435
breytingar
| Lína 1: | Lína 1: | ||
''' ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON ''' | |||
== Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum == | |||
framhald | framhald | ||
Í [[Blik|Bliki]] [[Blik 1974|1974]] og [[Blik 1976|1976]] birtist saga fimm kaupfélaga í Vestmannaeyjum. Hér höldum við fram með sögu þessara verzlunarsamtaka. | Í [[Blik|Bliki]] [[Blik 1974|1974]] og [[Blik 1976|1976]] birtist saga fimm kaupfélaga í Vestmannaeyjum. Hér höldum við fram með sögu þessara verzlunarsamtaka. | ||
I | '''I''' | ||
Kaupfélag verkamanna | Kaupfélag verkamanna | ||
| Lína 82: | Lína 83: | ||
Árið 1943 sagði Ísleifur Högnason, kaupfélagsstjóri, lausu starfi sínu og fluttist burt úr bænum. Hann gerðist kaupfélagsstjóri Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis (KRON). Sú ráðning sannaði bezt það mikla traust, sem Ísleifur Högnason hafði áunnið sér í kaupfélagsstjórastörfunum í Vestmannaeyjum, þar sem honum hafði lánast með hyggjuviti, gætni og ötulleik að byggja upp kaupfélag „hinnar vinnandi stéttar“ með svo að segja tvær hendur tómar. | Árið 1943 sagði Ísleifur Högnason, kaupfélagsstjóri, lausu starfi sínu og fluttist burt úr bænum. Hann gerðist kaupfélagsstjóri Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis (KRON). Sú ráðning sannaði bezt það mikla traust, sem Ísleifur Högnason hafði áunnið sér í kaupfélagsstjórastörfunum í Vestmannaeyjum, þar sem honum hafði lánast með hyggjuviti, gætni og ötulleik að byggja upp kaupfélag „hinnar vinnandi stéttar“ með svo að segja tvær hendur tómar. | ||
Við kaupfélagsstjórastarfinu í Vestmannaeyjum tók nú [[Eyjólfur Eyjólfsson]], fyrrv. bankastarfsmaður í Reykjavík. Hann var þarna kaupfélagsstjóri í 6 ár. Þá réðst að kaupfélaginu [[Friðjón Stefánsson]], sem verið hafði kaupfélagsstjóri áður bæði | Við kaupfélagsstjórastarfinu í Vestmannaeyjum tók nú [[Eyjólfur Eyjólfsson]], fyrrv. bankastarfsmaður í Reykjavík. Hann var þarna kaupfélagsstjóri í 6 ár. Þá réðst að kaupfélaginu [[Friðjón Stefánsson]], sem verið hafði kaupfélagsstjóri áður bæði austur á Seyðisfirði og suður á Akranesi. Hann hafði þess vegna hlotið nokkra þjálfun í rekstri slíkra verzlunarfyrirtækja. En ekkert stoðaði. | ||
Kaupfélag verkamanna var orðið gjaldþrota sjö árum eftir að Ísleifur Högnason hvarf frá því, og átti það þó verzlunarhús sitt að mestu leyti skuldlaust, þegar kaupfélagsstjóraskiptin áttu sér stað árið 1943 og hafði tórað öll kreppuárin. Og það segir út af fyrir sig sína sögu um stjórn og rekstur fyrirtækisins á þeim árum. | |||
Kaupfélag verkamanna var eitt af Sambandsfélögunum frá fyrstu tilveru sinni, og vann kaupfélagsstjórinn, I.H., mikið þar að ýmsum félagsmálum. | |||
Árið 1950 lét S.Í.S. loka búð eða verzlun kaupfélagsins. Þá var það tekið til uppgjörs. Sá atburður leiddi til stofnunar Kaupfélags Vestmannaeyja, sem enn er við lýði. Það gerðist haustið 1950. | |||
Saga Kaupfélags Vestmannaeyja verður ekki birt hér að þessu sinni. | |||
Það varð hlutskipti mitt að beita mér fyrir stofnun þess, safna undirskriftum væntanlegra þátttakenda og tala máli félagssamtakanna. Það verk vann ég samkvæmt einlægri ósk endurskoðenda S.Í.S., sem þá höfðu lokið við að gera upp reikninga Kaupfélags verkamanna og búa undir félagsslitin. Það voru þeir [[Kristleifur Jónsson]] og [[Björn Stefánsson]]. Heimsókn þessi átti sér stað 9. okt. 1950. | |||
Heimildir að þessum þætti í samvinnusögu Vestmannaeyja: Fyrirlestur, sem Guðmundur Gíslason, sem starfaði um 15 ára skeið hjá Kaupfélagi verkamanna, flutti eitt sinn í Reykjavík um kaupfélagið og starf þess; einkabréf frá nánustu aðstandendum; eigin kynni og vitund. | |||
'''II''' | |||
Kaupfélag alþýðu | |||
Mér er saga þessa kaupfélags viðkvæmnismál. | |||
Ég stofnaði sjálfur þetta kaupfélag veturinn 1932. Þó er mér það ekki auðvelt að skrifa sögu þess svo vel og rækilega, sem ég hefði kosið. Ástæðurnar eru þær, að ég hefi engin gögn í höndum eða lítil, sökum þeirra endalykta, sem þessi samtök fengu, og þó sérstaklega hvernig mér var bolað frá þeim. — Þá skráði ég ekki dagbók nema um þróun unglingafræðslunnar í bænum, stríðið við hin andstæðu öfl, reynslu og fyrirbrigði. | |||
Ég var alinn upp við samúð með hinum „vinnandi stéttum“ í landinu, eins og þá var almennt komizi að orði, en það voru verkalýðsstéttirnar til sjós og lands, og svo bænda stéttin og iðnaðarmennirnir í þjóðfélaginu. Málsvarar þessara stétta í þjóðfélaginu okkar voru þá tveir stjórnmálaflokkar, Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, af sjónarhóli þess fólks, sem næst stóð mér. | |||
Þegar ég kom heim frá námi Noregi sumarið 1924, tók ég brátt að vinna að gengi Alþýðuflokksins á Nesi í Norðfirði. Samvinna okkar Jónasar Guðmundssonar, sem síðar varð landkunnur verkalýðsforingi á Austurlandi og félagsmálafrömuður, varð brátt náin. Ég reyndi eftir megni að styrkja hann í starfi, af því að mér féllu vel í geð hugsjónamál hans og lífsstefna. Hinn mikilhæfi og hógværi foringi Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, var okkur vel að skapi, vitur maður og hógvær, fastur fyrir og sækinn að sama skapi, — trúr hugsjónamálunum. Þá þekktist ekki í landinu neinn annar stjórnmálaflokkur, sem hafði það sérstaklega á stefnuskrá sinni að bæta eftir föngum hag eða kjör verkalýðsstéttanna við sjávarsíðuna. „Félagar Stalins“ voru þá ekki á dagskrá. Hugtakið var óþekkt á Austurlandi þá, að ég bezt veit. | |||
En tímarnir tóku að breytast og mennirnir með. Ekki höfðum við hjónin dvalizt lengi í Vestmannaeyjum, þegar við urðum þess áskynja, að andinn og einingin í samtökum verkalýðsins þar var ekki hin sama og fyrir austan. „Félagar Stalins“ óðu þarna uppi með stóryrði, brigzlyrði og sleggjudóma. Þeir virtust ekki sjá sólina fyrir rússneskum stjörnum á himni stjórnmálanna. Þeir komust brátt í andstöðu við vissa forustumenn Alþýðuflokksins í Reykjavík. Auðvitað var upphaf þessa klofnings í skoðunum og starfi sótt til „höfuðborgarinnar“. Þar sauð og vall. Og ylgja þessi barst fyrr til Norðurlandsins og vestfjarða en austur á bóginn. | |||
Hið kommúnistiska fyrirbrigði í landinu eignaðist fljótlega flokk málsvara í Vestmannaeyjum. Þeir fóru sér þó hægt í fyrstu, meðan grafið var undan fylgi Alþýðuflokksins og foringjar hans gerðir sem allra mest tortryggilegir í hug og hjarta þeirra, sem njóta skyldu „samtakanna“. Og svo tóku brigzlyrðin að ganga á víxl manna á milli og á fundum, svo að sögur spruttu af. | |||
„Þú hefur klofið, Jónhildur“, fullyrti Þorgerður verkakona með þjósti á verkakvennafundi og beindi orðum sínum að aldraðri verkakonu, sem þekkt var fyrir ötult starf í „samtökunum“. — „Fjarri fer því“, sagði Jónhildur. „Vissulega ert það þú, sem hefur klofið, Þorgerður mín. Sú sök verður ekki af þér skafin.“ Svona gátu þær þjarkað í sundurlyndi og samtakaleysi, og gárungarnir á næsta leiti hlógu dátt og túlkuðu orðin á sína vísu. Þessi skaðvænlegu fyrirbrigði í „samtökunum“ komu ekki við gáskapeyjana, voru þeim fjarri, — flestum að minnsta kosti. Og sumir skemmtu sér konunglega. | |||
Þannig var oft þráttað um það, hver eða hverjir ættu upptökin að þessari ógæfu verkalýðssamtakanna, klofningnum skaðsamlega í Vestmannaeyjum, hinum pólitíska klofningi, sem gagnsýrði líka afstöðu manna til kaupgjaldsmálanna í bænum. | |||
Kommúnistadeildin í Vest-mannaeyjum naut stuðnings Kaup- | |||