70.938
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
|||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Blik 1980|Efnisyfirlit]] | |||
== Kaupfélag Vestmannaeyja, framhald == | |||
<br> | |||
Í maílok 1962 lét Einar Árnason af kaupfélagsstjórastarfinu. Þá sendi S.Í.S. Kaupfélaginu nýjan kaupfélgsstjóra, [[Guðni B. Guðnason (kaupfélagsstjóri)|Guðna Björgvin Guðnason]] að nafni. Hann hafði getið sér góðan orðstír í kaupfélagsstjórastarfi austur á Eskifirði. Hann var hinn áttundi í röðinni þessi rúmlega 12 ár, sem Kaupfélagið hafði nú verið starfrækt. – Og nú var eins og við manninn mælt. Við fyrstu kynni mín af þessum manni og starfi hans óx mér traust á honum og álit. Þess vegna leið ekki á löngu þar til við í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja komum til móts við hann miðra garða á viðskiptasviðinu. Þau viðskipti urðu síðan mikil.<br> | Í maílok 1962 lét Einar Árnason af kaupfélagsstjórastarfinu. Þá sendi S.Í.S. Kaupfélaginu nýjan kaupfélgsstjóra, [[Guðni B. Guðnason (kaupfélagsstjóri)|Guðna Björgvin Guðnason]] að nafni. Hann hafði getið sér góðan orðstír í kaupfélagsstjórastarfi austur á Eskifirði. Hann var hinn áttundi í röðinni þessi rúmlega 12 ár, sem Kaupfélagið hafði nú verið starfrækt. – Og nú var eins og við manninn mælt. Við fyrstu kynni mín af þessum manni og starfi hans óx mér traust á honum og álit. Þess vegna leið ekki á löngu þar til við í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja komum til móts við hann miðra garða á viðskiptasviðinu. Þau viðskipti urðu síðan mikil.<br> | ||
Undir eins fyrsta árið, sem Guðni B. Guðnason var kaupfélagsstjóri, fór hagur Kaupfélagsins stórlega batnandi. Við árslok 1962 kom berlega í ljós, að hagur Kaupfélagsins hafði batnað um kr. 250.000,00 og höfðu þá allar afskriftir átt sér stað. Að sjálfsðgðu átti Einar Árnason kaupfélagsstjóri sinn þátt í þessum bætta hag, þar sem Guðni tók ekki við framkvæmdastjórastarfinu fyrr en í júní um sumarið.<br> | Undir eins fyrsta árið, sem Guðni B. Guðnason var kaupfélagsstjóri, fór hagur Kaupfélagsins stórlega batnandi. Við árslok 1962 kom berlega í ljós, að hagur Kaupfélagsins hafði batnað um kr. 250.000,00 og höfðu þá allar afskriftir átt sér stað. Að sjálfsðgðu átti Einar Árnason kaupfélagsstjóri sinn þátt í þessum bætta hag, þar sem Guðni tók ekki við framkvæmdastjórastarfinu fyrr en í júní um sumarið.<br> | ||
Lína 39: | Lína 45: | ||
Rétt fyrir jólin 1972 var svo fastráðinn kaupfélagsstjóri. Sá hét [[Ragnar Snorri Magnússon]] úr Kópavogi. Svo dundu ósköpin yfir. Aðfaranótt 23. jan. 1973 brauzt út [[Heimaeyjargosið|eldgos]] á austanverðri Heimaey. Fólkið flýði unnvörpum úr kaupstaðnum á vélbátaflota sínum, sem lá allur í höfn. | Rétt fyrir jólin 1972 var svo fastráðinn kaupfélagsstjóri. Sá hét [[Ragnar Snorri Magnússon]] úr Kópavogi. Svo dundu ósköpin yfir. Aðfaranótt 23. jan. 1973 brauzt út [[Heimaeyjargosið|eldgos]] á austanverðri Heimaey. Fólkið flýði unnvörpum úr kaupstaðnum á vélbátaflota sínum, sem lá allur í höfn. | ||
Í byrjun ársins 1973 rak Kaupfélag Vestmannaeyja þessar verzlanir: Matvöruverzlun að Bárustíg 7, Hólagötu 28, Heimagötu 35-37 og að Kirkjuvegi 21 (Brynjúlfsbúð). Þá rak Kaupfélagið vefnaðarvöru- og búsáhaldadeild að Bárustíg 6 og svo fyrirtækið Timbursöluna við [[Garðavegur|Garðaveg]] á Flötum. Alls unnu þá 26 manns hjá K.F.V.<br> | Í byrjun ársins 1973 rak Kaupfélag Vestmannaeyja þessar verzlanir: <br> | ||
Matvöruverzlun að Bárustíg 7, Hólagötu 28, Heimagötu 35-37 og að Kirkjuvegi 21 (Brynjúlfsbúð). Þá rak Kaupfélagið vefnaðarvöru- og búsáhaldadeild að Bárustíg 6 og svo fyrirtækið Timbursöluna við [[Garðavegur|Garðaveg]] á Flötum. Alls unnu þá 26 manns hjá K.F.V.<br> | |||
Fyrstu fjóra sólarhringana eftir að eldgosið hófst, var ekkert aðhafzt á vegum Kaupfélagsins. Þá öftruðu bönn hins opinbera valds öllum ferðum til Eyja. Eftir jaml og juð í fjóra daga fékkst loks leyfi til að senda fimm manns til Eyja til þess að líta eftir eignum Kaupfélagsins.<br> | Fyrstu fjóra sólarhringana eftir að eldgosið hófst, var ekkert aðhafzt á vegum Kaupfélagsins. Þá öftruðu bönn hins opinbera valds öllum ferðum til Eyja. Eftir jaml og juð í fjóra daga fékkst loks leyfi til að senda fimm manns til Eyja til þess að líta eftir eignum Kaupfélagsins.<br> | ||
Voru þá sendar til Reykjavíkur allar bókhaldsbækur þess, skrifstofuvélar og svo vörur úr þeim búðum þess, sem voru í mestri hættu sökum hraunrennslis, svo sem búðin að Heimagötu 35-37 og Kirkjuvegi 21. - Matvörusendingar úr bænum kostuðu nokkurn úlfaþyt stjórnandi manna í hinum yfirgefna kaupstað sökum þess, að margir unnu í bænum við margvísleg björgunarstörf. Allt það vinnulið þurfti fæði. - Og svo lá brátt beiðni fyrir stjórn K.F.V. frá Almannavarnaráði, að Kaupfélagið hefði opna búð í kaupstaðnum til hagræðis fyrir björgunarfólk og lögreglulið. Með þessari beiðni sinni sýndu stjórnarvöldin Kaupfélaginu mikið traust og væntu mikils af því í þessum nauðum öllum. - Kaupfélagsstjórnin hélt fundi sína í Sambandshúsinu í Reykjavík á neyðartímunum. Og hún sendi brátt tvo menn til Eyja til þess að opna þar búð björgunar- og lögregluliðinu til hjálpar og þjónustu.<br> | Voru þá sendar til Reykjavíkur allar bókhaldsbækur þess, skrifstofuvélar og svo vörur úr þeim búðum þess, sem voru í mestri hættu sökum hraunrennslis, svo sem búðin að Heimagötu 35-37 og Kirkjuvegi 21. - Matvörusendingar úr bænum kostuðu nokkurn úlfaþyt stjórnandi manna í hinum yfirgefna kaupstað sökum þess, að margir unnu í bænum við margvísleg björgunarstörf. Allt það vinnulið þurfti fæði. - Og svo lá brátt beiðni fyrir stjórn K.F.V. frá Almannavarnaráði, að Kaupfélagið hefði opna búð í kaupstaðnum til hagræðis fyrir björgunarfólk og lögreglulið. Með þessari beiðni sinni sýndu stjórnarvöldin Kaupfélaginu mikið traust og væntu mikils af því í þessum nauðum öllum. - Kaupfélagsstjórnin hélt fundi sína í Sambandshúsinu í Reykjavík á neyðartímunum. Og hún sendi brátt tvo menn til Eyja til þess að opna þar búð björgunar- og lögregluliðinu til hjálpar og þjónustu.<br> | ||
Lína 116: | Lína 123: | ||
Í rekstri K.F.V. hafa skipzt á skin og skúrir eins og í rekstri flestra fyrirtækja okkar á þessu landi nú undanfarin 17 ár. Tilfinnanlegur halli hefur orðið á rekstri þess sum þessi ár, þó að vel hafi því verið stjórnað á undanförnum árum að flestra dómi. Að sjálfsögðu höfðu eldsumbrotin á Heimaey og afleiðingar þeirra mikinn rekstrarhalla í för með sér. Afleiðingar þeirra hörmunga hefðu orðið K.F.V. næsta örlagaríkrar, ef ekki hefði komið til góð hjálp og svo velviljaður skilningur og traust Eyjamanna. | Í rekstri K.F.V. hafa skipzt á skin og skúrir eins og í rekstri flestra fyrirtækja okkar á þessu landi nú undanfarin 17 ár. Tilfinnanlegur halli hefur orðið á rekstri þess sum þessi ár, þó að vel hafi því verið stjórnað á undanförnum árum að flestra dómi. Að sjálfsögðu höfðu eldsumbrotin á Heimaey og afleiðingar þeirra mikinn rekstrarhalla í för með sér. Afleiðingar þeirra hörmunga hefðu orðið K.F.V. næsta örlagaríkrar, ef ekki hefði komið til góð hjálp og svo velviljaður skilningur og traust Eyjamanna. | ||
::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']] | |||
[[Blik 1980/ Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum (framhald), III. hluti|Til baka]] | |||
{{Blik}} | {{Blik}} |