„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 873: Lína 873:
„Með því að Kaupfélagið Fram í Vestmannaeyjum hefur í dag lofað að lána mér til næstkomandi vertíðar vörur þær, sem ég nauðsynlega þarfn-ast til útgerðar, sem og peninga fyrir beitu, einnig vörur til heimilis, allt eftir því sem nefnt Kaupfélag Fram hefur vörur þessar til á þeim og þeim tíma, þá lofa ég og skuldbind mig til að greiða lán þetta með fiski, lifur, sundmaga og hrognum, sem ég kann að afla á næstkomandi vertíð, svo framt sem ég afla það mikið, að það nægi til lúkningar láninu. Sömuleiðis lofa ég og skuldbind mig til að gefa nefndu félagi afsal fyrir fiskinum og fiskafurðunum jafnóðum og ég afla þeirra eða hvenær sem félagið óskar þess. Skylt er mér að leggja inn lifrina jafnóðum og hún aflast, - einnig að annast hirðingu og verkun á fiskinum og hinum fiskafurðunum."
„Með því að Kaupfélagið Fram í Vestmannaeyjum hefur í dag lofað að lána mér til næstkomandi vertíðar vörur þær, sem ég nauðsynlega þarfn-ast til útgerðar, sem og peninga fyrir beitu, einnig vörur til heimilis, allt eftir því sem nefnt Kaupfélag Fram hefur vörur þessar til á þeim og þeim tíma, þá lofa ég og skuldbind mig til að greiða lán þetta með fiski, lifur, sundmaga og hrognum, sem ég kann að afla á næstkomandi vertíð, svo framt sem ég afla það mikið, að það nægi til lúkningar láninu. Sömuleiðis lofa ég og skuldbind mig til að gefa nefndu félagi afsal fyrir fiskinum og fiskafurðunum jafnóðum og ég afla þeirra eða hvenær sem félagið óskar þess. Skylt er mér að leggja inn lifrina jafnóðum og hún aflast, - einnig að annast hirðingu og verkun á fiskinum og hinum fiskafurðunum."


Þannig hljóðaði þá þessi skuldbinding. Flestir skuldunautarnir skrifuðu undir orðalaust. En sumir vildu heldur selja hlut sinn í kaupfélaginu, greiða skuldir sínar með vissum afföllum og vera þannig lausir allra mála. Þennan 500 króna hlut félagsmannsins greiddi kaupfélagið með kr. 3.250,00 og féll þá varasjóðseign seljandans til félagsins án sérstaks gjalds, enda setti þá skuldunauturinn  
Þannig hljóðaði þá þessi skuldbinding. Flestir skuldunautarnir skrifuðu undir orðalaust. En sumir vildu heldur selja hlut sinn í kaupfélaginu, greiða skuldir sínar með vissum afföllum og vera þannig lausir allra mála. Þennan 500 króna hlut félagsmannsins greiddi kaupfélagið með kr. 3.250,00 og féll þá varasjóðseign seljandans til félagsins án sérstaks gjalds, enda setti þá skuldunauturinn næga tryggingu fyrir skuld sinni. Einn skuldunauturinn, sem var varamaður í stjórn kaupfélagsins, gerði uppreisn og neitaði með öllu að viðurkenna skuld sína við félagið nema munnlega, þó lýsti þessi félagsmaður yfir því, að honum fyndizt skuldbindingin vel orðuð og ágæt og nauðsynleg kaupfélaginu, framtíð þess og gengi, en ekki um það að ræða, að hann skrifaði undir hana. Óskaði hann þó allrar fyrirgreiðslu sjálfum sér til handa af hálfu kaupfélagsins í framtíðinni. Stjórn kaupfélagsins vildi ekki hlíta kröfum þessa varastjórnarmanns og afréð að loka reikningi hans og sækja hann til saka, sækja hann tilskuldagreiðslu, ef hann stæði ekki í skilum við félagið á næstu vertíð. - Þar við sat.
   
   


83

breytingar

Leiðsagnarval