„Blik 1980/Ágrip af sögu landbúnaðar í Vestmannaeyjum, III. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 128: Lína 128:
réttinn á landinu og láta skipta því í ræktunarskákir almenningi til afnota. Búnaðarfélagsstjórnin stefndi hér einhuga og óskipt að settu marki, en þó kaus hún umfram flest, að mál þetta yrði leyst í friði og vinsemd, ef þess yrði nokkur kostur, öllum til farsældar. Ekki skyldi rasað um ráð fram. Nokkur frestur var hér á öllu beztur, þó að áróðri yrði beitt og stefnt fast að settu marki.
réttinn á landinu og láta skipta því í ræktunarskákir almenningi til afnota. Búnaðarfélagsstjórnin stefndi hér einhuga og óskipt að settu marki, en þó kaus hún umfram flest, að mál þetta yrði leyst í friði og vinsemd, ef þess yrði nokkur kostur, öllum til farsældar. Ekki skyldi rasað um ráð fram. Nokkur frestur var hér á öllu beztur, þó að áróðri yrði beitt og stefnt fast að settu marki.


Og ár leið án sérlegra tíðinda. Sumarið 1925 beitti stjórn Búnaðarfélags Vestmannaeyja sér fyrir
Og ár leið án sérlegra tíðinda. Sumarið 1925 beitti stjórn Búnaðarfélags Vestmannaeyja sér fyrir því, að Sigurður Sigurðsson, búnaðarmálastjóri, tæki sér ferð á hendur til Eyja til þess að kynna sér alla aðstöðu þar til jarðræktar og
BLIK 4
aukinnar mjólkurframleiðslu. Búnaðarmálastjóri brást vel við þessari beiðni búnaðarfélagsstjórnarinnar og kom til Eyja um haustið. Hann dvaldist síðan eina viku í kaupstaðnum og kynnti sér alla aðstöðu til framtaks og dáða í þessum veigamiklu framfaramálum Vestmannaeyinga.
 
Árið eftir, eða 1926, birti búnaðarmálastjóri langa ritgerð um þessa ferð sína til Eyja og kemur þar víða við. Hér er ekki rúm til að endurprenta nema nokkur atriði úr ritgerð hans, sem hann birti í Búnaðarritinu, 40. árgangi. Einnig var
þessi merka ritgerð sérprentuð. -Þarna segir búnaðarmálastjóri m.a.:
 
„Mannfjöldinn í Vestmannaeyjum hefur meir en fimmfaldast síðan um aldamót. Búsafurðir hafa að vísu aukizt, en eigi að sama skapi. Sumar búsafurðir, einkum mjólk, hafa ætíð verið hér af skornum skammti, og með ári hverju verður sá skortur tilfinnanlegri. Vestmannaeyingar eru starfsmenn miklir, hafa enda oft stranga og hættulega vinnu, þar sem reynir á dáð og dug. Þessir menn þurfa
holla og kjarngóða fæðu, einkum hin unga og uppvaxandi kynslóð, eigi hún ekki að standa að baki feðrum sínum. -
 
Holl og kjarnmikil fæða fæst með samblandi fæðuefna úr jurta- og dýraríkinu. - Í Vestmannaeyjum er gott til fiskifanga. Kjötskortur er þar eigi tilfinnanlegur. Töluvert er framleitt af kjöti. Fuglatekjan bætir í búið, og af landi er hægt að kaupa kjöt eftir þðrfum. Það, sem aðallega skortir, er mjólk og garðávextir.
 
Allt ber að sama brunni. Það er knýjandi þðrf á því, að túnin í Vestmannaeyjum séu stækkuð og garðarnir auknir. Með öðrum orðum, að Eyjarnar séu ræktaðar sem bezt, og skal það nú nánar athugað.....“
 
Síðan ræðir búnaðarmálstjóri um ræktunarmöguleikana á Heimaey. Og hann spyr: '''„Er ráðlegt að rækta alla Heimaey?“''' Og hann svarar: „Já, það hyggjum vér að undanteknum fjöllunum og hrauninu, þar sem það er hrjóstugast. En til þess
að þetta sé framkvæmanlegt, þarf að leggja veg um Eyna Þess er áður getið, að mest af hinu ræktanlega landi er auðunnið. Það sem mestu máli skiptir er að
hafa nægan áburð. Hvergi á landinu er aðstaðan betri í þessu efni en í Vestmannaeyjum. Þar tilfellst afarmikið af fiskúrgangi, sem er ágætis áburður. Mikið af þessu hefur verið notað til áburðar og gefizt vel.
 
Þá er það salernisáburðurinn...... Ef þessi áburður væri vel hirtur, ætti hann einn að nægja til áburðar á 75 ha. af nýyrktu landi árlega, svo að það gæti komizt í góða rækt. Af þessu er augljóst, að næg áburðarefni eru fyrir hendi, aðeins að þau séu hirt og hagnýtt...... Þeir, sem unnið hafa að ræktun í Eyjum á
undanförnum árum, eru annað tveggja bændurnir eða kaupstaðarbúar.....Hverri jörð fylgja viss hlunnindi, fugla - og eggjatekja, reki og hagbeit. Í heimalandi skal
hver bóndi hafa beit fyrir einn hest, eina kú og 12 kindur. Auk bess hagbeit í úteyjum En er fólki fer að fjölga í Eyjunum, þá fara þurrabúðarmenn að rækta, venjulega í skjóli einhvers leiguliða. Að síðustu er farið að taka land til ræktunar án þess að leiguliðar séu spurðir, og búpeningur þessara manna gengur
að ósekju í högum almennings. Þetta hefur verið liðið átölulaust til þessa.
 
Nú vaknar sú spurning, hverjir hafi rétt til hins ræktanlega lands í Eyjunum? Eru það bændurnir einir, eða eru það einnig þurrabúðarmenn, sem hafa löngun, vilja og kraft til þess? - Vér látum þessu ósvarað. Þeir, sem hafa haft umsjón með Eyjunum, vita það að sjálfsögðu og úrskurða það.
 
Sem sakir standa nú í Vestmannaeyjum er umráðaréttur yfir hinu óræktaða landi næsta óviss. Bændurnir telja sig eiga hann samkvæmt byggingarbréfum þeirra, en
hvar og hve mikið land hver og einn má taka til ræktunar, er í óvissu.
 
Aðalatriðið í þesu máli er, að umráðaréttur yfir landi á Heimaey sé ákveðinn eftir vissum reglum, svo að hver og einn hafi að vissu að ganga. Þá mun ræktuninni miða fljótt áfram.....Eitt og annað, sem til umbóta horfir, hefur áður verið nefnt. Vér skulum þó að síðustu í stuttu máli leyfa oss að leggja til:
# Að sauðfénaður verði enginn hafður á Heimaey og hestaeign verði takmörkuð.
# Að akfær vegur verði lagður suður í Stórhöfða og kringum Helgafell.
# Að hverju býli á eynni verði mæld út ákveðin spilda til ræktunar og beitar
# Að kaupstaðarbúum sé gefinn kostur á landi til ræktunar, 1-2 ha. stórar skákir.
# Að sambeit sé engin á Heimaey. Hver hafi sína skepnu á því landi, sem hann fær til umráða.
# Þeir, sem nú hafa tekið tún til ræktunar, fái útmælt hæfilega stórt beitiland.
# Mönnum sé gefinn kostur á að fá land til garðræktar, eftir því sem ástæður eru til.“
 
Þá hefi ég skráð hér nokkurn útdrátt úr hinni merku grein búnaðarmálastjóra, eftir að hann hafði kynnt sér landgæði til ræktunar á Heimaey, svo sem jarðveg og legu landsins. Þá kynnti hann sér einnig ábúðarétt bænda þar og leiguliða-
samninga við landsdrottin, sjálft ríkið.
 
Óneitanlega hafði afstaða búnaðarmálastjóra, Sigurðar Sigurðssonar, til jarðræktarmálanna í Eyjum mikil áhrif á hug og hjarta Eyjafólks, ef ég mætti komast þannig að orði, - og þá ekki sízt bændurna og búalið, sem ekki vissi annað sannara og réttara, en að Eyjabændur hefðu óskoraðan rétt til valds og ráða yfir öllu landi á Heimaey, láglendi, hæðum og fjöllum.
 
Þó er mér persónulega þessi skilningur þeirra á réttinum mikla hulin ráðgáta. Ástæðan er sú, að ég hefi í hendi mér byggingarbréf annars bóndans í Þórlaugargerði, dag- og ársett 1. febr. 1905. Þá var Jón Magnússon sýslumaður í Vestmannaeyjum. Hann byggir bóndanum Jóni Péturssyni Eystra-Þórlaugargerðið.
 
Þegar þessi mál voru öll í deiglunni í Eyjum, var Kristján Linnet bæjarfógeti þar og umboðsmaður ríkisins gagnvart bændum. Bæjarfógetinn var mjðg hlynntur því, að land Heimaeyjar yrði allt mælt og „þurrabúðarmönnum“ gefinn kostur á landi til ræktunar í mun stærra mæli en áður hafði átt sér stað. Ekki verður annað sagt, en að áhrif þessa embættismanns reyndust mikilvæg gagnvart landsdrottni og tillögur hans teknar til greina. Stjórn Búnaðarfélags
Vestmannaeyja hafði nána samvinnu við bæjarfógeta í málum þessum.
 
Þróun þessara mála varð mjög hagkvæm almenningi í Eyjum. Heimsókn búnaðarmálastjóra til Eyja árið 1925 leiddi til samkomulags milli Eyjabænda annars vegar og ríkisvaldsins hins vegar. Bændurnir gátu á það fallizt, að allt land Heimaeyjar, sem til mála kæmi að rækta, yrði mælt upp og því skipt milli bænda og þurrabúðarmanna til ræktunar samkvæmt tillögum málsmetandi manna og búlærðra að vel athuguðu máli.
 
Þegar þeir samningar voru orðnir að veruleika, var Pálmi Einarsson, ráðunautur Búnaðarfélags Íslands, sendur til Eyja til þess að mæla allt láglendi Heimaeyjar og skipta þar ræktanlegu landi í skákir af vissri stærð.
 
Þegar ráðunauturinn hafði lokið því verki, skrifaði hann greinargerð um ræktunarmál Eyjamanna, skiptingu landsins milli jarðabænda og hinna væntanlegu jarðræktarmanna annarra, „burrabúðarmannanna“. Greinargerð þessa kallaði hann „Útmælingu og ræktun Heimaeyjar“. Þar segir meðal annars: „Ræktað graslendi á
Heimaey er 108 ha. Á öðru landi á Heimaey má koma við meira eða minna gagngerðum jarðræktarbótum á 525 ha. Af því landi er gróið mólendi 264 ha. Hið annað
land er hraun, sandar og melar.
 
Þá fá þurrabúðarmenn í Vestmannaeyjum land samkvæmt sérstökum leigusamningum......“
 
Ráðunauturinn endar ritgerð sína á þessum hvatningarorðum til Vestmannaeyinga:
 
„Vestmannaeyingar! Hjá ykkur eru nú að alast upp um 690 börn innan 9 ára aldurs. Með aukinni mjólkurframleiðslu tryggið þið einn þáttinn í heilbrigðu uppeldi þeirra. Þess er vert að minnast, þótt slíkt geti eigi orðið talið í krónum og
aurum þegar í stað. Ræktun landsins í Vestmannaeyjum er því ekki eingöngu hagsmunamál einstaklinga, það er velferðarmál, er varðar alla hugsandi íbúa Eyjanna. Gagnvart framtíð þess héraðs er það mikið verkefni og göfugt, sem er nauðsyn að hrinda í framkvæmd.
 
Má og eflaust treysta því, að þeir sem ráða fyrir almennum bæjarmálum og svo þeir, sem eru leiðandi menn í uppeldis- og heilbrigðismálum í Eyjum, vilji veita ræktunarmálinu fylgi sitt og bera það fram til farsælla lykta.
::Reykjavík, 30. maí 1927
::Pálmi Einarsson“
 




{{Blik}}
{{Blik}}
1.876

breytingar

Leiðsagnarval