„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1980/Á síld fyrir 40 árum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<big><big>'''Á síld fyrir 40 árum'''</big></big>
<big><big>'''Á síld fyrir 40 árum'''</big></big>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 08.53.02.png|250px|thumb|Guðjón Ármann Eyjólfsson]]
Eftirfarandi grein hefur blaðinu borist frá [[Guðjón Ármann Eyjólfsson|Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni]] fyrrverandi skólastjóra Stýrimannaskólans. Óþarfi er að kynna höfundinn fyrir lesendum þessa blaðs. Um fjölmörg ár ritstýrði hann Sjómannadagsblaðinu og vann það verk af slíkum myndarskap og dugnaði að óhœtt mun að fullyrða að seint komist nokkur með tœrnar þar sem hann hafði hœlana varðandi útgáfu blaðsins.
Eftirfarandi grein hefur blaðinu borist frá [[Guðjón Ármann Eyjólfsson|Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni]] fyrrverandi skólastjóra Stýrimannaskólans. Óþarfi er að kynna höfundinn fyrir lesendum þessa blaðs. Um fjölmörg ár ritstýrði hann Sjómannadagsblaðinu og vann það verk af slíkum myndarskap og dugnaði að óhœtt mun að fullyrða að seint komist nokkur með tœrnar þar sem hann hafði hœlana varðandi útgáfu blaðsins.


Lína 6: Lína 6:


'''Klárir í bátana.'''
'''Klárir í bátana.'''
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 08.53.38.png|300px|thumb|Skipsfélagar á Álsey á síld 1943. Frá vinstri Óskar Gíslason skipstjóri, Einar Steingrímsson og Sigurður Sigurjónsson vélstjóri.]]
Fremur lítið hefur verið ritað um þátt Vestmannaeyinga í síldveiðum íslendinga og í hugum fólks munu þeir tengdari þeim gula og bolfiskveiðum frá fornu fari. Allt frá árinu 1919, þegar tveir Vestmannaeyjabátar. Goðafoss VE 189 og Óskar VE 185 fóru til reknetaveiða vestur í Ísafjarðardjúp hafa Eyjamenn stundað síldveiðar. Þar var þá slík mokveiði af síld að ekki hafðist undan að salta, en veiðarnar stóðu allt sumarið og fram á haust. Úthald þessara Vestmannaeyjabáta var rakið í skemmtilegri grein eftir föður minn Eyjólf Gíslason hér í Sjómannadags-blaði Vestmannaeyja árið 1964 (Á síldveiðum fyrir 45 árum).
Fremur lítið hefur verið ritað um þátt Vestmannaeyinga í síldveiðum íslendinga og í hugum fólks munu þeir tengdari þeim gula og bolfiskveiðum frá fornu fari. Allt frá árinu 1919, þegar tveir Vestmannaeyjabátar. Goðafoss VE 189 og Óskar VE 185 fóru til reknetaveiða vestur í Ísafjarðardjúp hafa Eyjamenn stundað síldveiðar. Þar var þá slík mokveiði af síld að ekki hafðist undan að salta, en veiðarnar stóðu allt sumarið og fram á haust. Úthald þessara Vestmannaeyjabáta var rakið í skemmtilegri grein eftir föður minn Eyjólf Gíslason hér í Sjómannadags-blaði Vestmannaeyja árið 1964 (Á síldveiðum fyrir 45 árum).
Allar götur síðan munu Vestmannaeyingar hafa stundað síldveiðar einhvern hluta ársins, bæði hér heima og við og fyrir norður- og austurlandi, en hér við Vestmannaeyjar eru einar mikilvægustu hrygningarstöðvar sumargotsíldar og löngu áður en síldveiðar hófust er getið hér um svartan sjó af síld. „Oft hefur verið svartur sjór kringum Eyjar af þeim góðfiski er síld nefnist" skrifar Helgi Jónsson faktor hjá Bryde árið 1883. Hér kringum Eyjarnar er svartur sjór af síld, hvílík gullnáma er þar ekki ónotuð", skrifar Helgi 24. júní 1883.
Allar götur síðan munu Vestmannaeyingar hafa stundað síldveiðar einhvern hluta ársins, bæði hér heima og við og fyrir norður- og austurlandi, en hér við Vestmannaeyjar eru einar mikilvægustu hrygningarstöðvar sumargotsíldar og löngu áður en síldveiðar hófust er getið hér um svartan sjó af síld. „Oft hefur verið svartur sjór kringum Eyjar af þeim góðfiski er síld nefnist" skrifar Helgi Jónsson faktor hjá Bryde árið 1883. Hér kringum Eyjarnar er svartur sjór af síld, hvílík gullnáma er þar ekki ónotuð", skrifar Helgi 24. júní 1883.
Lína 12: Lína 12:
      
      
Fyrirsögn greinarinnar, „Klárir í bátana" var alkunnugt vígorð í þá daga, en er nú að fullu horfið. Síðan hefur kallið styst í „Klárir", sem allir sjómenn á síld- og nótaveiðibátum vita að þýðir: „Hver maður á sínum stað. Það á að kasta". En það munu vera fleiri, en ég undirritaður, sem þorðu varla og ekki að sofna alklæddir í fyrsta túrnum á síld.
Fyrirsögn greinarinnar, „Klárir í bátana" var alkunnugt vígorð í þá daga, en er nú að fullu horfið. Síðan hefur kallið styst í „Klárir", sem allir sjómenn á síld- og nótaveiðibátum vita að þýðir: „Hver maður á sínum stað. Það á að kasta". En það munu vera fleiri, en ég undirritaður, sem þorðu varla og ekki að sofna alklæddir í fyrsta túrnum á síld.
   
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 08.54.09.png|250px|thumb|Elías Sveinsson]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 08.54.26.png|250px|thumb|Júlíus Ingibergsson]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 08.55.15.png|250px|thumb|Guðmundur Vigfússon]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 08.55.34.png|250px|thumb|Guðfinnur Guðmundsson]][[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 08.55.43.png|thumb|Sighvatur Bjarnason]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 08.55.52.png|250px|thumb|Óskar Gíslason]]
Á snurpunótaveiðunum fylgdu þó alltaf ævintýrin og mikill var munurinn á erfiði og aflamagni frá reknetum.
Á snurpunótaveiðunum fylgdu þó alltaf ævintýrin og mikill var munurinn á erfiði og aflamagni frá reknetum.
      
      
Lína 102: Lína 106:
Nr. 16 Bliki & Muggur 7.243 m.&t.  
Nr. 16 Bliki & Muggur 7.243 m.&t.  
Nr. 19 Gulltoppur og Hafalda 7.012 m.&t.
Nr. 19 Gulltoppur og Hafalda 7.012 m.&t.
   
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 08.56.06.png|700px|center|thumb|Ófeigur II VE 324 meðfullfermi, 320 mál, á Skjálfanda sumarið 1940. Báturinn er búinn eins og þá var nauðsynlegt á síldveiðum. Ofan á stýrishúsi er bassaskýli, þar sem síldarbassinn stóð og rýndi út yfir hafflötinn í leit að vaðandi síld eða múkkageri og lá kallrör eða slanga sem kallað var í til rórmannsins. Aftan við stýrishúsið er eidhús og sést greinilega kabyssurörið, sem kemur upp fyrir gaffalinn á mesanseglinu. Í bómunni hangir síldarháfur, en báturinn er vel búinn seglum með myndarlega umbúna fokku og mesansegl.]]
Í Vestmannaeyjablaðinu Víði haustið 1940 er m/b Dóra frá Fáskrúðsfirði einnig talin með Vestmannaeyjabátum með 9.211 mál og tn. og Nanna með 8.701 mál og tn. (Það er þó ekki Nanna Ve 300, sem var á dragnót). Samtals er afli Vestmannaeyjabáta 201.474 mál og tunnur. (meðalafli 8.234 mál og tn.) en heildarafli tvílembinga eins og bátar sem voru tveir um eina nót voru kallaðir var 236.875 mál og tn. eða samtals hjá þessum tveimur flokkum skipa 1.043.845 mál og tn. Afli Vestmannaeyjabáta sumarið 1940 er því 19-20% af heildarafla mótorskipa þetta sumar.
Í Vestmannaeyjablaðinu Víði haustið 1940 er m/b Dóra frá Fáskrúðsfirði einnig talin með Vestmannaeyjabátum með 9.211 mál og tn. og Nanna með 8.701 mál og tn. (Það er þó ekki Nanna Ve 300, sem var á dragnót). Samtals er afli Vestmannaeyjabáta 201.474 mál og tunnur. (meðalafli 8.234 mál og tn.) en heildarafli tvílembinga eins og bátar sem voru tveir um eina nót voru kallaðir var 236.875 mál og tn. eða samtals hjá þessum tveimur flokkum skipa 1.043.845 mál og tn. Afli Vestmannaeyjabáta sumarið 1940 er því 19-20% af heildarafla mótorskipa þetta sumar.


Lína 111: Lína 115:


Til að fræðast um líf og aðbúnað á síldarbátunum og þá fyrst og fremst á tvílembingunum hefi ég spjallað við þá Elías Sveinsson í Varmadal og Júlíus Ingibergsson frá Hjálm¬holti, sem voru skipsfélagar á tvílembingunum Óðni og Ófeigi II sumarið 1940. Um köstun, útbúnað nótabátanna, sem fylgdu hverju nótaveiðiskipi, og veiðarnar sjálfar hefi ég einnig eftir Guðmundi Vigfússyni frá Holti, sem fór fyrst á síldveiðar unglingur að aldri árið 1924 og 1925 á bát fyrir norðan, en Guðmundur var þar síðan við reknetaveiðar og skipstjóri á hringnót frá 1944 til 1957.
Til að fræðast um líf og aðbúnað á síldarbátunum og þá fyrst og fremst á tvílembingunum hefi ég spjallað við þá Elías Sveinsson í Varmadal og Júlíus Ingibergsson frá Hjálm¬holti, sem voru skipsfélagar á tvílembingunum Óðni og Ófeigi II sumarið 1940. Um köstun, útbúnað nótabátanna, sem fylgdu hverju nótaveiðiskipi, og veiðarnar sjálfar hefi ég einnig eftir Guðmundi Vigfússyni frá Holti, sem fór fyrst á síldveiðar unglingur að aldri árið 1924 og 1925 á bát fyrir norðan, en Guðmundur var þar síðan við reknetaveiðar og skipstjóri á hringnót frá 1944 til 1957.
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 09.23.02.png|700px|center|thumb|Óðinn VE 317 „nærri fullfermdur" surnarið 1940. Það er enn verið að háfa og síldarbassi tvílembinganna, Ófeigs II og Óðins, Guðfinnur Guðmundsson er fyrir framan stýrishúsið og heldur í háfbandið. Takið vel eftir uppstillingum og „merum" ofan á lunningu. Aftur á hanga plögg af áhöfninni til þerris.]]
'''Tvílembingar.'''
'''Tvílembingar.'''
Ófeigur II Ve 324 var byggður úr eik í Friðrikssundi í Danmörku árið 1935 og var mældur 21 brúttótonn (l Brt.= 2,83 rúmm.). Ófeigur II var 14.63 metra á lengd, 4,33 m á breidd og með 60 hestafla Hundested vél frá 1935.<br>
Ófeigur II Ve 324 var byggður úr eik í Friðrikssundi í Danmörku árið 1935 og var mældur 21 brúttótonn (l Brt.= 2,83 rúmm.). Ófeigur II var 14.63 metra á lengd, 4,33 m á breidd og með 60 hestafla Hundested vél frá 1935.<br>
Lína 120: Lína 124:
Nótabátarnir voru 6-7 metra á lengd (20 til 22 fet) og 2 til 2 1/2 m. á breidd (7-8 fet).
Nótabátarnir voru 6-7 metra á lengd (20 til 22 fet) og 2 til 2 1/2 m. á breidd (7-8 fet).
Ófeigur II var forystubátur og var skipstjóri og síldarbassi [[Guðfinnur Guðmundsson|Guðfinnur Guðmundsson]] frá Kirkjubóli, harðduglegur sjómaður og vaxandi aflamaður, sem dó langt um aldur fram aðeins 33 ára gamall árið 1945. Vél-stjóri á Ófeigi II var Jóhann Bjarnason frá Hoffelli, nú hafnarvörður. Stýrimaður og skipstjóri á Óðni var Júlíus Ingibergsson frá Hjálmholti, en vélamaður var Elías Sveinsson frá Varmadal, matsveinn var [[Baldvin Skæringsson]] frá Steinholti. Allt þekktir Vestmannaeyingar, sem stunduðu hér sjóinn frá barnsaldri um tugi ára.
Ófeigur II var forystubátur og var skipstjóri og síldarbassi [[Guðfinnur Guðmundsson|Guðfinnur Guðmundsson]] frá Kirkjubóli, harðduglegur sjómaður og vaxandi aflamaður, sem dó langt um aldur fram aðeins 33 ára gamall árið 1945. Vél-stjóri á Ófeigi II var Jóhann Bjarnason frá Hoffelli, nú hafnarvörður. Stýrimaður og skipstjóri á Óðni var Júlíus Ingibergsson frá Hjálmholti, en vélamaður var Elías Sveinsson frá Varmadal, matsveinn var [[Baldvin Skæringsson]] frá Steinholti. Allt þekktir Vestmannaeyingar, sem stunduðu hér sjóinn frá barnsaldri um tugi ára.
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 09.23.14.png|700px|center|thumb|Tvílembingarnir Ófeigur II og Óðinn viðbryggju á Siglufirði sumarið 1940]]
Þegar verið var á veiðum og leitað síldar, dró forystubáturinn nótabátana, en hinn elti og var oft nefndur lausi báturinn. Matsveinninn og allt sem honum tilheyrði var um borð í forystubátnum, sem síldar- og nótabassinn eins og hann var kallaður stjórnaði
Þegar verið var á veiðum og leitað síldar, dró forystubáturinn nótabátana, en hinn elti og var oft nefndur lausi báturinn. Matsveinninn og allt sem honum tilheyrði var um borð í forystubátnum, sem síldar- og nótabassinn eins og hann var kallaður stjórnaði
Þegar verið var að leita að síld elti lausi báturinn og var vélstjórinn á honum þá oftast þar einn um borð.
Þegar verið var að leita að síld elti lausi báturinn og var vélstjórinn á honum þá oftast þar einn um borð.
Lína 133: Lína 137:
Þegar komið var á veiðisvæðið voru nótabátarnir dregnir að forystubátnum. Ef nótin var um borð í honum var pokinn í hekkinu, en nótin úr bakborðs- og stjórnborðsnótabátnum í göngunum sitt hvoru megin við stýrishúsið. Nótabátarnir voru teknir á sitt hvora síðu og nótin dregin um borð í þá.
Þegar komið var á veiðisvæðið voru nótabátarnir dregnir að forystubátnum. Ef nótin var um borð í honum var pokinn í hekkinu, en nótin úr bakborðs- og stjórnborðsnótabátnum í göngunum sitt hvoru megin við stýrishúsið. Nótabátarnir voru teknir á sitt hvora síðu og nótin dregin um borð í þá.
Ef góð veiðivon var og líklegt þótti að yrði kastað, voru báðir bátarnir dregnir að stjórnborðsíðu forystubátsins. Bakborðsbátur var nær og var bundinn í skáband, í tói var sleppikrókur. Stjórnborðsnótabátur var bundinn utan á bakborðsbáta með skábandi, sem fest var um spilþóftuna í bakborðsbát og í aftari þóftu stjórnborðsbátsins.
Ef góð veiðivon var og líklegt þótti að yrði kastað, voru báðir bátarnir dregnir að stjórnborðsíðu forystubátsins. Bakborðsbátur var nær og var bundinn í skáband, í tói var sleppikrókur. Stjórnborðsnótabátur var bundinn utan á bakborðsbáta með skábandi, sem fest var um spilþóftuna í bakborðsbát og í aftari þóftu stjórnborðsbátsins.
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 09.23.23.png|500px|center|thumb|Gamlir skipsfélagar á síld. Talið frá vinstri, standandi Einar Runólfsson, Velli, Ólafur Jónsson í Brautarholti, sitjandi Elías Sveinsson í Varmadal, Halldór Halldórsson Helgafellsbraut 23 og Jóhann Bjarnason Hoffelli.]]
Sé mjög síldarlegt segir nótabassi hásetunum að gera sig klára, og ef líklegt er að kasta er kallað „Klárir í bátana".<br>
Sé mjög síldarlegt segir nótabassi hásetunum að gera sig klára, og ef líklegt er að kasta er kallað „Klárir í bátana".<br>
Fara þá allir í nótabátana, nema vélstjór-inn og kokkur, ef skip var eitt um nót, en á tvílembingunum var oftast þannig skipað í nótabáta að 6 voru í öðrum bátnum, en 7 í hinum, urðu þá vélstjóri og matsveinn eftir í forystubátnum, en vélstjórinn einn eins og oftast nær var á fylgibátnum.
Fara þá allir í nótabátana, nema vélstjór-inn og kokkur, ef skip var eitt um nót, en á tvílembingunum var oftast þannig skipað í nótabáta að 6 voru í öðrum bátnum, en 7 í hinum, urðu þá vélstjóri og matsveinn eftir í forystubátnum, en vélstjórinn einn eins og oftast nær var á fylgibátnum.
Lína 139: Lína 143:
Iðulega þurfti eitthvað að snúast í kringum torfuna með bátana á síðu, en þegar nótabassa fannst hann liggja vel við torfu kallaði hann: „Sleppa" og sleppikróknum, sem heldur bakborðsbát við skipið er sleppt. Var það verk frammámanns í bakborðsbát. Nótabátarnir eru þá lausir frá stóra skipinu. Ef síldin er vaðandi, rólegheit á miðunum og lítið þvarg af öðrum skipum, þá lagar nóta-bassi sig vel fyrir torfuna, athugar hvernig síldin veður, tekur mið af straumi og vindi o.s.frv. Stundum óð síldin ákveðna stefnu og varð þá að taka mið af því. Ef síldin hringóð þurfti ekki eins að laga sig fyrir torfuna, nema athuga varð að vera réttur fyrir vindi. Það sem mestu máli skipti var að kasta ekki á eftir síldinni og höfðu menn ýmsar aðferðir. Sumir vildu hafa torfuna fyrir miðri nót, þannig að hún væði inn í nótina, aðrir vildu hafa hana út í vængina. Það fór eftir aðstæðum hvað menn völdu, en alltaf varð að taka tillit til þess, að einhver kaldi var, að bátana ræki ekki ofan í nótina. Ef menn þekktu strauminn, þá var alltaf betra að kasta undan straumi.
Iðulega þurfti eitthvað að snúast í kringum torfuna með bátana á síðu, en þegar nótabassa fannst hann liggja vel við torfu kallaði hann: „Sleppa" og sleppikróknum, sem heldur bakborðsbát við skipið er sleppt. Var það verk frammámanns í bakborðsbát. Nótabátarnir eru þá lausir frá stóra skipinu. Ef síldin er vaðandi, rólegheit á miðunum og lítið þvarg af öðrum skipum, þá lagar nóta-bassi sig vel fyrir torfuna, athugar hvernig síldin veður, tekur mið af straumi og vindi o.s.frv. Stundum óð síldin ákveðna stefnu og varð þá að taka mið af því. Ef síldin hringóð þurfti ekki eins að laga sig fyrir torfuna, nema athuga varð að vera réttur fyrir vindi. Það sem mestu máli skipti var að kasta ekki á eftir síldinni og höfðu menn ýmsar aðferðir. Sumir vildu hafa torfuna fyrir miðri nót, þannig að hún væði inn í nótina, aðrir vildu hafa hana út í vængina. Það fór eftir aðstæðum hvað menn völdu, en alltaf varð að taka tillit til þess, að einhver kaldi var, að bátana ræki ekki ofan í nótina. Ef menn þekktu strauminn, þá var alltaf betra að kasta undan straumi.
Þegar síldarbassinn hefur lagt nótabátunum á stefnu til köstunar og bátarnir eru komnir hæfilega nærri torfunni, en stundum var síldin ljónstygg og stakk sér, ef óvænt truflun komst að henni, kallar hann: „Sundur". Frammámennirnir, sem hafa staðið tilbúnir með árarnar frammá ýta nótabátunum sundur og hefst nú köstunin. Bátunum er róið lífróður í kringum torfuna.
Þegar síldarbassinn hefur lagt nótabátunum á stefnu til köstunar og bátarnir eru komnir hæfilega nærri torfunni, en stundum var síldin ljónstygg og stakk sér, ef óvænt truflun komst að henni, kallar hann: „Sundur". Frammámennirnir, sem hafa staðið tilbúnir með árarnar frammá ýta nótabátunum sundur og hefst nú köstunin. Bátunum er róið lífróður í kringum torfuna.
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 09.23.33.png|700px|center|thumb|Erlingur I VE 295 með fullfermi á leið til hafnar. Í baksýn sést dæmigerður línuveiðari þessara ára]]
Nótinni er rúllað út á sitt hvort borð nótabátanna og voru tveir vel sterkir menn við það verk, en á fyrstu árum herpinótaveiðanna og víst fram undir 1930 köstuðu tveir menn út nótinni með höndunum. Nótarúllan var all fyrirferðamikil rúlla með löngum trélistum og sveifum sitt hvoru megin á rúllunni. Rúllurnar voru teknar niður af borðstokknum, þegar nótin var köfuð inn eins og sagt var, þegar nótin var dregin inn í bátana að lokinni snurpingu.
Nótinni er rúllað út á sitt hvort borð nótabátanna og voru tveir vel sterkir menn við það verk, en á fyrstu árum herpinótaveiðanna og víst fram undir 1930 köstuðu tveir menn út nótinni með höndunum. Nótarúllan var all fyrirferðamikil rúlla með löngum trélistum og sveifum sitt hvoru megin á rúllunni. Rúllurnar voru teknar niður af borðstokknum, þegar nótin var köfuð inn eins og sagt var, þegar nótin var dregin inn í bátana að lokinni snurpingu.


Lína 158: Lína 162:


Við síldveiðarnar þurfti, eins og hér hefur verið lýst, mikla snerpu og skjót handtök, og átti það ekki síst við um snurpingu.
Við síldveiðarnar þurfti, eins og hér hefur verið lýst, mikla snerpu og skjót handtök, og átti það ekki síst við um snurpingu.
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 09.24.32.png|700px|center|thumb|Erlingur II VE 325. Það er verið að fylla og háfurinn er hálffullur. Fyrir aftan stýrishúsið er eldhúsið. Erlingur II var byggður í Vestmannaeyjum árið 1937 og var 25 rúmlestir brúttó.]]
Það var mikið kapp í hvorum nótabáti að ná í „gullið", en svo var segulnaglinn á miðri snurpulínu nefndur. Menn þóttust menn að meiri sem náðu segulnaglanum og var það keppikefli og frami hvorum báti. Fyrstu metrar snurpulínunnar voru snurpaðir á höndum, þar til línan var á staut eða niðurstöðu og þegar fór að þyngjast var haldið við á stoppara á öftustu þóftu. Síðan var snurpulínunni brugðið á koppinn á snurpuspilinu, sem var handsnúið, niðurgírað spil, sem var á öftustu þóftu að framan, spilþóftunni. Á sumum bátum var spilið á næst fremstu þóftu. Tveir menn snéru handspilinu og urðu þetta að vera mjög samtaka menn, þar eð annars var mikil hætta, ef þeir misstu af sveifinni, þegar nótin lá með öllum sínum þunga í hringjunum og snurpulínunni.
Það var mikið kapp í hvorum nótabáti að ná í „gullið", en svo var segulnaglinn á miðri snurpulínu nefndur. Menn þóttust menn að meiri sem náðu segulnaglanum og var það keppikefli og frami hvorum báti. Fyrstu metrar snurpulínunnar voru snurpaðir á höndum, þar til línan var á staut eða niðurstöðu og þegar fór að þyngjast var haldið við á stoppara á öftustu þóftu. Síðan var snurpulínunni brugðið á koppinn á snurpuspilinu, sem var handsnúið, niðurgírað spil, sem var á öftustu þóftu að framan, spilþóftunni. Á sumum bátum var spilið á næst fremstu þóftu. Tveir menn snéru handspilinu og urðu þetta að vera mjög samtaka menn, þar eð annars var mikil hætta, ef þeir misstu af sveifinni, þegar nótin lá með öllum sínum þunga í hringjunum og snurpulínunni.


Lína 189: Lína 193:
Þegar komið var í land var reynt að koma sem mestu af aflanum í salt. Öllu var Iandað af handafli í tágakörfum. Körfunum var raðað á „stillansa" eða löng borð (gönguborðin), sem lágu þvert yfir bátinn og var mokað í þær hverja eftir annarri. Úr körfunum var sturtað í vagna. Þeim var síðan ekið um planið og bryggjuna upp í síldarþró og var síldin mæld á leiðinni. Ef síld fór í salt var ekið að síldarkössunum, þar sem ungar sem aldnar blómarósir Norðurlands og reyndar víðar af landinu stóðu og söltuðu af kappi hvernig sem viðraði.<br>
Þegar komið var í land var reynt að koma sem mestu af aflanum í salt. Öllu var Iandað af handafli í tágakörfum. Körfunum var raðað á „stillansa" eða löng borð (gönguborðin), sem lágu þvert yfir bátinn og var mokað í þær hverja eftir annarri. Úr körfunum var sturtað í vagna. Þeim var síðan ekið um planið og bryggjuna upp í síldarþró og var síldin mæld á leiðinni. Ef síld fór í salt var ekið að síldarkössunum, þar sem ungar sem aldnar blómarósir Norðurlands og reyndar víðar af landinu stóðu og söltuðu af kappi hvernig sem viðraði.<br>
í rigningu og slabbi var oft mikið erfiði að keyra vögnunum upp sleipa bryggjuna.
í rigningu og slabbi var oft mikið erfiði að keyra vögnunum upp sleipa bryggjuna.
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-06 at 09.25.01.png|700px|center|thumb|Allt gert klárt til að kasta. Síldarbassinn lagar bátana til fyrir köstun. Ekki hefur enn verið ýtt sundur. Frammámenn eru tilbúnir með árarnar til að ýta bátunum sundur þegar síldarbassinn kallar: „sundur". Rúllumenn eru tilbúnir og í stjórnborðsbát stendur bassinn með hönd á stýrisárinni.]]
'''Aðstaðan um borð.'''
'''Aðstaðan um borð.'''


3.443

breytingar

Leiðsagnarval