„Blik 1976/Skýrsla Rauða Kross Íslands og Hjálparstofnunar kirkjunnar um öflun fjár og framlög til uppbyggingar Eyjabyggðar“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 95: Lína 95:
Erlendu gjafafé var ráðstafað beint til kaupa innfluttra heimila og er miðað við daggengi, er greiðslur gengu til framleiðenda.
Erlendu gjafafé var ráðstafað beint til kaupa innfluttra heimila og er miðað við daggengi, er greiðslur gengu til framleiðenda.


Hinn 19. maí 1973 réðst Rauði Krossinn í að kaupa 13 íbúða blokk, sem var þá fokheld. Var það Björn Traustason, húsasmíðameistari, sem  bauð eignina til kaups, og sá jafn-framt  um alla innréttingu.
Bréf Rauða Krossins til Bæjarstjórnar  Vestmannaeyinga um kaupin er dags. 7. júní 1973 og hljóðar svo:
„Stjórn Rauða Kross Íslands ákvað á fundi sínum í dag að afhenda Vest-mannaeyjakaupstað til umráða fyrir aldraða Vestmannaeyinga íbúðir þær, sem hann á í smíðum að Kleppsvegi 32, og afhentar verða 1. sept.n.k. íbúðirnar eru afhentar yður með þessum skilmálum:
* 1. Vestmannaeyjakaupstaður annist rekstur hússins og nauðsynlegt viðhald.
* 2. Kaupstaðurinn greiði af eigninni skatta og skyldur.
* 3. Kaupstaðurinn geri leigusamninga með þeim skyldum, að einstakar íbúðir verði ekki leigðar lengur en til árs í senn.
* 4. Leigu  fyrir  umræddar  íbúðir verði stillt í hóf, en hún leggst ó-skipt til kaupstaðarins. Haft verði samráð við Rauða Kross íslands um framlengingu samnings.
* 5. Eigninni verði skilað i sama ástandi og hún er við afhendingu að öðru leyti en sem nemur eðlilegu sliti.
Rauði Kross Íslands mun ekki hafa afskipti af ráðstöfun íbúðarhússins í Síðumúla. Væntum þess, að vel takist til um ráðstöfun íbúðanna og að þær verði til góðs fyrir aldraða og þurfandi Eyjabúa. Væntum við, að bæjarstjórnin fallist á ofanritað og staðfesti það bréflega.
''Rauði Kross Íslands''."
Tólf íbúðir hafa frá janúar 1974 til þessa verið setnar öldruðu fólki frá Vestmannaeyjum. Eru íbúðirnar að stærð milli 50 og 60 fermetrar. Búið er að ganga frá öllu umhverfi hússins. Kjallaraíbúð hússins, sem er yfir 90 m, var seld, er hún var tilbúin.
Í apríl 1973 ákvað Rauði Krossinn í samráði við bæjarstjórn Vestmannaeyja að sjá um innréttingar 18 íbúða fyrir aldrað fólk frá Vestmannaeyjum í leiguhúsnæði í húsinu nr. 21 við Síðumúla í Reykjavík. 13 íbúðanna urðu tæplega 50 m að stærð, en fjórar nokkuð stærri, þ. e. 55 og 60 m. Vestmannaeyjabær gerði leigusamning um húsnæðið. Var flutt í allar íbúðirnar í desember 1973 og janúar 1974 og eru þær allar (17 talsins, þar sem einni íbúðinni var breytt í sameiginlega setustofu) setnar í dag.<br>
Þegar líða tók á sumarið 1973 var stofnað til samstarfs (sem starfaði um tíma undir nafninu Vesthjálp), sem að stóðu fulltrúi bæjarstjórnar Vestmannaeyja, Rauði Krossinn og Hjálparstofnun kirkjunnar. Starfaði nefndin með víðtækri aðstoð verkfræðiskrifstofu Hagverks. Í nefndinni störfuðu einkum Eggert Ásgeirsson og Björn Tryggvason af hálfu Rauða Krossins, Páll Bragi Kristjónsson af hálfu Hjálparstofnunar kirkjunnar, Magnús Magnússon, bæjarstjóri, og Gunnar Torfason af hálfu Hagverks. Samstarf Rauða Krossins og Hjálparstofnunarinnar kom m. a. til af því, að norska gjöfin, „''Hándslag til Ísland''", hafði verið afhent stofnununum sameiginlega.<br>
Var nefndinni vandi á höndum að athuga og undirbúa sem bezt, hvernig hinni stóru gjöf frá Noregi yrði bezt varið. Meðan óvissa ríkti enn um endurbyggð í Vestmannaeyjum, athugaði nefndin að koma upp barnaheimilum á landinu, þar sem Vestmannaeyingar höfðu einkum setzt að. Þá var og í athugun að koma upp dvalarheimili við Borgarspítalann í Reykjavík.<br>
Viðhorf breyttust er líða tók á árið og Vestmannaeyingar fóru að snúa heim í september það ár. Rauði Krossinn átti um þetta leyti vissa aðild að viðtöku barnaheimilis, sem samtökin Rádda barnen gáfu og sett var upp í Keflavík. Þá var og ákveðið að koma upp barnaheimili í Breiðholti, sem síðar var nefnt Völvuborg. Önnur áform um byggingu barnaheimila á landinu voru dregin til baka.<br>
Áður, eða 6. júlí 1973, var undirritaður félags og sameignarsamningur bæjarstjórnar Vestmannaeyja (að 1/5) Hjálparstofnunar kirkjunnar (að 1/10 )Rauða Kross Íslands (að 1/5) og Viðlagasjóðs (að ½) um byggingu 46 íbúða blokkhúss við Kríuhóla 4 í Breiðholti í Reykjavík. Fyrirtækið Breiðholt hf. bauð RKÍ samning um blokkina, skömmu eftir að eldgosið hófst og átti RKÍ frumkvæði að því, að í þetta var ráðist í samstarfi ofangreindra aðila. Var meginhluti þess fjár, sem Viðlagasjóður setti í blokkina, tilkominn í söfnun Göteborgsposten og var gert ráð fyrir, að því yrði ráðstafað í samráði við Rauða Krossinn og Hjálparstofnun kirkjunnar. Íbúðarblokkin var keypt á föstu verði og var hún afhent haustið 1974. íbúðirnar voru  seldar sama haust  og myndaður um söluverðið lánasjóður aðilanna og fé úr honum varið til íbúðabygginga í Vestmannaeyjum. Námu útlán úr sjóðnum til Vestmannaeyjabæjar vegna byggingaráætlunar hans og til annarra byggingaraðila um 96 millj. króna hinn 1. desember 1975.<br>
Gert er ráð fyrir, að lánasjóðnum verði slitið á árinu 1976. Veitt lán verða endurgreidd eftir því sem húsnæðismálastjórnarlán eru tekin út á þau.<br>
Það var fljótt stefna, er mörkuð var í Vesthjálp, að til þess að flýta fyrir uppbyggingu í Vestmannaeyjum, væri nauðsynlegt að kaupa tilbúin heimili frá útlöndum. Fyrirtækið Hagverk undirbjó útboðslýsingar og veitti víðtæka aðstoð. Var og keypt aðstoð frá sænska fyrirtækinu Hifab til að afla tilboða frá fremstu verksmiðum á Norðurlöndum.<br>
Byggingu barnaheimilis í Vestmannaeyjum var fyrst hreyft af hálfu Rauða Krossins í júlí 1973. Var skrifað undir kaupsamning við framleiðandann Oresjö Wallit í Svíþjóð 1/2 '74. Var það byggt við Boðaslóð í Vestmannaeyjum og tekið til starfa 15. maí 1974 og gefið heitið Rauðagerði. Var það mikill atburður af hálfu Rauða Kross manna að afhenda heimilið formlega hinn 18. maí þ. árs, enda var þá risið fyrsta byggingin í Vestmannaeyjum eftir að eldgosið hófst. Barnaheimilið er gert fyrir 56 börn, þ. e. tvær 18-20 barnaleikdeildir og eina 16 barna vöggudeild. Vestmannaeyjabær lagði til lóð og allar undirstöður.




232

breytingar

Leiðsagnarval