnarmynnið. Frá 4.-20. febrúar var höfninni lokað og umferð bönnuð. [[Höfnin]] lokaðist þó ekki en hraunstraumurinn reyndi aftur á taugar manna með straumi í hafnarmynnið frá 9. mars. Þá hafði hraunkælingin sitt að segja.  


[[Mynd:Andstæður.jpg|thumb|left|Andstæður hraunsins]]
[[Mynd:Andstæður.jpg|thumb|left|Andstæður hraunsins.]]
Í lok febrúar safnaðist hraun saman norðan við gígmynnið. Varnargarðar höfðu verið byggðir til varnar bænum og höfninni. Hraunið tók að streyma í tungu frá gígmynninu og ógnaði varnargörðunum. Ekki var hægt að dæla á hrauntunguna sökum þess að vegalengdin frá sjó var of mikil. Þess vegna gerðist það aðfararnótt 18. mars að varnargarðurinn brast með þeim afleiðingum að 10 hús fóru undir. Næstu daga fóru enn fleiri hús undir hraun. Verst var áhlaup 300 m breiðrar tungu fimmtudagskvöldið 22. mars sem fór yfir 70 hús og stöðvaðist niðri á Heimagötu.  
Í lok febrúar safnaðist hraun saman norðan við gígmynnið. Varnargarðar höfðu verið byggðir til varnar bænum og höfninni. Hraunið tók að streyma í tungu frá gígmynninu og ógnaði varnargörðunum. Ekki var hægt að dæla á hrauntunguna sökum þess að vegalengdin frá sjó var of mikil. Þess vegna gerðist það aðfararnótt 18. mars að varnargarðurinn brast með þeim afleiðingum að 10 hús fóru undir. Næstu daga fóru enn fleiri hús undir hraun. Verst var áhlaup 300 m breiðrar tungu fimmtudagskvöldið 22. mars sem fór yfir 70 hús og stöðvaðist niðri á Heimagötu.  


Lína 24: Lína 24:
Strax fyrstu gosnóttina hófst gríðarleg skipulagning á því hvernig fólksflutningunum skyldi hátta. Einhvers staðar þurfti að koma rúmlega 4.000 manns fyrir upp á landi. Á þessum tíma voru Vestmannaeyingar 2,5% landsmanna og því mikið verkefni fyrir höndum að koma börnum í skóla, fólki í vinnu og finna húsnæði fyrir fjölskyldur. Viðlagasjóður og ríkisstjórnin sáu til þess að Vestmannaeyingar fengu allt það nauðsynlegasta. Ýmis félagasamtök hjálpuðu til og gáfu t.d. [[Aðventistar]] föt öllum sem þurftu. Samhugurinn og samúðin var hjá Eyjamönnum. Fljótlega bárust rausnarleg hjálparframlög í ýmsum myndum víðsvegar að. Erlendar ríkisstjórnir gáfu peninga og fjársafnanir voru í Noregi og Færeyjum. Frá Norðurlöndum og Kanada voru keypt 550 tilbúin hús og þeim plantað víðs vegar um land, þó einkum suðvestanlands.
Strax fyrstu gosnóttina hófst gríðarleg skipulagning á því hvernig fólksflutningunum skyldi hátta. Einhvers staðar þurfti að koma rúmlega 4.000 manns fyrir upp á landi. Á þessum tíma voru Vestmannaeyingar 2,5% landsmanna og því mikið verkefni fyrir höndum að koma börnum í skóla, fólki í vinnu og finna húsnæði fyrir fjölskyldur. Viðlagasjóður og ríkisstjórnin sáu til þess að Vestmannaeyingar fengu allt það nauðsynlegasta. Ýmis félagasamtök hjálpuðu til og gáfu t.d. [[Aðventistar]] föt öllum sem þurftu. Samhugurinn og samúðin var hjá Eyjamönnum. Fljótlega bárust rausnarleg hjálparframlög í ýmsum myndum víðsvegar að. Erlendar ríkisstjórnir gáfu peninga og fjársafnanir voru í Noregi og Færeyjum. Frá Norðurlöndum og Kanada voru keypt 550 tilbúin hús og þeim plantað víðs vegar um land, þó einkum suðvestanlands.


== Hvað á fellið að heita ? ==
== Hvað á fellið að heita? ==
Fljótlega var farið að tala um nafn á nýja fellið og sýndist sitt hverjum. Lýst var eftir nafni í stuttri grein í Morgunblaðinu og tillögum rigndi inn, bæði í Eyjapistil og í lesendabréfum til dagblaðanna. Margir vildu nefna það Kirkjufell vegna Kirkjubæjanna, aðrir voru mun frumlegri og vildu nefna fellið Þrym, Gribbu, Bessa, Gám, Glám, Hroll, Spáfell eða Bæjarfell. Alls bárust á þriðja tug nafna.
Fljótlega var farið að tala um nafn á nýja fellið og sýndist sitt hverjum. Lýst var eftir nafni í stuttri grein í Morgunblaðinu og tillögum rigndi inn, bæði í Eyjapistil og í lesendabréfum til dagblaðanna. Margir vildu nefna það Kirkjufell vegna Kirkjubæjanna, aðrir voru mun frumlegri og vildu nefna fellið Þrym, Gribbu, Bessa, Gám, Glám, Hroll, Spáfell eða Bæjarfell. Alls bárust á þriðja tug nafna.
Niðurstaða Örnefnanefndar var tilkynnt 24. apríl 1973.
Niðurstaða Örnefnanefndar var tilkynnt 24. apríl 1973.
Lína 34: Lína 34:


== Lífið eftir gos ==
== Lífið eftir gos ==
[[Mynd:Eldfell-toppur.jpg|thumb|left|250px|Hraunið séð af toppi Eldfells]]Margir íbúar Eyja ætluðu að koma heim bara daginn eftir upphaf gossins. Morgunblaðið greindi frá því þann 26. janúar að gosið væri í rénun og Eyjamenn gætu komist fljótt heim. Þetta gaf mönnum von um að komast fljótt heim. Eflaust hafa margir misst vonina eftir því sem lengra leið á gosið og settust að upp á landi. Stór hluti kom þó til baka og í nóvember 1973 höfðu rúmlega 2000 manns snúið til baka. Þeim sem sneru til baka beið mikil og erfið vinna. Af þeim 1350 húsum bæjarins, fóru 417 eignir  undir hraun og önnur 400 skemmdust að einhverju eða miklu leyti. Menn voru yfirleitt bjartsýnir á framtíðina og hófu uppbyggingu fljótt og örugglega. Margar fjölskyldur einstaklingar fluttu ekki til baka. Ástæður þess voru margar, t.d. treysti fólk sér ekki tl að flytja aftur þar sem húsin þeirra voru komin undir hraun eða það fékk góða atvinnu og húsnæði á meginlandinu.  
[[Mynd:Eldfell-toppur.jpg|thumb|left|250px|Hraunið séð af toppi Eldfells.]]Margir íbúar Eyja ætluðu að koma heim bara daginn eftir upphaf gossins. Morgunblaðið greindi frá því þann 26. janúar að gosið væri í rénun og Eyjamenn gætu komist fljótt heim. Þetta gaf mönnum von um að komast fljótt heim. Eflaust hafa margir misst vonina eftir því sem lengra leið á gosið og settust að upp á landi. Stór hluti kom þó til baka og í nóvember 1973 höfðu rúmlega 2000 manns snúið til baka. Þeim sem sneru til baka beið mikil og erfið vinna. Af þeim 1350 húsum bæjarins, fóru 417 eignir  undir hraun og önnur 400 skemmdust að einhverju eða miklu leyti. Menn voru yfirleitt bjartsýnir á framtíðina og hófu uppbyggingu fljótt og örugglega. Margar fjölskyldur einstaklingar fluttu ekki til baka. Ástæður þess voru margar, t.d. treysti fólk sér ekki tl að flytja aftur þar sem húsin þeirra voru komin undir hraun eða það fékk góða atvinnu og húsnæði á meginlandinu.  
Margt jákvætt fylgdi gosinu fyrir bæjarfélagið. Fyrir gos hafði uppfyllingarefni verið stórt vandamál. Hvergi var efni að fá og þurfti mikið jarðrask til þess að útvega efni. Í gosinu kom upp nægilegt uppfyllingarefni fyrir allar framkvæmdir svo langt sem augað eygir. [[Heimaey]] stækkaði um 2,2 km² í eldgosinu og býður þessi viðbót upp á óteljandi möguleika varðandi framkvæmdir, ferðamennsku og útivist. Hraunið gerði innsiglu í höfnina enn betri og lokaði á suðaustan-vindinn sem vildi herja á höfnina. Hraunið sem menn héldu að ætlaði að eyðileggja höfnina gerði hana að einni allra bestu höfninni á landinu.
Margt jákvætt fylgdi gosinu fyrir bæjarfélagið. Fyrir gos hafði uppfyllingarefni verið stórt vandamál. Hvergi var efni að fá og þurfti mikið jarðrask til þess að útvega efni. Í gosinu kom upp nægilegt uppfyllingarefni fyrir allar framkvæmdir svo langt sem augað eygir. [[Heimaey]] stækkaði um 2,2 km² í eldgosinu og býður þessi viðbót upp á óteljandi möguleika varðandi framkvæmdir, ferðamennsku og útivist. Hraunið gerði innsiglu í höfnina enn betri og lokaði á suðaustan-vindinn sem vildi herja á höfnina. Hraunið sem menn héldu að ætlaði að eyðileggja höfnina gerði hana að einni allra bestu höfninni á landinu.


Lína 40: Lína 40:


== Uppgröftur á húsum ==
== Uppgröftur á húsum ==
[[Mynd:Pompei.jpg|thumb|left|250px|Svona leit Suðurvegur 25 við fyrstu sýn]]Allmörgum árum eftir lok gossins, eða 32 árum, hófst uppgröftur á húsum við Suðurveg. Uppgröfturinn er í tengslum við verkefnið [[Pompei Norðursins]]. Kemur á óvart hversu hús eru heilleg.
[[Mynd:Pompei.jpg|thumb|left|250px|Svona leit Suðurvegur 25 við fyrstu sýn.]]Allmörgum árum eftir lok gossins, eða 32 árum, hófst uppgröftur á húsum við Suðurveg. Uppgröfturinn er í tengslum við verkefnið [[Pompei Norðursins]]. Kemur á óvart hversu hús eru heilleg.




943

breytingar

Leiðsagnarval