435
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
|||
| Lína 224: | Lína 224: | ||
Við höfðum komið lánum þeim, sem við höfðum fengið út á nýbygginguna okkar, vel fyrir. Meginlánið var veðdeildarlán til margra ára. Og byggingin varð okkur ódýr, því að mikið var unnið þar ókeypis. Tíminn leið og verzlunin okkar hélt áfram að blómstra. En ekki leið á ýkjalöngu þar við urðum þess varir í stjórninni, að ekki var allt orðið með felldu um rekstur kaupfélagsins. Við reyndum með leynd að bæta úr misfellunum eftir föngum, en nýi kaupfélagsstjórinn hlustaði lítið á okkur. Honum fannst víst, að hann væri yfir þær aðfinnslur hafinn. Óánægja okkar magnaðist, þegar við urðum þess áskynja, að skuldir fyrirtækisins hlóðust upp og vörulagerinn óx jafnframt af óseljanlegum vörubirgðum. Þetta hlaut að enda á einn veg. Óregla og óreiða voru okkur stjórnarmönnunum hvimleið fyrirbrigði. Og svo höfðu vissir menn fengið lánaðar vörur, höfðu þarna vörureikning og söfnuðu skuldum, sem ekki fengust greiddar. | Við höfðum komið lánum þeim, sem við höfðum fengið út á nýbygginguna okkar, vel fyrir. Meginlánið var veðdeildarlán til margra ára. Og byggingin varð okkur ódýr, því að mikið var unnið þar ókeypis. Tíminn leið og verzlunin okkar hélt áfram að blómstra. En ekki leið á ýkjalöngu þar við urðum þess varir í stjórninni, að ekki var allt orðið með felldu um rekstur kaupfélagsins. Við reyndum með leynd að bæta úr misfellunum eftir föngum, en nýi kaupfélagsstjórinn hlustaði lítið á okkur. Honum fannst víst, að hann væri yfir þær aðfinnslur hafinn. Óánægja okkar magnaðist, þegar við urðum þess áskynja, að skuldir fyrirtækisins hlóðust upp og vörulagerinn óx jafnframt af óseljanlegum vörubirgðum. Þetta hlaut að enda á einn veg. Óregla og óreiða voru okkur stjórnarmönnunum hvimleið fyrirbrigði. Og svo höfðu vissir menn fengið lánaðar vörur, höfðu þarna vörureikning og söfnuðu skuldum, sem ekki fengust greiddar. | ||
Við Högni Sigurðsson létum í ljós megna óánægju með rekstur kaupfélagsins. Tveir félagar okkar í stjórninni voru okkur sammála, en sá fimmti gerði lítið úr og dró fjöður yfir mistökin. Hann virtist blindur eða skilningslaus á þessu sviði, en var þó kosinn í stjórn fyrirtækisins vegna „réttra og ákjósanlegra flokkssjónarmiða“. Hann hafði orðið gjaldþrota á fyrsta ári kreppunnar eða þar um bil. | |||
Bráðlega barst stjórn Kaupfélags alþýðu bréf. Það var undirritað af rúmlega þriðjungi allra félagsmanna Kaupfélags alþýðu. — Efni bréfsins var áskorun til okkar stjórnarmanna að boða til almenns fundar í félaginu til þess að ræða kaupfélagsmálin. — Hvað var að? — Auðvitað boðuðum við til félagsfundarins, þar sem áskorun félagsmanna var gjörð samkvæmt lögum kaupfélagsins. | |||
Efni fundarins var að ávíta okkur í stjórninni fyrir tilefnislausar aðfinnslur við kaupfélagsstjórann. Hæst höfðu þeir á fundinum, sem fengið höfðu vörulán hjá kaupfélagsstjóranum og skulduðu félaginu drjúgan skilding. | |||
Einn stjórnarmaðurinn stóð með kaupfélagsstjóranum í átökum þessum. Hann fékk að vera áfram í stjórninni, en samþykkt var að reka okkur fjóra úr henni og kjósa menn í stað okkar þarna á fundinum. Okkur varð það ljóst síðar, að þessar athafnir voru framkvæmdar samkvæmt ráðum vissra foringja flokksins í Reykjavík og án vitundar Jóns Baldvinssonar. Farið var þar bak við hann um eitt og allt. Það sagði hann mér síðar og harmaði örlögin. | |||
Við fjórmenningarnir litum svo á, að við með lubbahætti þessum hefðum verið reknir úr Alþýðuflokknum, ekki sízt, þar sem við vissum sönnur á þvi, að áberandi forgöngumenn í Rvk. stóðu að gjörðum þessum. | |||
En hvað svo um Kaupfélag alþýðu? Fjármálafávitarnir, sem ráku okkur, hrósuðu sigri. Þeim var það hulið með kaupfélagsstjóranum í fararbroddi, að hinir tveir þriðju hlutar félagsmannanna mundu í meira lagi óánægðir. Óánægja þess félagsfólks og ýmislegt fleira olli því, að viðskipti kaupfélagsins fóru minnkandi og áróður andstæðinganna í kaupmannastétt vaxandi að sama skapi okkur fjórmenningunum til framdráttar. Nú var það talið óhætt, þar sem við vorum úr sögunni í viðskiptalífinu í bænum, máttvana og hættulausir! | |||
Ég vissi, að Kaupfélag alþýðu safnaði miklum skuldum við visst fyrirtæki í Reykjavík, þar sem ég hafði fengið góða fyrirgreiðslu. Það hafði umboðsmann i Vestmannaeyjum. Eitt sinn barst það í tal við hann, hversu miklar væru skuldir Kaupfélagsins við hann eða fyrirtækið. Hann tjáði mér í trúnaði, að þær væru miklar og útlitið geigvænlegt. En engu yrði þar breytt að svo stöddu nema hvað dregið yrði úr vörulánum til kaupfélagsins eins og hægt væri. Ástæðurnar fyrir því, að ekki yrði að svo stöddu gengið að kaupfélaginu væru þær, að fyrirtækið í Reykjavík skipti svo að segja einvörðungu við Útvegsbankann þar, og Jón bankastjóri Baldvinsson væri áhrifaríkur maður í stöðu sinni. Hann vildu ráðandi menn lánafyrirtækisins ekki styggja. Þess vegna yrði það að bíða síns tíma, að fyrirtækið léti loka búð Kaupfélags alþýðu og gera það gjaldþrota. | |||
Svo liðu stundir, mánuðir og fá ár. Viðskipti Kaupfélags alþýðu rýrnuðu ár frá ári. — Í marzmánuði 1938 lézt Jón Baldvinsson, bankastjóri. Ekki hafði hann verið borinn til grafar, þegar auglýsing stóð á búðarhurð Kaupfélags alþýðu í Vestmannaeyjum. Aðeins tvö orð: ''Búðinni lokað.'' | |||
Sölubúð Kaupfélags alþýðu í Vestmannaeyjum var aldrei opnuð eftir þetta. | |||
Snuddað var við að gera upp gjaldþrotafyrirtæki. — „Prinsarnir“ hafa orðið dýrir Alþýðuflokknum íslenzka á undanförnum áratugum. | |||
---- | |||
Örlög og endalyktir Kaupfélags alþýðu gengu nærri mér, ömuðu mér á sál og sinni. Ég var þó ríkari af reynslu eftir á, en sú reynsla var mér dýrkeypt, því að ég unni þessu fyrirtæki, enda hafði ég fórnað því miklu starfi og gefið því nokkurn hluta af sjálfum mér. Eilítið var ég vitrari eftir. Það var allur fengur minn af félagssamtökum þessum og starfi mínu fyrir góðan málstað. | |||