„Blik 1967/Frumherjar - Merkir ættliðir III.“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Leiðrétt)
Ekkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:
Þegar hér er komið þessum málum, var enginn í Eyjum, sem kunni að leika á orgelið. Þá var að velja ungan mann til þess að læra á það, og ráða hann síðan organista við Landakirkju. - Séra Brynjólfi Jónssyni var það brátt ljóst, að enginn ungur maður í Eyjum var ákjósanlegri til þessa náms og starfs en Sigfús Árnason, einn af meðhjálparasonunum á Vilborgarstöðum, sökum meðfæddra hæfileika, prúðmennsku og mennilegrar framkomu og þokka, sem hæfði bezt slíkri þjónustu í þágu kirkjunnar og kristilegra athafna.<br>
Þegar hér er komið þessum málum, var enginn í Eyjum, sem kunni að leika á orgelið. Þá var að velja ungan mann til þess að læra á það, og ráða hann síðan organista við Landakirkju. - Séra Brynjólfi Jónssyni var það brátt ljóst, að enginn ungur maður í Eyjum var ákjósanlegri til þessa náms og starfs en Sigfús Árnason, einn af meðhjálparasonunum á Vilborgarstöðum, sökum meðfæddra hæfileika, prúðmennsku og mennilegrar framkomu og þokka, sem hæfði bezt slíkri þjónustu í þágu kirkjunnar og kristilegra athafna.<br>


[[Mynd:Blik 1967 16-1.jpg|thumb|200px|Sigfús Árnason organisti, (í næturvarðarbúningi 1917).]]
[[Mynd:Blik 1967 16 1.jpg|thumb|200px|Sigfús Árnason organisti, (í næturvarðarbúningi 1917).]]
[[Mynd:Blik 1967 16-2.jpg|thumb|200px|Jónína K.N. Brynjólfsdóttir húsfreyja á Vestri-Löndum.]]
[[Mynd:Blik 1967 16 2.jpg|thumb|200px|Jónína K.N. Brynjólfsdóttir húsfreyja á Vestri-Löndum.]]
Haustið 1878 mun Sigfús hafa hafið hljómlistarnámið í Reykjavík. En ekki komizt svo langt á þeirri braut, að hann þá þegar treysti sér til þess að spila í Landakirkju. Þetta haust mun Sigfús hafa keypt sér stórt og vandað orgel, sem hann kom með heim til Eyja fyrir jólin þ. á. Þá gat hann æft og þjálfað sig heima í listinni.<br>
Haustið 1878 mun Sigfús hafa hafið hljómlistarnámið í Reykjavík. En ekki komizt svo langt á þeirri braut, að hann þá þegar treysti sér til þess að spila í Landakirkju. Þetta haust mun Sigfús hafa keypt sér stórt og vandað orgel, sem hann kom með heim til Eyja fyrir jólin þ. á. Þá gat hann æft og þjálfað sig heima í listinni.<br>
Loks vorið 1879 afréð Sigfús Árnason að láta til skarar skríða og hefja orgelspilið í kirkjunni. Á hvítasunnudag það ár lék hann í fyrsta sinn á orgelið undir sálmasöngnum. Hafði hann þá æft nokkurn söngflokk, sem söng við guðsþjónustu þann dag og þótti takast vel og giftusamlega. Safnaðarfólkið dáði þá þegar þetta starf og þessa nýung og lauk miklu lofsorði á þetta framtak hins vinsæla prests og sálusorgara og svo organistann sinn, sem þá var á 23. aldursárinu.<br>
Loks vorið 1879 afréð Sigfús Árnason að láta til skarar skríða og hefja orgelspilið í kirkjunni. Á hvítasunnudag það ár lék hann í fyrsta sinn á orgelið undir sálmasöngnum. Hafði hann þá æft nokkurn söngflokk, sem söng við guðsþjónustu þann dag og þótti takast vel og giftusamlega. Safnaðarfólkið dáði þá þegar þetta starf og þessa nýung og lauk miklu lofsorði á þetta framtak hins vinsæla prests og sálusorgara og svo organistann sinn, sem þá var á 23. aldursárinu.<br>
Lína 64: Lína 64:
Að sjálfsögðu litu ráðandi menn byggðarlagsins með þeim góðvilja og skilningi á þessi menningarstörf Sigfúsar Árnasonar, að hann þurfti enga leigu að greiða fyrir afnot húsanna.<br>
Að sjálfsögðu litu ráðandi menn byggðarlagsins með þeim góðvilja og skilningi á þessi menningarstörf Sigfúsar Árnasonar, að hann þurfti enga leigu að greiða fyrir afnot húsanna.<br>
Árið 1893 var Sigfús organisti Árnason kjörinn þingmaður Vestmannaeyinga. Við þingkosningar þá voru 72 á kjörskrá í kauptúninu og umhverfi þess og Sigfús Árnason fékk 19 atkvæði við kosningarnar. Það atkvæðamagn tryggði honum þingsætið. Hann féll frá þingsetu árið eftir fyrir Valtý Guðmundssyni.
Árið 1893 var Sigfús organisti Árnason kjörinn þingmaður Vestmannaeyinga. Við þingkosningar þá voru 72 á kjörskrá í kauptúninu og umhverfi þess og Sigfús Árnason fékk 19 atkvæði við kosningarnar. Það atkvæðamagn tryggði honum þingsætið. Hann féll frá þingsetu árið eftir fyrir Valtý Guðmundssyni.
== Söngfélag Vestmannaeyja ==
* Hér birtist þáttur um sögu [[Blik 1967/Söngfélag Vestmannaeyja|Söngfélag Vestmannaeyja]].
== Skilnaður og breytingar ==
Þannig liðu þá árin fram yfir aldamótin í önn og amstri við margháttuð skyldustörf og trúnaðarstörf. Fáir  vissu annað en að allt væri með felldu í sambúð hinna mætu hjóna á Vestri-Löndum, Sigfúsar organista, söngstjóra og póstafgreiðslumanns og frú Jónínu K. N. Brynjólfsdóttur, hinnar góður eiginkonu, móður og húsfreyju. En smám saman varð lýðum annað ljóst. Einhver fúla var komin í hamingjueggið á bænum þeim.<br>
Síðari hluta vetrar 1904 var presturinn, séra Oddgeir Gudmundsen að Ofanleiti, kvaddur að Vestri-Löndum til þess að tala milli hjónanna og koma á sættum. Það tókst ekki. Alls ekkert verður hér sagt um það, hvað á milli bar eða hvað olli óhamingju þessari. En vist er um það, að í maímánuði 1904 gengur eiginmaðurinn á fund sýslumanns og biður hann að kveðja þau hjónin á tal við sig og reyna að koma á sættum milli þeirra. Sýslumaðurinn, [[Magnús Jónsson (sýslumaður)|Magnús Jónsson]], varð við þessari beiðni eiginmannsins á Vestri-Löndum. <br>
Þegar á sáttafundinn kom, var ekki við það komandi hjá eiginkonunni, að hún gengi til sátta við eiginmann sinn. Hún krafðist skilnaðar. Ástæður bar hún fram fyrir kröfu þessari, en þær verða ekki greindar hér. Loks gat frúin á það fallizt, að skilnaður þeirra hjóna yrði aðeins að borði og sæng fyrst um sinn og svo færu jafnframt fram fjárskipti milli þeirra.<br>
Með bréfi dagsettu 1. júní 1904, undirritað af Júlíusi Havsteen amtmanni Suður- og Vesturamtsins, var hjónunum gefið leyfi til skilnaðar að borði og sæng með „venjulegri réttarverkun“ og þeim skilmálum, sem þau hafa komið sér saman um frammi fyrir sýslumanninum í Vestmannasýslu., sem sé að öllu fjárfélagi þeirra skuli vera slitið. Konan Jónína Brynjólfsdóttir eignast allar eigur búsins, þar með talin húseignin Vestri-Lönd og 6 hundruð og 78 álnir að nýju mati í jörðinni Álftarhói í Austur-Landeyjum og yfirleitt allar eigur búsins samkvæmt lista frá eiginmanni yfir þær, sem hann sýndi fram við hina „verzlegu sáttatilraun“, og ennfremur allar þær ótilfærðar eignir, gegn því að hún greiði eiginmanni sínum, Sigfúsi Árnasyni, 900 krónur í peningum.“... „Skuldir þær, sem hvíla á búinu, tekur konan að sér, eðlilega með samþykki skuldheimtumanna“. ... Greindur drengur 11 ára, Leifur, dvelur hjá móður sinni. Hvorugu hjónanna er heimilt að giftast aftur að hinu lifandi, fyrr en þau hafa öðlazt leyfisbréf til algjörs hjónaskilnaðar.<br>
::Suðuramtið í Reykjavík, 1. júní 1904.
::::J. Havsteen.
Eignir hjónanna, smáar og stórar, voru nú metnar á kr. 4.475,00. Skuldir búsins námu alls kr. 1.452.00,
Svo nákvæmlega var allt tínt til, að þessi skrá yfir aukaeignir vat tekin með:
:Ein tunna sement hjá Stefáni í Ási (sem sé lánuð honum).
:11 járnplötur 7 fóta hjá G. J. Johnsen og 1 pl. 6 fóta.
:Hefilbekkur geymdur í Gröf. Hagbeit 1 króna.
:1/14 hlutur eignar í Hrútafélaginu (Það var kynbótafélag, sem Gísli Stefánsson í Ási beitti sér fyrir. Það keypti kynbótahrúta til Eyja).
:1/24 í skipinu Svanur.
:36 pund hey hjá Hrútafélaginu.
:15 krónur hjá Sigurði hreppstjóra.
:Lýsiskútur hjá Ástgeir í Litlabæ.
:Aukaskuld nam kr. 13,18 við héraðslækninn Þorstein Jónsson.
Ekki verður annað séð, en að eiginkonan á Vestri-Löndum hafi verið búin að þaulhugsa þessi hjúskaparmál sín. Sáttafundurinn hjá sýslumanni var haldinn 28. maí. Eftir 2 daga er leyfisbréfið til skilnaðarins dagsett. Þá hefur það legið í Eyjum, verið komið til Eyja, þegar fundur þessi var haldinn. Bréfið er hanskrifað að sjálfum amtmanninum. Og strax sarna daginn og bréfið er dagsett fær frúin 800 króna lán í Sparisjóði Vestmannaeyja (1893 -1919) og greiðir eiginmanninum þessar 900 krónur. Þar með er hún laus við hann og á nú allt bú þeirra. Svo býr hún áfram á Vestri-Löndum með börnum sínum og þeirra hjóna. <br>
Íbúðarhúsið Vestri-Lönd var metið til brunabóta á kr. 2000,00. Húsið var vátryggt hjá Nye Danske Brandforsikrinsselskab í Kaupmannahöfn. Árlegt iðgjald kr. 21,00.
Börn hjónanna á Vestri-Löndum voru þessi:
[[Mynd:Blik 1967 32.jpg|thumb|250px|Systkinin frá Vestri-Löndum. Standandi frá vinstri: Brynjólfur og Árni.<br>
Sitjandi: Leifur og Ragnheiður.]]
#[[Ragnheiður Stefanía|Ragnheiður Stefanía Sigfúsdóttir]], f. 7. júlí 1883.
#[[Brynjólfur Sigfússon|Brynjólfur]], f. 1. marz 1885.
#[[Árni Sigfússon (Skálholti)|Árni]], f. 31. júlí 1887.
#[[Leifur Sigfússon|Leifur]], f. 4. nóvember 1892.
Við skilnað þeirra hjóna sótti Sigfús Árnason um lausn frá póstafgreiðslustarfinu um stundarsakir. Fékk hann þá jafnframt leyfi til að fela [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen]], kaupmanni, frænda sínum, að annast póstafgreiðsluna í Vestmannaeyjum fyrir sig. Eftir það kom Sigfús aldrei aftur að póstafgreiðslustarfinu. Hann afréð að hverfa alfarinn úr Eyjum síðla hausts 1904. Fór hann þá vestur til Ameríku. Þar settist hann fyrst um sinn að í West-Selkirk í Manitobafylki. Þar dvaldist hann 2-3 ár og vann að húsasmíðum með Vestmannaeyingi, sem fyrr hafði flutzt vestur, [[Guðjón Ingimundarson|Guðjóni Ingimundarsyni]] frá [[Draumbær|Draumbæ]]. Árið 1906 eða 1907 flyzt Sigfús Árnason til Winnipeg og á þar heima um árabil. Þar vann hann einnig að húsasmíðum, þegar hann var ekki atvinnulaus með öllu, og lifði þá við mjög bág kjör eins og fleiri þar á þeim árum. Í Winnipeg keypti hann sér íbúðarhús, meðan allt lék honum þar í lyndi og næg var atvinnan. En svo tók að dökkna í álinn fyrir honum.
Veikindi og atvinnuleysi steðjaði að. Þá þráði hann ekkert fremur en að komast heim í skaut ættjarðarinnar. Hann vissi þá börnin sín munaðarlaus heima, því að móðir þeirra var fallin frá. Þetta var á árunum 1907 -1909. Eftir það er mér, sem þetta skrifar, ævi Sigfúsar Árnasonar ókunn, þar til hann kom heim 1915.
Jónína K. N. Brynjólfsdóttir bjó áfram á Vestri-Löndum með börnum sínum, eins og fyrr getur. Brynjólfur, sonur þeirra hjóna, gerðist nú fyrirvinna heimilisins og mesta hjálparhella móður sinnar. Hann er búðarmaður hjá Bryde kaupmanni, þegar hér er komið sögu, og verður nánar greint frá honum þar í þætti hans hér á eftir.
Þegar Sigfús Árnason hvarf úr sveitarfélaginu, voru dagar Söngfélags Vestmannaeyja þar með taldir. Slokknað hafði á menningarvita í Vestmannaeyjum.
Enn þá var þó söngkórinn hans Jóns Á. Kristjánssonar við lýði og það lýsti af honum endur og eins. (Sjá grein um hann hér á öðrum stað í ritinu).<br>
Og nú færðist smám saman líf í söng og tónlistarstörf Brynjólfs Sigfússonar á Löndum, hins unga tónlistarmanns, sem forsjónin hafði ætlað það hlutverk að feta í fótspor föður síns, halda fram með hið gagnmerka menningarstarf hans í söng- og tónlistarmálum Vestmannaeyinga.<br>
== Andlát Jónínu ==
Jónína K. N. Brynjólfsdóttir hafði um árabil þjáðst af brjóstveiki. Sum
árið 1906 veiktist hún alvarlega og var flutt í sjúkrahús í Reykjavik. Hún var lögð inn á „St. Josefs Hospital“ í Reykjavík 23. ágúst um sumarið. Þar lá hún 85 daga.<br>
Jónína K. N. Brynjólfsdóttir lézt í Reykjavík 16. nóv. 1906. Svo var ráð fyrir gert, að lík hennar yrði sent heim til Vestmannaeyja og jarðsett þar.
Þess  vegna var smíðuð járnkistan, sem nefnd er í útfararreikningnum hér á eftir. En þegar til kom, neitaði Aasberg skipstjóri á póstskipinu Lauru að flytja kistu Jónínu sáluðu til Eyja. Það gerðu fleiri skipstjórar, sem áttu leið til Eyja á þessum tímum. Jónína Brynjólfsdóttir var því jarðsett í Reykjavík. Ragnheiður dóttir hennar fylgdi móður sinni til grafar, því að hún var stödd þar, þegar móðirin andaðist. Árni sonur þeirra hjóna var við nám í Kaupmannahöfn. Bræðurnir Brynjólfur og Leifur urðu að gera sér það að góðu að sitja heima á Löndum sökum samgönguleysis. <br>
Hinn 11. desember eða um það bil þrem vikum eftir jarðarförina skrifaði Brynjólfur á Löndum föður sínum til Winnipeg og sagði honum fréttina um fráfall móðurinnar. Daufir eru og dapurlegir dagarnir hjá okkur systkinunum heima á Löndum, tjáði sonurinn föður sínum. „Okkar hjartkæra móðir er fallin frá og faðirinn vestur í Ameríku. Já, við erum búin að missa okkar hjartkæru, heittelskandi móður. Þar er skarð fyrir skildi.“ ... Og jólin 1906 komu til systkinanna á Löndum eins og annarra. Aldrei söknuðu þau hinnar ástríku móður sinnar sem þá. Þar urðu í rauninni engin jól. Allt var svo nátengt móðurinni, ástríki hennar og umönnun, líka jólafagnaðurinn. <br>
Eftir nýárið 1907 skrifar faðirinn fyrsta bréf sitt heim til barnanna, eftir að hafa frétt andlát konu sinnar. Hann skrifar: „Hin sæla framliðna móðir ykkar var mér einnig jafn hjartkær eins og hún hafði nokkru sinni verið, áður en nokkuð ósætti átti sér stað okkar á milli. Öllu þessu hafði ég gleymt og útrýmt úr huga mínum fyrir löngu.“ Ekki kemur mér til hugar að efast um það, að Sigfús Árnason sagði þetta satt. Hann elskaði konuna sín og börnin sín umfram allt. Ýmsar persónulegar heimildir hafa sannfært mig um það. Einnig eftir að hann neyddist til að hverfa frá þeim öllum.<br>
Þetta allt er átakanleg harmsaga sem gerðist, getur gerzt og gerist e.t.v. daglega. Saga þessi er afleiðing af gildri orsök. Og orsökin er sú, að okkar mæti gáfumaður og menningarviti Eyjafólksins á sínum tíma, gleymdi að gæta hamingjueplisins í hendi sér. Hann glopraði því frá sér. Óhamingjan sótti hann heim. Þetta skildi Sigfús Árnason nú, atvinnu- og umkomulaus vestur í Ameríku, sá það brátt eftir að ógæfan dundi yfir. Nú mátti hann muna fífil sinn fegri. Nú þráði hann ekkert frekar en að komast heim til barnanna sinna og styrkja þau og
aðstoða. En allar leiðir voru honum bannaðar sökum atvinnuleysis og fjárskorts, sem af honum hlauzt. Á árunum 1908-1910 lætur hann börnin lítið af sér vita. Það undrast þau. Sú þögn kom ekki af góðu. Hann var peningalaus af því að atvinnuleysi og krepputímar þar vestra hömluðu því, að hann gæti selt íbúðarhús það, sem hann átti í Winnipeg. Jón bróðir hans, verzlunarmaður í Reykjavík, lánaði Leifi Sigfússyni námsfé með þeirri von, að úr rættist fyrir föður hans, svo að hann gæti staðið við orð sín við drenginn, þ. e. að styrkja hann til langskólanáms.<br>
[[Gísli Engilbertsson]], fyrrverandi verzlunarstjóri við Juliushaab-verzlunina, Tangaverzlunina, orti ljóð eftir Jónínu húsfreyju á Vestri-Löndum. Ég leyfi mér að birta það hér. Verzlunarstjórinn þekkti vel heimilið á Löndum og gat því „trútt um talað“. Hann þekkti það vel, meðan allt lék í lyndi fyrir hinum mætu hjónum. Hann kynntist því líka og þekkti, eftir að óhamingjan dundi yfir, harmsagan byrjaði og fékk hinn dapurlega endi.<br>
Ljóðið veitir einnig athugulum lesendum nokkra hugmynd um hina göfugu hugsun höfundarins og einlæga trú.
:Frú Jónína Brynjólfsdóttir
:Fædd 14. ágúst 1856
:Dáin 16. nóv. 1906
:''Eikur fölna, falla lauf og blómin,''
:''forlaganna bola verða dóminn.''
:''Dagur styttist, döpur vetrarnóttin''
:''drottna tekur yfir hugum manna,''
:''þar sem gistir, er fæddi sóttin,''
:''svefn og ró þær jafnan vilja banna,''
:''grafa skugga skykkjum dökkum klæddar,''
:''skilaboð nær flytja þær í ranna.''
:''Skilaboð frá hæstum alvaldsheimi,''
:''hér að dauðinn vera skuli á sveimi''
:''til að flytja fólk á milli stranda,''
:''flytja það úr lífsins reynsluskóla''
:''inn í hallir ljóssins dýrðarlanda,''
:''ljómans njóta ódauðleikans sóla,''
:''fagna þar í faðmi kærra vina,''
:''frelsið þakka náðarríkum sjóla.''
:''Hún, sem lifði hér með oss á foldu,''
:''friðar naut á fögru æskuskeiði,''
:''foreldrarnir kenndu henni að trúa,''
:''enda sá hún ljós á föðurleiði,''
:''liðin vildi hans við síðu búa.''
:''Heitum tárum hafði vini grátið,''
:''hennar sorg í gleðibros þeir snúa.''
:''Berst nú fregnin brátt á milli landa,''
:''búinn lífi dauðinn sé að granda.''
:''Allt í kring hún átti vini kæra,''
:''aldni móður þung mun fréttin verða,''
:''sem að héðan sorgarbréfin færa,''
:''seinna finnast, von mun þó ei skerða,''
:''saman búa svo í ljóssins ranni.''
:''svölun hljóta eftir volkið ferða.''
:''Hér við kveðjum hugum ljúfan svanna,''
:''heimi í sem blítt og trútt nam kanna,''
:''gleðisólin gengin var í æginn,''
:''geigvænn dauðinn veifði bitru sverði,''
:''napur súgur náttað hafði bæinn,''
:''nótt og dag, þótt börnin stæðu á verði,''
:''heitt sem unnu elskuríkri móður,''
:''ástin viðkvæm tár af vanga þerrði.''
:''Sómi kvenna seint og snemma reyndist,''
:''svipur tiginn engum manni leyndist,''
:''gáfum búin, glaðvært hafði sinni,''
:''gegndi köllun vel um sína daga,''
:''lystakonan líður ei úr minni,''
:''letruð þótt ei verði hennar saga.''
:''Fegri sól og friðar bogans litum''
:''fagnar sá í lífsins blóma haga.''
::::Gísli Engilbertsson
Og séra Friðrik Friðriksson í Reykjavík var fenginn til að yrkja ljóð eftir Jónínu húsfreyju:<br>
Lag: Hinn signaða dag.
:''Hún átti fyr vor og sumarsól.''
:''Og síungar vonir blíðar.''
:''Og yndisdrauma um æsku ból.''
:''Með unaði gæfu tíðar.''
:''En blóm fölnar skjótt á skapanótt,''
:''er skyggja að vetrarhríðar.''
:''Það móðurhjarta nú hljóðnað er.''
:''Sem heilaga elsku geymdi.''
:''Og börnin sín fyrir brjósti sér.''
:''Æ bar og þeim aldrei gleymdi.''
:''Til blessunar þeim í hálum heim.''
:''Frá hjartanu bönin streymdi.''
:''Er strangur var kross og þjáning þung,''
:''Hún þolinmóð beið síns dauða.''
:''Í vetrarneyð spratt upp vonin ung.''
:''Sem vorblóm í hörmung nauða.''
:''Í sigrandi ró hún síðan dó.''
:''En sorga hér byljir gnauða.''
:''Frá ástvinum fjarri andvarp strítt.''
:''Hér ómar um kistufjalir.''
:''Og heima hér gráta börnin blítt.''
:''Nú blasa við himnasalir.''
:''Þau gleðjast í trú, því gott átt þú,''
:''og engar þig angra kvalir.''
:''Við sólarlag fagurt sofðu rótt.''
:''Unz sól rís upp betri tíða.''
:''Vér syrgjum þig blítt, en syrgjum hljótt.''
:''Því sæl skín oss vonin blíða''
:''Að hver stillist und, og að fegins fund''
:''Sé fljótt og sælt að líða.''
Af einskærri tilviljun hefi ég í höndum reikning yfir kostnað við greftrun Jónínu Brynjólfsdóttur húsfreyju. Hann felur í sér ekki ómerkan fróðleik fyrir þá, sem leita sér fræðslu með því að bera saman þátíð og nútíð.<br>
Jón Árnason, verzlunarmaður í Reykjavík, bróðir Sigfúsar, sá um útför Jónínu Brynjólfsdóttur og greiddi alla útfararreikningana. Brynjólfur sonur hennar og nánusta frændur endurgreiddu síðan Jóni allan kostnaðinn.<br>
„Útgjöld vegna dauða móður þinnar“:
:1 líkkista kr. 50,00
:Fr. Bjarnason, smíði 6,00
:P. Jónsson, járnkista 25,00
:Auglýsing í dagblaði 1,00
:M. Matthíasson, reikn. 39,84
:Kaffi til líkmanna 1,50
:Til séra Friðriks 8,00
:Ísafold 9,50
:Líkklæði 4,25
:Séra Jóhann Þorkelsson 8,00
:::Samtals kr. 153,09
Séra Friðrik Friðriksson flutti húskveðjuna og orti ljóðið samkvæmt beiðni. Séra Jóhann Þorkelsson flutti ræðu í kirkju og jarðsöng.<br>
Í reikningi M. M., kirkjugarðsvarðar felst:
:Legkaup kr. 3,84
:Greftrun 24,00
:Til organista 10,00
:Til hringjara 2,00
::Alls kr. 39,84
Ísafold: Prentun á minningarljóði birting þakkarorða.<br>
Auk þessa reiknings barst auðvitað reikningur frá sjúkrahúsinu: 85 legudagar á 2/- kr. 170,00
Leifur Sigfússon, yngsta barn þeirra hjóna, Sigfúsar og Jónínu, gekk menntaveginn, sem kallað var, og varð tannlæknir, svo sem mörgum eldri Eyjabúum er kunnugt, því að hann rak hér tannlækningastofu í Eyjum síðustu æviárin.
Sönnur eru fyrir því, að Leifur naut námsstyrks frá föður sínum flest menntaskólaárin sín og ef til vill lengur.<br>
Sigfús Árnason, fyrrverandi organisti í Vestmannaeyjum, póstafgreiðslumaður þar, þingmaður og m. fl., kom aftur heim til átthaganna, Vestmannaeyja, 23. des. 1915 eftir 11 ára dvöl vestan hafs.<br>
Sigfús settist þá að hjá Árna syni sínum og konu hans Ólafíu Árna- dóttur. Árni Sigfússon var þá mikill athafnamaður í Eyjum, rak þar bæði útgerð og verzlun.
Sigfús gerðist fyrst innanbúðarmaður hjá Árna syni sínum. Þá atvinnu stundaði hann nokkra mánuði. Þá réðist hann næturvörður hér í kaupstaðnum. Því starfi gegndi hann þar til 1918, er sveitarfélagið fékk bæjarréttindi. Þar með voru lögð niður hreppstjórastörfin. Sveinn Pálsson Scheving á Hjalla við Vestmannabraut var síðasti yfirhreppstjóri í Vestmannaeyjum. Hann gerðist næturvörður 1918, er hreppstjórastaðan var úr sögunni. Þá hætti Sigfús Árnason því starfi.<br>
Hann var lengst af á vegum Brynjólfs sonar síns síðustu árin, sem hann lifði og átti eitthvað við húsamálningar í Eyjum. Sigfús Árnason andaðist 5. júní 1922.
Sigfús Árnason var sannkallaður brautryðjandi hér um kirkjusöng og almenna sönglist. Hann var ötull og athafnasamur hugsjónamaður, sem vann sveitarfélagi sínu ómetanlegt gagn bæði í organistastarfinu, söngstjórastarfinu og kennslu tónlistar í heimahúsum. Síðast skal það nefnt en ekki sízt, að hann lagði
grundvöllinn að framhaldi þess mikilvæga menningarstarfs með því að kenna syni sínum Brynjólfi tónlist og söngstjórn, svo sem komið verður inn á í framhaldi þessa greinarflokks um þessa menningarfrömuði hér í Eyjum mann fram af mann,, ættlið eftir ættlið.<br>
Minna mætti á, að Sigfús Árnason liggur enn óbættur hjá garði. Er það Eyjabúum vansalaust?


[[Þorsteinn Víglundsson|Þ.Þ.V.]]
[[Þorsteinn Víglundsson|Þ.Þ.V.]]
11.675

breytingar

Leiðsagnarval