Karl Haraldsson (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Karl Haraldsson.

Karl Haraldsson frá Sjávarhólum á Kjalarnesi, læknir, sérfræðingur í svæfingum fæddist þar 26. febrúar 1946 og lést 19. októbr 2018.
Foreldrar hans voru Haraldur Jósefsson bóndi, f. 2. september 1898, d. 4. maí 1972, og kona hans Guðrún Þórunn Karlsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1915, d. 30. janúar 2003.

Karl varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1966, var cand. med. í Háskóla Íslands 1974. Hann vann kandídatsár sitt á Borgarspítalanum, Landspítalanum, Landakotsspítala og í Eyjum.
Karl fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 27. október 1975 og í V.-Þýskalandi 1978-1983, fékk sérfræðingsleyfi í svæfingum og deyfingum í V.-Þýskalandi og V.-Berlín 21. mars 1983 og á Íslandi 12. júní 1987.
Karl var við sérfræðinám á Landspítalanum desember 1977-maí 1978, á Kreiskrankenhaus Backnang í V.-Þýskalandi frá júní 1978-maí 1981, á Klinik Lövenstein frá maí 1981-september 1982, á Kreiskrankenhaus Backnang frá september 1982-mars 1983, og á Borgarspítalanum maí-september 1983. Karl var heilsugæslulæknir í Eyjum frá apríl 1975-maí 1977, svæfingalæknir á Sjúkrahúsinu í Eyjum frá október 1983 til ágúst 1993 og á Sjúkrahúsinu á Selfossi frá ágúst 1993- október 1997. Hann var sjálfstætt starfandi sérfræðingur í Reykjavík frá október 1997, sérfræðingur á Hrafnistu í Reykjavík frá mars 1997-apríl 1999.
Karl sat í stjórn Sjúkrahúss Vestmannaeyja 1987-1993, í heilbrigðisnefnd Árnessýslu 1994-1998.
Þau Dröfn giftu sig 1967, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Erla giftru sig 1986, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Sigríður Fanney bjuggu saman, en slitu sambúð.
Karl lést 2018.

I. Kona Karls, (5. ágúst 1967, skildu), var Dröfn Guðmundsdóttir húsfreyja, listakona, f. 20. mars 1947, d. 13. júní 2013. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jóhannsson byggingameistari, f. 30. ágúst 1914, d. 13. desember 2006, og kona hans Guðný Bjarnadóttir húsfreyja, f. 18. desember 1917, d. 23. júlí 1996.
Börn þeirra:
1. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sjúkraliði, f. 28. janúar 1967. Maður hennar Ísak Sverrir Hauksson.
2. Kolbrún Karlsdóttir þroskaþjálfi, bóndi á Fagurhólsmýri, f. 2. nóvember 1968. Fyrrum sambúðarmaður Gerhard Plaggenborg. Maður hennar Helgi Sigurgeirsson.
3. Gunnlaugur Karlsson þroskaþjálfi, f. 18. mars 1976.

II. Kona Karls, (20. febrúar 1986, skildu), Erla Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 29. júlí 1950. Foreldrar hennar Ólafur Ólafsson sýsluskrifari á Ísafirði, f. 15. nóvember 1912, d. 22. ágúst 1990, og kona hans Unnur Hermannsdóttir húsfreyja, f. 31. júlí 1919, d. 9. júlí 2008.
Barn þeirra:
4. Haraldur Karlsson, f. 19. desember 1987.

III. Fyrrum sambúðarkona Karls frá 1998 er Sigríður Fanney Jónsdóttir sjúkraþjálfari, f. 1. maí 1946. Foreldrar hennar voru Jón Gunnlaugur Halldórsson viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 13. febrúar 1914, d. 17. október 1993 og kona hans Sigríður Soffía Jónsdóttir húsfreyja, húsmæðrakennari, f. 11. september 1921, d. 9. febrúar 2014.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 6. nóvember 2018. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.